Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Qupperneq 46

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Qupperneq 46
188 HEITT í FROSTI N. Kv_ mánuðum síðar og heyrði aldrei á þetta nafn minnzt fyrr en árið 1926. En þegar hann sá mynd ,,foringjans“ í blöðunum, kannaðist Boswell óðar við kunningja sinn frá Mayen. Lífið gerir sínar kröfur! Velepean, frægur franskur skurðlæknir, hafði bjargað lífi barns auðmannskonu einnar í París. Þegar barnið hafði náð fullri heilsu aftur, fór móðir þess á fund læknisins, rétti hon- um haglega gert seðlaveski og sagði: „Ég hefi búið það til sjálf, til þess að votta yður þakklæti mitt“, sagði hún. „Frú“, sagði Velepan, — „ég kann að meta fyrirhöfn yðar og samúð, en — lífið gerir sínar kröfur. Ég verð að hafna gjöf yðar pg æskja fimm þúsund franka fyrir aðstoð mína“. Konan tók seðlaveskið, opnaði það þegj- andi og tók úr því fimm þúsund franka seðil, af tíu slíkum, er í því voru. Hún rétti Velepean upphæðina og kvaddi síðan skurðlækninn fræga með virktum. írsk forsjálni. íri nokkur heyrði á skotspónum, að bank- inn, sem hann átti fé sitt inni í, hefði hætt útborgunum og myndi senn gjaldþrota. ír- inn æddi inn í bankann í þvf skyni að bjarga inneign sinni, ef þess væri nokkur kostur. — „Get ég fengið það, sem ég á hér inni?“ æpti lrann, þegar hann sá gjaldkerann. „Auðvitað“, sagði gjaldkerinn forviða. „Nú, — ef þið hafið peningana enn, þá er víst allt í lagi“, sagði írinn, „en ef þið hafið þá ekki, heimta ég þá samstundis!“ Fréttaflutningur á fyrri tímum. Öll meiri liáttar tíðindi berast á vorum 'dögum innan örfána klukkustunda með síma og útvarpi um heim allan að kalla! — Tess er þó skemmst að minnast, að þessu var öðru vísi háttað. Sem dæmi má geta þess, að það liðu 60 dagar frá dauða Napoleons mikla, unz fregnin um andlát hans barst til Englands, og voru þó gerðar sérstakar ráðstafanir til þess að koma þeirri fregn svo fljótt sem unnt væri. Napoleon andaðist svo sem kunnugt er á eyjunni St. Helen 5. maí 1821, en 4. júlí birtist fregnin um andlát hans í Lundúna- borg og 10 dögum seinna barst hún til Berlínarborgar. — Árið 1717 liðu tíu mán- uðir, unz fregnin um andlát Tvrkjasoldáns barst til Mið-Evrópu. „Ekki undir þessu borði“. Það var haldin vegleg veizla á litlu gisti- húsi, og fólkið skemmti sér ágætlega. Þegar veizlunni var lokið og fólkið bjóst til brott- ferðar, vantaði Pálínu glófana sína og fór hún því aftur inn í salinn, til þess að leita að þeim undir borðum, þar, sem lnin hafði setjð um kveldið. Þegar veitinganraðurinn sá þetta, gekk hann til hennar og mælti: „Éf þér eruð að léita að manninum yðar,. frú mín góð, þá er hann ekki undir þeSsu borði. En jrað liggur einhver maður undir borðinu þarna frammi við dyrnar. Og eftir honum hefir enginn spurt ennþá“. Ósköp einfalt. — Hvar eigum við að hittast? — Hvar sem þú vilt. — Og hvenær? — Hvenær sem þú vilt. — Jæja, þá segjurn við það. — En vertu nú stundvís! Velvalin afmælisgjöf. Þau eru að skoða höggmyndasafnið, blessuð hjónin. Bæði eru þau við aldur og frúin í holdugasta lagi. Þá segir hann upp úr eins manns hljóði, niðursokkinn í að skoða líknesjurnar: „Nú veit ég, hvað ég á að gefa þér á af- mælinu þínu, kæra Alvildai — fagran kven- líkama! — Það er einmitt það, sem þig vantar. /

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.