Nýjar kvöldvökur - 01.08.1924, Blaðsíða 3
XVII. árg.
Akureyri, ágúst 1924.
8. hefti.
Flagð undir fögru skinni.
Eftir Marie Corelli.
(Framh.)
»En maðurinn þa f þó ekki að vera jarð-
bundinn fremur fyr.'r það, þó að liann eigi pen-
inga,« sagði jeg. »F*að eru einmilt þeir, sem
honum eru nauðsynlegir lil þess að styrkja
anda hans að leita til hæða og lil þess að
lyfta honum í hinar æðstu hæðir.c
»Jæja, haldið þjer það?« spurði hann alvar-
lega og kveykti sjer í vindli. »þá er jeg hrædd-
ur um, að þjer be ið lítið skyn á það, sem
jeg mundi kalla na'ttúilega silarfræði. Pað
sem jörðinni tilheyrir, það leitar jarðarinnar —
það skiljið þjer víst? Gullið tilheyrir jörðinni
í orðsins fylsta skilningi — við grófum það úr
jörðinni, hömrum það í hnullunga og stengur
— það er alveg sjálfstæður málmur. En guð
niá vita, hverjum snillingurinn eða andagiítn
tilheyi ir. Hún verður ekki grafm úr jörðu, ekki
hömruð saman og ekkert við hana gert annað
en staðnæmast og dást að henni. Hún er
eitthvað hálefara, eitthvað, sem hafið er yfir
jarðneskar fýsnir og eftirlanganir og þeir, sem
hana öðlast, lifa í óþektum hugsjónaheimi. En
peningarnir eru bara almenn vara, eilthvað jaið-
neskt, og maðurinn stendur íöstum fótum, ef
h3nn á mikið af þeim.«
»F*jer tak ð sannarlega á mælsku yðar gegn
auðnum,* sagði jeg og hló. »Sjálfur eruð þjer
óyenju auðugur — hryggir það yður?«
»Nei, það hryggir mig ekki, því að það
væri ekki til neins að jeg eyddi tímanum í
óþarfa.* svaraði hann. »En jeg segi yður satt,
að audríki og auðæfi eiga ilt með að rúmast
undir sama höfuðfati. Lítið þjer á mig til
dæmis. þjer getið tæpast hugsað yður, hve
góðum og miklum hæfileikum jeg var gæddur
fyrir eina líð — það er langt síðan — áður
en jeg varð sjálfum tnjer ráðandi.«
»Og þá hafið þjer framvegis,« S3gði jeg og
leit á hið fagra höfuð hans og töfrandi augu.
sÞað er jeg viss um.«
Hið sama lævísa bros, sem jeg hafði tekið
eftir einu sinni eða tvisvar áður, Ijek þá uin
varir honum. »Uss, þjer eruð að skjalla mig,«
sagði hann. »Yður geðjast að útliti mínu og
það gerir mörguin — og samt er ekkeit eins
brigðult og útlitið. Ástæðan til þess er sú, að
jafnskjólt sem við erum komin af barnsaldri,
þá látumst við alt af vera það, sem við ekki
erum og á þann hált hepnast okkur, með sí-
feldri æfingu alt frá æskuárunum, að gera iík-
amstryggingu okkar alveg frábreytla okkar eigin
persónu. Petta er hyggilegt af okkur, því þar
af leiðir, að hver einstakur maður tryggir sjcr
slíkt varnarvígi af holdi og blóði, að hvotki
vinir nje óvinir gela að honum komist. Sjer-
hver maður er einmana sál, innilukt í sjálf-
gerðu fylgsni. þegar hann er í einrúmi, lærir
hann að þekkja sjálfan sig og fer þá ofl að
hata sjálfan sig. Stundum stendur honum
stuggur af hinni merglausu morðgjömu óvætt,
15