Nýjar kvöldvökur - 01.08.1924, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1924, Blaðsíða 4
114 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. sem hann elur bak við glæsilegt útlit og hygst að gleyma tilveru hennar í svalli og ólifnaði. Þetta geri jeg endrum og sinnum — þjer munduð varla trúa slíku á mig — eða hvað?« »Nei, aldrei,« svaraði jeg, því að það var eitthvað í rödd hans og útliti, sem hafði undarleg áhrif á mig. »Þjer bakmælið sjálfan yður og gerið yðar eigin eðli rangt tii.« »Kann vera,« sagði hann og hló lágt. »Svo miklu er yður óhætt að trúa, að jeg er ekki verri en flestir aðrir menn. En svo að jeg víki aftur að ritstörfuni yðar — þjer segist hafa samið bók. Nú jæja! G;fið þjer hana út og bíðið átekta. Ef þjer getið »ýtt undir« hana, þá er fyrsta skrefið stígið. Rað eru ýmsar leiðir til þess að »ýta und'r«. Hvað fjallar bókin um? Jeg vona að hún sje dálítið glæfraleg.« »Nei, þið er hún vissulega ekki,« svaraði jeg. »Rað er ská'dsaga, sem hljóðar um lífið í háleitustu mynd þess. Jeg samdi hana í þeim tdgangi að lyfta hug lesandans og göfga sálu hans og jeg óskaði lika að hugga þá, sem jajást af sorgum og eymd, ef jeg gæti.« »Uss, þá er hún einkis nýt« sagði Rímanez og brost'. sRað segi jeg yður alveg satt — hún er ekki við okkar tíma. Rað gæti hugsast, að hún næði hylli, ef þjer gætuð sýnt ritdóm- urunum hana á nokkurskonar aðalæfingu eða »generalpruvu«, ef svo mætti að orði komast, eins og einn vinur minn, Henry Yvring, gerði »aða!æfingu« samfara ríkmannlegum kvöldverði og allskonar vínföngum. Annars er það von- laust. Ef hún á að ná almennings hylli fyrir sína eigin verðleika, þá má ekki sjást nokkur vottur þess, að hún hafi bókmenlalegt gildi — hún verður eingöngu að vera ós:ðsam!eg — svo ós;ðsamleg, sem [ajer sjáið yður fært án þess að meiða mentaðar konur — svigrúmið er nóg. Látið þjer hana fjalla svo sem unt er um æxlunarmálefnin — skrifið þjer um karla og konur eins og þjer væruð að skrifa um skepnur, sem ekki hefðu um annað að hugsa en aukast og margfaldast og uppíylla jörðina. I3á er yður sigurinn vís. Sá ritdómari er ekki til, sem þá mun ekki hefja yður upp til skýj- anna og ekki sú skólastelpa á fermingaraldri, sem ekki stelst til að gleipa bókina í sig í sínu jómfrúbúri.« Augnaráð hans var svo háðulegt, að mjer stóð stuggur af því og jeg vissi ekki í svipinn, hverju jeg ælti að svara honum, svo að hann hjelt áfram: »Hvað gat komið yður til að fara að semja bók um »lífið í hinni hále'tustu mynd þess«, eins og þjer segið. Pað er ekkert göfuglegt eða tignarlegt orðið við lífið á þessum hnetli. Alt snýst hjer um ástir og kaupsýslu. Menn- irnir eru kyrpingar og öll þe'rra störf kyrpings- leg. Pjer getið leitað göfugs lífernis á öðrum hnöttum, því að til eru þeir. Par við bætist, að fólk kærir sig ekki um að fá huga sínum lyft eða sálina göfgaða ir.eð því, sem það er að lesa sjer tl gamans. Til þess fer |?að í kiikju og lælur sjer lelðast meðan á því stend- ur. Og hvers vegna ættuð þjer að óska þess að hugga manneskjur, sem liafa bakað sjer sorgir og áhyggjur með heimsku s'nni? Ekki mundu þær kæra sig um að hugga yður — þær mundu ekki tíma að sjá af fáeinum aur- um til þess að firra yður hungurdauða. Nei, heyrið nú, kæri vin! Vaipið hugsjónunum fyrir borð ásamt fátæktinni og lifið líf nu fyrir sjálfan yður. Ef þjer gerið einhveijum greiða. þá niun hann ekki launa yður öðru en svart- asla vanþakklæt'. Hafið milt ráð og leggið ekki eigin hagsmuni í sölurnar fyrir nokkurn mann.« Hann slóð upp meðan hann var að segja þelta, sr.eri baki að eldstónni og reykti vindd sinn. Jeg horfði á liinn tigulega vöxt hans og andlit og meðan jeg var að virða hann fyrir mjer, tóku að hreyfa sjer örlitlar efasemdir og draga úr aðdáun minni. »jeg mundi kalla yður kaldgeðja, ef þjer væruð ekki eins viðkunnanlegur ogþjereruð,* sagði jeg loksins. »En útlit yðar samsvarar ekki orðunum. Rjer lítilsvirðið ekki mannlegt eðli jafnmikið og jajer látið, Öll framkoma yoar lýsir göfuglyndi, sem jajer getið ekki ráð-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.