Nýjar kvöldvökur - 01.08.1924, Blaðsíða 5
NYJAR KVÖLDVOKUR.
115
ið við, þótt þjer vilduð. Og meir að segja
— eruð þjer ekki alt af að le'tast við, að láta
eillhvað gott af yður leiða?*
»AIt af! Rað er að segja, að jeg er alt af
að gera mjer far um að verða við óskum
maniia, en ekki er auðvelt að dæma um, hvoit
þrð er vel eða illa geit af mjer. Óskir mann-
anna eru næslum takmarkalausar — það eina,
s;m enginn virðiit óska, að því er mjer er
kunnugt, er það að slíta kunningsskap við
mig.«
»Neí, auðvitað, Hvernig ætli nokkur að
óska þess, sem á annað borð hefir fengið að
kynnast yður?« sagði jeg og hló að þessari
fráleitu athugasemd.
Hann gaf mjer hornauga.
»Óskir þeirra eru ekki ávalt sæmilegar,« sagði
hann og hristi öskuna af vindlinum.
»En þjer verðið auðvitað ekki við óskum
þeirra, ef þær miða að einhverju illu?« svaraði
jeg. »Slíkt gerði velgerðarmanninn altof
greiðvikinn.*
»Jú, en við komumst í ógöngur, ef við
höldum svona áfram,« sagði hann. »Pjer
gleymið, kæri vin, að enginn getur um það
borið, hvað er löstur og hvað er dygð. Ressi
hugtök eru eins og kameleónarnir — þau skifla
lit eftir umhverfinu. Abraham a'tti tvær eða
þrjár konur og margar hjákonur að auki. Samt
telur biblían hann einstaklega dygðugan mann,
en aftur á móti er Tom Noddy lávarður í
London álitinn hræðilegur maður af því hann
á ena konu og margar hjákonur og líkist
raunar Abraham að ýmsu leyti. En hver á að
skera úr, þegar lærðu mennirnir eru ósammála?
Við skulum ekki fara lengra út í þetta, því að
við getum aldrei orðið á sama máli um það.
Hvernig ætlið þjer að verja því, sem eftir er
af kvöldinu? í Tívólí er lævís kvensa, sem er
að dansa sig inn í hjarta og hug ístöðulítils
hertoga — eigum við að horfa á þær aðdá-
anlegu beygingar og sveigingar, sem hún notar
til þess að ávinna sjer fastan sess meðal hins
enska stórmenms? Eða kanske þjer sjeuð
þreyttur og viljið heldur gangasnemmatd hvílu?«
Satt að segja var jeg úrvinda og dauðþreytt-
ur bæði á sál og líkama eftir hita og þunga
dagsins. Líka gerði vínið sitt að verkum, því
að jeg var því svo óvanur,
»Ef salt skal segja, þá vil jeg heldur ganga
td hvílu,* sagði jeg. »£n hvað líðuiherberginu?«
»Uss, Amíel hefir sjálfsagt sjeð fyrir því.
Við skulum spyrja hann.« Hann hringdi og
kom þjónninn þegar.
»Hafið þjer útvegað herra Tempest herbergi?*
»Já, yðar hágöfgi. Rað er herbergi á þess-
um gangi hjer um bil beint á móti herbergj-
um yðar. Rað er ekki eins vel útbúið og það
gæti verið, en jeg hefi gengið svo vel frá því,
sem hægt er.«
»Kæra þökk,« sagði jeg. »Rað var vel gert.«
• Ekkert að þakka,« sagði Amíel og hneigði
sig auðmjúklega.
Hanu fór burt og jeg bauð prinsinum góða
nótt. Hann tók hönd mína og hjelt um hana
meðan hann virti mig fyrir sjer.
»Mjer líst vel á yður, Geoffrey Tempest,*
sagði hann, »og af því að mjer líst vel á yð-
ur og af því að jeg held, að eitthvað háleilara
búi í yður en dýrseðlið eitt, þá ætla jeg að
stinga upp á nokkru við yður, sem yður kann
að þykja undarlegt. En uppástungan er sú, að
þjer segið mjer undireins til, ef yður fellur ekki
við m\g og þá skulum við skiljast nú, áður
en við höfum tíma til að kynnast hvor öðrum
belur og jeg skal reyna að verða ekki á vegi
yðar nema því aðeins, að þjer leitið mig upp.
En ef yður hins vegar fellur vel við mig —
ef þjer finnið eitthvað það í fari mínu, sem
yður geðjast að, þá lofið mjer því að gerast
vinur minn og fjelagi um tíma — nokkra
mánuði að minsta kosti, skulum við segja.
Jeg get komið yður í kynni við heldra fólkið,
við hinar fegurstu konur og mestmetnu menn
í Evrópu. Jeg þekki þá alla og held, að jeg
geti orðið yður að liði. En ef þjer, inst í hug-
skoti yðar, hafið nokkra minstu óbeit á mjer,
þá gefið henni rúm fyrir alla muni og látið
mig sigla minn eigin sjó. Jeg segi yður það,
að jeg er ekki sá, sem jeg sýnist vera.«
lþ*