Nýjar kvöldvökur - 01.08.1924, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1924, Blaðsíða 12
122 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. um, að Tryggur hefði ekki sett þar ný merki, sem ættu að gefa okkur til kynna, að Apfel- baum hefði enn snúið út af þessari braut. En þegar við sáum engin slík merki, hjeldum við óhikað eflir aðalveginum. Regar hjer var komið, tók vegurinn að versna mjög, varð brattur og staksteinóttur, enda blasti nú við okkúr fjallahryggurinn mikli, sem er á landamærum Böhmen og Bayern. Og ekki Ieið á löngu, áður en vegurinn lá um jaröngt skarð, kletlólt til beggja handa. Jeg sagði við sjálfan mig, að hjer væri heppileg- ur staður t'l fyrirsáturs, ef líkur væru til, að það væri í vændum. Rað væri auðgert að skjóta okkur alla til bana áður en gætum kom- ið nokkurri vörn fyrir okkur. En tæplega hafði jeg hugsað þetta til enda, þegar yfir okkur skall kúlnahríð öðium megin úr skarðinu. Og jafnsnemma þustu fram 20 alvopnaðir hermenn, og tóku sjer stöðu í miðju skarðinu. Til allrar hamingju hafði kúlnaregnið engan skaða unnið okk.ur, og hefir það valdið, að laufið í skarðshlíðinni hefir hindrað fyrirsáiurs- mennina í því að ná sigti á okkur, eða kúl- urnar hafa Ient í trjám á Ieiðinni. Jeg var í engum vafa um, að við áttum Ulrik Apfelbaum að þakka þessar viðtökur hjer. Líklega hefir hann fengið hugboð um, að við værum á hnotskóg eftir honum, og fengið þessa menn úr næsta vígi til þess að hefta för okk- ar. En hvað sem því Ieið, voru nú góð ráð dýr til að vinna bug á þessum nýju fjand- mönnum. Jeg Ijet menn mína stíga af hestbaki, og skipaði fimm af þeim að læðast inn í skóginn og ráðast á þá, sem þar kynnu enn að Ieyn- ast. Flokknum, sem tekið hafði sjer stöðu and- spænis okkur, ætlaði jeg að mæta með mínum tuttugu mönnum. Jafnsnemma og fimm-mannasveitin Iæddist inn í skóginn gerði jeg áhlaup á fjandmanna- flokkinn í skarðir.u. Við hrópuðum: »Guð, hjálpaðu okkur* og hófum við hinn harðasta bar- daga, því að óvinirnir tóku hraustlega á móti. Jeg efaðist þó ekki um, að við myndum sigra, þótt þeir væru jafn-mannsterkir. Jeg hefi áður getið þess, að menn mínir voru úr- vals-hreystimenn, og óhætt að treysta hverjum einum, að hann brigðist ekki, hvað sem í skær- ist. Reir Ijetu heldur ekki þoka sjer þumlungs- breidd, hversu sem óvinirnir hömuðust. Meðan þeir handljeku sverð sín rólega og skipulega, og greiddu fá högg en þung, hömuðust hinir og viitust hafa það helst að að markmiði, að höggva sem tíðast. Enda gáfu þeir oft færi á sjer, sem fjelagar mínir noluðu sjer, og fjellu þá venjulega fyrir einu höggi. Rað var heldur ekki liðin nema rösk liálf klukkustund, þegar fjandmenn okkar voru allir fallnir, og vegurinn lá okkur op’nn. Nú fyrst heyrðum við vopnaglamur innan úr skóginum, og vissum við, að það voru fjelagar okkar fimm, sem höfðu lent í bard3ga við fjar.dmennina, sem orðið höfðu þar eflir. Við runnum tafarlaust á vopnabrakið, upp skarðshlíðina og inn í skóginn. Við sáum nú, að fjelagar okkar áttu í höggi við nálega tíu fjandmenn, sem höíðu lekið sjer stöðu á klöpp, sem var nálega tveim álnutn hærri en umhverfið. Við flýltum okkur að koma til liðs við fjelaga okkar, og vaið skjóit um endalok bardagans, því að við vorum nú miklu mannlleiri. Nú var ekki annað fyrir okkur að gera en halda af stað aftur, og hjeldum við því áleiðis niður skarðshlíðina til hesta okkar. Jeg hafði skilið einn fjelaga minn eítir hjá hestunum, og þegar jeg nú kom fram úr skóg- inum, sá jeg mjer til undrunar, að hjá honum stóð maður og ræddi við hann, en sneri að okkur bakinu. Regar hann heyrði okkur koma, sneri hann sjer við, og þekti jeg, að þaina var Tryggur kominn. »Tryggur,« hrópaði jeg bæði undrandi og glaður. »já, svo er nú það,« mælti hann með kæti, og andlit hans lýsti bæði gleði og feginleik yfir því að hitta okkur. »Aldrei hefir nokktir maður á æfi miurti vef*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.