Nýjar kvöldvökur - 01.08.1924, Blaðsíða 17
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
127
þeim frá fyrirætlunum mínum. Jeg sagði þeim,
að í fyrstu hefði það verið tilætlun mín, að við
reyndum allir að klifra upp hamarinn og kom-
ast þannig inn í kastalann, en nú hefði jeg
breytt þessu þann:g, að jeg ætlaði einn að
leggja í hamarinn og freista þess, að yfirbuga
varðmanninn, sem þar væri á verði, eins og
jeg hafði uppgötvað um daginn, og opna litla
hurð á múrnum fyrir þeim, svo að þeir gætu
óhindrað komist inn fyrir múrvígið. En jeg
sá strax á andlitum þeirra, að þeir voru ekki
ánægðir með þessa fyrirætlun, og töluðu þeir
Tryggur og Hans albúni á móti henni fyrir
hönd fjelaga sinna.
»Ef þjer hafið fastákveðið, að haga þessu
þannig,* mælti Tryggur, »þá er ekki annað
fyrir okkur en að hlýða. En við erum sam-
mála um það, að helst hefðum við kosið að
fylgja yður fast eftir í þessari hættuför—fyrstu
hættunni, sem bersýnilega er bund'n við að
sigrast á þessu ofurefli.*
Og Hans albúni mæ'ti: »Jeg er viss um, að
við erum allir sammála Trygg. Ættunr við að
1 ggja undir því, að foringi okkar legði sig
einn í slíka hættu til þess eins að hlífa okkur?
Og svo ættum við að hirða ávextina af þess-
ari hæltuför hans, og liðveisla okkar vera í því
fólgin, að horfa hann framkvæma þetta þrek-
virki? Við viljum því biðja um leyfi til þess
að mega fylgja foringja okkar eftir og taka
sameiginlegan þáit í hættunni.«
Mjer hitnaði um hjartaræturnar af vináttuþeli
fjelaga minna, sem kom hjer berlega í ljós.
f*að var auðsjeð, að þeir öfunduðust ekki yfir
því, að mjer hafði Iánast að ná foringjatign á
undan þeim, því að jeg var óbrotinn liðs-
maður, eins og þeir, þegar við lögðum af stað
úr föðurlandi okkar. En jeg ætlaði að sitja
við minn keip og tilkynti þeim það. Regar
Tryggur heyrði það, mælti hann:
»Pá verðum við að sætta okkur við þetta,
En einu verðið þjer að heita okkur sem end-
urgjaldi fyrir það, sem við missum í.«
»Og hvað er það?«
»Að þjer gefið okkur leyfi til, ef við bíðum
afturkomu yðar árangurslaust, og yður hefir
ekki tekist að opna poitið fyrir okkur. . . Það
er að segja, ef við sjáum ekkert til yðar innar
tveggja stunda, þá meguin við láta skríða til
skarar og klifra upp hamarinn á sama stað og
Þjer.«
»Pað skal verða leyft, þó með því skilyrði,
að þið farið ekki allir . . . . «
í þessum svifum greip Hans albúni í hand-
legg mjer og benti mjer í áttina til kastalans.
Pað var nú orðin aldimt, en nokkuð bjart af
tunglskini. Pegar jeg leit í áttina til kastalans
og þangað, sem Hans albúni benti mjer, sá jeg
allstóran riddaraflokk leggja af stað frá kastal-
anum.
»Ó, þeir eru að Ieggja af stað til þess að
leita að fjelögum sínum,« hrópaði jeg.« Peir
eru auðsæilega orðnir hræddir um afdrif þeirra
og hafa ráðist í að senda þennan flokk til þess
að leita þeirra. Jeg get ímyndað mjer, að þetta
sjeu um 60 nianna, og þá er ekki eítir nema
um 40 manns í kastalanuni.t
Jeg gaf nú stullar og skjótar fyrirskipanir.
Flokkur minn, með Trygg sem foringja, skyldi
tafarlaust fara á staðinn, sem Tryggur hafði
sýnt mjer fyr um daginn og bíða þar, þangað
til jeg gæfi þeim merki. Merkið, sem jeg gæfi
þeim, skyldi vera ugluvæl. Jafnskjótt og þeir
heyrðu það, skyldu þeir flýta sjer að koma til
dyranna, sem þá mundu standa opnar. En færi
svo, að þeir heyrðu ekkert li! mín, áður en
tvær stundir væru liðnar, skyldu tveir þeirra
leggja af stað og klifra upp hamarinn og reyna
að opna dyrnar fyrir fjelögum sínum. Ef ekkert
heyrðist heldnr frá þeim eftir sama tíma, skyldu
enn tveir leggja af stað á sama hátb Með
þessu móti bjóst jeg við að hafa trygt það,
að Áróru yrði bjargað, þótt jeg fjelli frá.
(Franih.)