Nýjar kvöldvökur - 01.08.1924, Blaðsíða 15
NYJAR KVÖLDVOKUR.
125
alveg aðgerðalaus þessa daga, sem jeg var
hjer um kyrt. Jeg hefi læðst kringum kastal-
ann, bæði að nóttu og deg', og komist að
ýmsu. Á þessum vitneskjum, sem jeg hefi feng-
ið, byggi jeg uppáslutigu mína, og er svo v!s>
um, að hún er framkvæmanleg, að jeg vildi
ráða yður til að senda konunginum boð þegar
í stað, og fá hann til að senda liðstyrk hing-
að til þess að setjast í kastalann og halda
honum.«
»Nei, vinur minn. Við bíðum með það,
þangað til við höfum náð honum á okkar
vald.«
»Nú jæja. Petta kemur mjer ekki við. Jeg á
ekki að segja hjer fyrir.«
»En mjer er forvitni á að heyra, hvaða
uppgötvanir þú hefir geit hjer,« mælti jeg
óþolinmóðlega.
»Fyrst og fremst hefi jeg komist að þvf, að
setuliðið hjer er um 100 manns, eða fjórfalt
mannfleira en lið okkar. Ennfremur hefi jeg
fundið stað, þar sem jeg álít, að hugaðir og
djarfir menn, eins og við höfum á að skipa,
geti komist að kastalanum með því að klifra
upp hamarinn, sem kastalinn stendur á. Paðan
sjest ekki til mannaferða úr kastalanum. Rjer
sjáið þarna kastalavegginn, þar sem hann er
bygður fremst frammi á klettabrúninni. Pað
eru að minsta kosti 95 álnir frá efri brún
kastalans niður á jafnsljettu. Auk þess er klett-
urinn nærri því lóðréttur, og setuliðið mun
álíta, að ókleift sje að leita uppgöngu í kast-
alann frá þeirri hlið, enda munu þeir engan
vörð halda þar. Jeg hefi aldrei sjeð mann
þeim megin kastalans síðan jeg kom hingað,
En eftir nákvæma skoðun álít jeg það engan
vegin ókleipt að komast þarna upp.«
Jeg athugaði nú þenna stað, sem Tryggur
benti mjer á, en gat ekki sjeð nema nokkurn
hluta af hamrinum, því að kletlabrúnin sjálf
skygði á neðri hlutann. En við nánari athugun
sýndist mjer ekki frágangssök að reyna þessa
leið eins og Tryggur hafði sagt. Enda var ekki
nm annað að gera, allar aðrar leiðir virtust
lokaðar. Jeg bað Trygg um fleiri skýringar.
»Sttjum nú svo, að við kæmumst þessa leið
inn í kasfalann, en hvað mundum við mega
okkar móti fjórfalt mannsterkara liði, eins og
þeir hafa á að skipa í kastalanum ?*
»Jeg hefi líka um þetta hugsað, og leynt að
gera mjer grein fyrir því. En það mál er mjög
erfitt, vegna þess, að við höfuni enga hug-
mynd um, hvernig háttar til inni í kastalanum.
Par verðum við að gefa okkur drotni á vald,
og ákveða þá fyrst, eftir áslæðum, hvernig við
sækjum fram.«
»Á þetta verð jeg að fallast með þjer. Jeg
býot við að rjelt sje að hefjast handa þegar í
kvöld, eftir að máninn er kominn á loft. En
segið mjer, þekkið þjer leiðina að þcssum stað
undir hamrinum?*
»Já. Pjóðvegurinn, seni þið komuð eftir,
liggur fáa faðma frá hamrinum.«
»Pá skulum við þegar í stað fara, og gera
fjelögum okkar viðvart. Við leggjum þegar af
stað niður á veginn.*
»Nei, herra merkisberi. Það held jeg að sje
óráð. Mjer hefði fundist rjettara að bíða hjer
þangað til myrkrið skellur á og máninn kemur
UPP- Jeg skal segja yður hvers vegna. í fyrsta
lagi vegna þess, að við getum haft nánar gæt-
ur á kastalanum og veginum hjeðan, þar sem
við höldum tii, og virðist mjer það mjög
þýðingarmikið að hafa gætur á, hverjir fara út
eða inn í kastalanum. Hugsantegt væri, ef við
sleptum því að hafa gætur á öllu hjeðan, að
munkurinn kæmist undan með biúði yðar, því
að ekki er að vita, uppá hverju hann finnur,
og gæti hann þá verið kominn langar leiðir
inn í Böhmen, áður en við vissum af og þang-
að væri engin leið að hætta sjer á eftir honum.«
Pað fór hryllingur um mig við þessa til-
hugsun. En jeg varð að fallast á þessar ástæð-
ur Tryggs.
»1 öðru lagi,« hjelt Tryggur áfram, »er minni
hætta á því, að setuliðið verði okkar vart hjer,
meðan bjart er af degi. Að vísu er það sjald-
gæft, að nokkur fari burt frá kastalanum, en
þó hefir það komið fyrir, að þrír til fjórir
menn hafa riðið eða gengið frá kastalanum.*