Nýjar kvöldvökur - 01.08.1924, Blaðsíða 18
128
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
S m æ 1 k i,
Svo er sagt, að karl nokkur hafi gengið á reka
sjera Björus Halldórssonar í Laufási og stolið reka-
viðardrumb. Stuttu seinna fór hann til kirkju og
stóð svo á, að prestur las þessi orð á stólnum:
♦Jesús rak út djöful þess, er dumbur var<; en karli
heyrðist hann segja: »Rekið þið út djöful þann, er
drumbinn bar»; karl laumaðist þá út úr kirkjunni
og sagði hálfhátt í kirkjudyrunum: »Það stela fleiri
aí rekanum þínum en jeg, prestur minn.«
Það var siður hjer áður, að húsbændur gáfu hjú-
unum vitnisburði, er þau höfðu vistaskifti. Bóndi
nokkur í Möðruvallasóku gaf vinnukonu sinni svo-
látandi vitnisburð:
»Sigríður Guðmundsdóttir, er verið liefir lrjá
mjer í vist þetta ár, er lágur kvenmaður, læra-
gildur. Hún vinnur nokkuð, en vinnur illa; ber
nokkuð á velli, en ber illa; prjónar nokkuð, en
prjónar illa; rakar nokkuð, en rakar illa.
Mitt nafn undirskrifaður Eyjólfur Guðmunds-
son 18 hundruð júní.
Mflt nafn Eyjólfur Guðmundsson 11 luindruð
júní.«
Maður uokkur, sem var mjög smámæltur, kom
úr bónorðsför og lá vel á honuin. Kom hann að
bæ á leiðinni og sagði þetta í frjettaskyni: »Þarna
er jeg búinn að fá túlkuna; hún er líka eftir mínu
geði, hugta jeg. Það er túlkan, sem hann Jón í
Glerárskógum lrefir verið að eiga börnin með. Það
er nrunur eða að elga þeltar andsk .... jónrfrúr,
sem ekki tugta um annað en að eyða og spenda.«
Gamall karl lreyrði hafða yfir vísuna:
Til að græða ineinið mitt,
meður æða fossi,
ljet út blæða lífið sitt
Ijóminn hæða á krossi.
Þá sagði karl: »Hver ætli þá lrafi búið á Krossi ?
Ekki man jeg neilt eftir þessu.« (Kross var þar
næsti bæi).
Maður kom að bæ og var spurður frjetta. Hann
sagði svo frá: »Mikil ern tíðindin að austan; það
rak hval fyrir vestan; Ólafur í Viðey erdáinn; það
var ausið 30 lýsistunnum upp úr hauskúpunni á
honum; það kvað hafa verið rnestur maðurinn á
landinu.< -
Gömul hjón komu heim írá kirkju. »Hver var
þessi Belsebubbur, sem presturinn talaði um í ræð-
unni í dag,« spurði kerling. »Hrepþstjórar og heldri
menn í sveit,« svaraði karl. »Jeg vænti þá,« sagði
kerling, »að þú sjert einn af Belsebubbunum, hjart-
að mitt.« »Svo á það nú að heita,« svaraði karl.
Karl einn norður í Laxárda! sagði svo frá, að
yfirsetukona, sem siglt hafði til náms og var ný-
komin aftur, hefði boðið sjer inn, þegar hann heim-
sótti hana og gefið sjer kaffi með mestu viðhöfn,
»og þegar hún rjetti mjer bakkann, sagði hún: Vær
saa god; en jeg vildi sýna henni að jeg skyldi
dönsku líka og sagði: Adíus.«
Einu sinni bjuggu hjón á bæ, Jón og Helga að
nafni. Þau voru vel efnum búin og unnust hugást-
um og var allur hagur þeirra hinn besti. Svo bar
við einn vetur, að Jón lagðist veikur og dó; barst
ekkjan lítt af sakir harms og trega og vildi ekki
huggast láta, þó að nrargt væri gert henni til lrug-
hreystingar. Einkum átti hún ilt með svefn og tók
að lokunr það ráð að leggja trjedrumb í rekkju
með sjer; vafði hún hann klæðunr og nefndi hann
Jón eftir nranni sínum. Vinnuhjú voru þar á bæn-
um, Jón og Sigríður að nafni, og voru systkin. Tók
Sigríður sjer sorg húsinóður sinnar mjög nærri, því
að hún unni henni hugástum og vildi henni alt til
geðs gera. Eitt sinn var ekkjunni boðið í skírnar-
veislu og bjóst hú.i ekki við að koma heim aflur
fyr en eftir háttatíma Lagði hún ríkt á við Sig-
ríði að hún byggi sem best um rúm sitt um kvöld-
ið og legði drutr.binn vandlega klæddan í það.
Uin kvöldið kom Sigriður að máli við jón bróður
sinn og bað lrann að hátta í rúin húsmóður sinnar
og vita hvernig henni yrði við; verið gæti að hann
hefði gott af því, en ef svo yrði ekki, mundi hún
ekki etfa slíkan lrrekk við hann. Jón var fyrst all-
tregur til, en Ijet að lokum tilleiðast. Lagðist hann
svo í rúmið, þar sem drumburinn hafði áður legið.
Ekkjan kom síðla heim úr veislunni unr kvöldið
og fór rakleitt inn í svefnhús sitt, sem var afsíðis
og skrálæst. Leið svo af nóttin. Árla morguns kom
Sigriður að hurðinni og bar sig illa yfir eldiviðar-
leysi, kvaðst hvorki geta eldað kaffi nje nrat og
bað húsmóðurina leggja ráð til. Hdga kvað«t ekki
nenna á fætur strax, en sagði: »Taktu hann Jón
drumb og brendu honum á meðan hann endist.«
Síðan sneri hún sjer að þeim lifandi Jóni og fóru
þau seint á fætur. Skömmu síðar giftust þau og
voru samfarir þeirra góðar.
Þegar fjármaður nokkur kom frá gegningum á
páskadagsinorgun, sagði hann: »Þegar jeg konr í
húsin í morgun, náði jeg mús í garðanum, en af því
að það var hátíðisdagur, vildi jeg ekki drepa blessaða
skepnuna, heldur reif jeg undan henni annað lærið
og slepti henni.«