Nýjar kvöldvökur - 01.08.1924, Blaðsíða 11
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
121
Flink merkisberi.
Saga úr Þrjátíu-ára-stríðinu.
Eflir Loðbrók.
(Framhald).
J^g hafði samt enga matarlyst. Jeg var að
verða hracddur um, að jeg væri búinn að missa
af slóðinni, sem jeg hafði fylgt. Jeg sneri
mjer til vinar míns, Hans albúna með áhyggj-
ur mínar, því að honum gat jeg trúað fyrir
hvers konar málefni. Hann mælti:
»Jeg þekki Trygg illa, ef hann hefir ekki
haft einhver ráð með að gefa okkur til kynna,
hvert fanlurinn hefir farið. Nú er bjart af degí,
og jeg er viss um, að við finnum eitthvert
merki á bakaleiðinni, sem segi okkur, hvaða
stefnu við eigum að taka.«
>En þú verður að játa, að Tryggnr hefir átt
örðugt með að skilja eftir tákn, sem vísað gæti
okkur á r.'ella leið. Eða hvernig mundir þú
hafa farið að því?«
»Rað er auðge;t. Jeg mundi hafa tekið e'n-
hvern hlut, sem jeg átli og var auðþektur
og skilið liann eítir við veginn á augljósum
stað, þar sem jeg beygði út af honum.«
»Retta mætti takast, jeg skal játa það.«
>Jeg er viss um, að Tryggur hefir einmitt
farið þannig að.«
Mjer fanst þessar tvær stund r, sem jeg hafði
ákveðið að hvíla mann mína og hestana, aldrei
ætla að líða. Óróleiki og óþoiinmæðin ætluðu
alveg að gera út af við mig. Ró kom að því,
að við stigum á hestbak aflur og þeystum af
stað sömu leið og við komum.
Við námum staðar við hvern götuslóða, setn
lá út frá þjóðbrautinni, og skimuðum eftir merki,
sem gæfi okkur til kynna, hvert halda skyldi.
Við höfðum farlð fram hjá minst þrjátíu stíg-
um, sem lágu út frá þjóðbrautinni, en e'nkis
orðið varir. Við áttum nú skamt eftir til
Strasnitz, og óróleiki minn fór vaxandi. Alt
viitist vera árangurslaust.
Alt í einu kallaði einn fjelaga minna upp og
benti á trje skamt frá vegimun. Við litum
þangað, og sáum þá einhverja flyksu í trjenu,
sem líktist fugli. Við hjeldum fyrst, að þetta
væri fugl, en fjarlægðin var svo mikil, að ó-
mögulegt var að ákveða það með vissu. Við
settum á sprett áleiðis til trjesins, og þegar við
nálguðumst það, sáum við að þetla var ekki
annað en tuska, se.n flögraði í vindinum.
>Við skulum skoða þessa tusku nánar,« rnælti
Hans albúni. Hann hafði sína eigin skoðun
um málið. »Ekki er að vita, nema þetta sje
dýrmæt tuska.«
»Rú heldur þó ekki —« mælti jeg.
»Að Tryggur hafi skilið þessa tusku þarna
eftir, áttu við. Jú, og það undrar mig mjög,
ef þetta er ekki rjett til getið. Við sjáum
nú til.<
Jeg þeysti nú fram úr hópnum og stóð
augnabhki síðar undir trjenu. Regar þangað
kom, var eng nn í vafa um, að Tryggur hafði
sett þetta merki þarna á trjeð, Rví að við
sáum nú, að frá þjóðveginum lá stígur íram
hjá trjenu, og stóð trjeð í horninu, sein veg-
irnir mynduðu. Nú var eft;r að sjá, hvort
nokkur þekti þessa tusku, og gæti saunað eign-
arjelt Tryggs á henni. E nn okkar klifraði upp
í trjeð og náði henni niður, og við hrópuðum
allir húrra fyrir Trygg, því að þetlta var söð-
ulklæði hans, og auðþekt á því, að riddarar í
her Gústaf Aðólfs notuðu fleslir samskonar
söðulklæði.
»Hjer er um ekkett að villast,« hrópaði jeg.
»Pað á jeg hygni Tryggs að þakka, að nú
erum við aftur á rjeltri leið.«
Nú hjeldum við aftur af stað eftir þessum
nýja vegi, sem var góður. Við höfðum gát á
hverjum stíg, setn lá út af þessari braut, og
aðgættuin hvert trje, til þess að ganga úr skugga
16