Nýjar kvöldvökur - 01.12.1925, Side 4

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1925, Side 4
180 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. tunglið skein á heiðskírum himni. Allar dans- meyjarnar voru nú horfnar og rauði bjarm- inn dofnaði, en í hans stað vottaði fyrir silfur- litri glætu. Hópur skutilsveina í Ijósrauðum og bláum búningum stóðu hjá okkur með tendruð blys og niynduðu löng göng, er Lúcíó benti okkur að ganga um. »Gangið áfram, fögru konur og virðulegu herrar,« kallaði hann. »Pessi skyndilagði Ijóssins vegur leiðir ekki til himnaríkis — það væru nú líka fremur leiðinleg leikslok — held- ur til kvöldborðsins. Gangið áfram — fylgið leiðtoga okkarl* Öllum var litið á hina íturvöxnu persónu hans og höfðinglega svip, þegar hann benti gestunum með annari hendinni. Hefði hann verið tilvalið verkefni fyrir einhvern málara, þar sem hann stóð þarna milli tveggja raða af brennandi blysum. Augu hans leiftruðu af einhverri óumræðilegri gleði og um varir hans Ijek grimmúðlegt en þó yndislegt bros. Öll þyrpingin ruddist á eftir honum með hávær- um fagnaðarlátum. Hver gat líka staðist hann? Að minsta kosti ekki nokkur manneskja á þess- ari fjölmennu samkomu og annars er fátt um dýrlingana í samkvæmislífinu. Jeg fylgdist með hinum eins og í einhverri Ieiðslu, alt hringsnerist fyrir augunum á mjer og jeg gat ekkert hugs- að — ekki skilgreint tilfinningar þær, sem rjeðu athöfnum mínum. Hefði jeg haft nokkurn mátt eða vilja til umhugsunar, þá hefði jeg ef til vill komist að þeirri niðurstöðu, að þessi stór- kostlegi gleðskapur væri eitthvað yfirnáttúrlegur. En jeg hugsaði ekki um annað en stundarnautn, eins og allir hinir og ekkert út í það, hvernig hún væri tilkomin, hvað hún kostaði og hvern- ig hún geðjaðist öðrum. Enn í dag sje jeg og þekki marga þræla munaðar og hjegómaskap- ar, sem breyta nákvæmlega eins og jeg gerði þá! Þeim stendur algerlega á sama um vel- líðan annara, horfa á hvern skildinginn, sem þeir verja ekki til eigin lystisemda og eru alt of harðbrjóstaðir til að hlýða á kveinstafi ann- ara, hrygð þeirra eða gleði, svo framarlega sem það viðkemur þeim ekki beinlínis sjálfum. Reir eyða lífi sínu í fánýtan hjegóma og loka aug- unum fyrir þeirri staðreynd, að þeir skapa sjer sjálfir örlög sín — þiuörlög, sem munu reyn- ast þeim því hræðilegri veruleiki, því meira sem þeir efast um þau. í stærstu tjöldunum settust rúm fjögur hundr- uð gesta að kvöldverði. Hann var reiddur fram með hinni mestu risnu og var þar gnægð gómsætra krása. Jeg borðaði og drakk með Síbyl við hlið mjer og vissi naumast af mjer innan um allan hávaðann — smelli kampavins- staupauna, glasaglamrið, diskaskröltið, málæðis- glamrið og hlátursköllin, en stundum yfir- gnæfði lúðraþytur og bumbusláttur — allur þessi gauragangur hljómaði í eyrum mjer og gerði mig alveg utan við mig. Jeg var fremur fátalaður við Sibyl, því að ekki er vel hægt að hvísla ástarorðum að heitmey sinni meðan hún er að borða fuglasteik og sveppasúpu. En þegar þessi glaumur Ijet sem hæst, heyrð- ist klukkan alt í einu slá tólf. Lúció reis þá upp við enda borðsins með freyðandi kampa- vínsglas í hendinni. »Háttvirtu tilheyrendur?« sagði hann og sló þá öllu í þögn. »Háttvirtu tilheyrendur!« endurtók hann og leit hæðnislega á alla þessa matháka, að þvf er mjer virtist. »Nú er komið lágnætti og skilnaðarstund vina, hversu góðir sem vera kunna. En áður en við skiljum, skulum við ekki gleyma því, að árna veitanda okkar, herra Geoffrey Tempest, og tilvonandi eíginkonu hans, ungfrú Síbyl Elton, allra heilla.« Nú hvað við hátt fagnaðaróp. >Gamall málsháttur segir, að hamingjan kothi aldrei til manna með fangið fult, en í þetta sinn sannast sá málshátt- ur ekki. Rví að þessi vinur vor hefir ekki að eins aflað sjer auðlegðar, heldur einnig ástar og fegurðar. Ógrynni auðæfa er góð eign, en ótakmörkuð ást er betri og bæði þessi hnoss hafa fallið þessum vini vorum í skaut, er vjer nú dveljum hjá. Látum oss hrópa húrra fyrir þeim — og bjóða síðan góða nótt, en kveðjast ekki, því að jafnframt því, sem jeg drekk minni hinna tilvonandi brúðhjóna, drekk

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.