Nýjar kvöldvökur - 01.12.1925, Síða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1925, Síða 5
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 181 jeg einnig minni þeirrar stundar, sem ef t'l vill er ekki langt að bíða, að jeg hitti altur ein- hveija ykkar, þótt ekki verði það kanske allir og geti þá ef til vill notið þeiira þægilegu samfund3 betur en í dag*. Hann þagnaði og kváðu þá við dynjandi fagnaðaróp. Risu þvi næst allir úr sætum sín- um og sneru sjer að borðinu, sem við Síbyl sálum við, Reir nefndu nöfn okkar og drukku okkur til með dynjandi fagnaðarópum. Jeg hneigði mig í sifellu, en Síbyl hneigði höfði hæversklega og brosti til tveggja handa — en þá fann jeg alt í einu til einhverrar hræðslu. Var það tóm ímyndun ? — eða heyrði jeg hlátursköll fyrir utan tjaldið, sem fjarlægðust svo smám saman? Jeg hlustaði með glasið í hendinn5. »Hipp, h'pp, húira!« hrópuðu gestir mínir. »Ha — ha — ha!« kvað við í eyrum mjer utanað. Jeg reyndi að bægja þessari ímyndun frá mjer, stóð upp og þakkaði fyrir mína hönd og heytmeyjar minnar með fáe'n- um orðum, er var tekið með dynjandi lófa- klappi. Svo varð okkur öllum litið á Lúcíó, sem nú var staðinn upp aftur. Hann stóð með annan fótinn á borðinu og annan á stól með fleytifult glas í hendinni. En sá svipur á honum og þvílíkt bros! »Skilnaðarskálina, kæru vinir,« hrópaði hann. »Skál fyrir næstu samfundum.t Gestirnir tæmdu glös sín með miklnm fagn- aðarlátum og meðan á því stóð, fyltist tjaldið dimmrauðum bjarma, svo að andlit þeirra urðu blóðrjóð, og gimsteinar kvennanna glitruðu eins og eldslogar! Þetta varaði þó að eins stutta stund — svo leið það hjá og bjuggust menn nú til brottferðar. AHir flýltu sjer út að vögnunum, er biðu þeirra í langri röð tii að flytja þá til brautarstöðvarinnar. Tvær seinustu aukalestirnar áttu að fara klukkan eitt og klukk- an hálftvö. jeg bauð Síbyl og föður hennar góða nótt í skyndi. Díana Chesney sat í sama vagni sem þau og var hún ákaflega hrifin af veislunni. Svo lögðu vagnarnir af stað eftir trjágöngunum, en í sama bili sást skínandi rák eða borði yfir Willowsmere Court, er náði milli húsgaflanna og glitraði með öllum regn- bogans litum, eru í henni mátti lesi með Ijósbláu og gullnu letri: «S'c transit gloria mundi! Valie.« og hafði jeg ávalt haldið, að það væri eins- konar útfararkveðja. En þegar alls er gætt, getur það auðvitað alveg eins átt við endalok stundorfagnaðar eins og við grrfarheimkynnin og gaf jeg þessu litinn gaum. Ö!lu var svo snildarlega fyrirkomið og þjónarnir svo lip-ir, að gesbrnir voru enga stund að komast af stað — og brátt var garðuiinn ekki að eins alauður, heldur 'líka j^koldimmur. Engin vitund sást af flugeldunutn og jeg gekk inn í húsið dauð- þieyttur og eitthvað órólegur og ufan við mig og vissi jeg ekk’, af hverju það stafaði. Jeg hitti Lýcíó í reykingaklefanum aftast í hinu eik- arþiljaða anddyri — var það einkar snotuit heibergi með stórum glugga, er vissi út að garðínum. Hann stóð við gluggann og sneri sjer strax við, er hann heyrði fótatak mitt. Hann var svo fölur og þreylulegur, að jeg hrökk við. »Rjer eruð eitthvað lasinn, Lúcíó,« sagði jeg. »Pjer hafið ofþreytt yður í dag.« »Má vera,« svaraði hann hásum rómi og sá jeg, að hrollur fór um hann. Rví næst herti hann sig upp og neyddi sig til að brosa. Ver- ið óhræddur, kæri vin! Retta er ekki neitt — ekki annað en tilkenning af gömlum kvilla — leiðinda kvilla, sjaldgæfum og ólæknandi. »Og hver er hann?« spurði jeg órór, því að jeg hræddist útlit hans. Hann hvesti á mig augun og lagði höndina fast á öxlina á mjer. »Það er mjög undarlegur sjúkdómur,* sagði hann og röddin var rám. »Samviskubil! Hafið þjer aldrei heyrt talað um það, Oeoífrey? Við því duga engin meðul og engin holskurður — það er »ormurinn«, sem aldrei deyr og eldur- inn, sem aldrei sloknar. En við skulum ekki tala meir um það — enginn getur læknað mig og enginn vill gera það. Jeg hefi einskis að vona.« »En samviskubit er engin líkamleg þjáning,* S3gði jeg — »ef þjer hafið annars nokkuð

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.