Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Page 9

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Page 9
Nýjar kvöldvökur • Janúar—marz 1953 • XLVI. ár, 1. hefti G. A. Henty: Undir Ijónsmerkinu. Jónas Rafnar þýddi. [George Alfred Henty, f. 1832, d. 1902, var enskur blaðamaður og skáld — sagnahöfundur; hefur ritað um áttatíu sögur.] I. KAPÍTULI. KVÖLD í FENEYJUM. Það var kyrrt, bjart og hreint, suðrænt kvöld á síðara hluta fjórtándu aldar. Feneyj- ar, „drottning Adríahafsins", stóðu eins og fljótandi þyrping húsa, kirkna og halla upp úr dökku lóninu, sem endurspeglaði þús- undir Ijósa frá borginni og stirndum himn- inum. Á víðáttumiklu Markúsartorginu við Markúsarkirkjuna og hertogahöllina iðaði hávær mannfjöldi, sem ræddi í ákafa síðustu fregnirnar frá Konstantínópel, hvernig Genúa, aðalkeppinautur Feneyja, mundi snúast 'í stjórnmálunum og hvað standa mundi í bréfi því, sem allur almenningur vissi, að biskupinn í Trevisa hafði fært borgarstjórninni frá páfanum. Frá Markúsartorginu lá breið gata, sem kölluð var Piazetta, niður að sjónum, þar sem fagurbúnir róðrarbátar rugguðu á öld- unum í tunglskininu. Þar, við enda götunn- ar, gnæfðu tvær voldugar standmyndir: vængjað bronzljón sankti Markúsar og mar- marastytta heilags Theódórs. Hann hafði áður verið verndardýrlingur Feneyja, en orðið að þoka fyrir Markúsi guðspjalla- manni, sem dómkirkjan mikla og dýrlega hét í höfuðið á, og sömuleiðis státaði ljón hans sig í merkisskildi borgarinnar. Þarna á bakkanum stóðu tveir unglingar af góðum ættum og voru að tala saman. Rétt hægra megin við þá voru landgönguþrepin, þar sem róðrarbátarnir voru ýmist að leggja að eða frá, en þar sem þeir stóðu, voru þeir einir og út af fyrir sig. Fram undan þeim var síkið, en á bak við þá gnæfði hertoga- höllin mikla með mörgum skreyttum salar- kynnum hið efra og ægilegum fangaklefum hið neðra. Fám skrefum vinstra megin við þá var síkið, sem liggur fram með hertoga- höllinni og greinir hana frá ríkisfangelsinu hinum megin, en milli hallarinnar og fang- elsisins liggur Kveinabrúin, sem er rétt- nefni, því að þúsundir ólánsamra fanga hafa um aldaraðir verið leiddir yfir brú þessa frá réttarsalnum til kvalabekkjarins hinum megin við síkið, ef þeirra beið þá ekki enn þá verra hlutskipti — að veslast upp ævilangt 1 dimmum, ohollum og viðbjóðsleg’um fangaklefum fyrri alda.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.