Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Side 11

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Side 11
N. Kv. UNDIR LJÓNSMERKINU 3 Henry Hammond var aðeins á sextánda aldursári. Faðir lians var efnaður kaupmað- ur í Lundúnum, sem fyrir fjórum árum hafði setzt að í Feneyjum til þess að stofna útibú frá stórverzliuninni Hannnond & Co. í Lundúnum. Hann keypti þar miklar birgð- ir austurlenzkrar vefnaðarvöru fyrir miklu lægra verð en umboðssalar frá Feneyjum buðu vörur sínar fram í Lundúnum, og enda þótt dýrir farmar týndust við og við á heimleiðinni — teknir af Genúamönnum, óvinum Feneyinga, eða serkneskum víking- um — var herra Hammond þó yfirleitt svo heppinn og fékk svo mikinn ágóða, að hann hafði þegar aflað sér góðrar virðingar meðal viðskiptamanna sinna í Feneyjum. Á þeim öldum voru Feneyjar eigi aðeins auðug og fi jáls verzlunarborg, heldur einn- ig eitt af stórveldum Norðurálfunnar. Vegna þess að legu hennar var þannig farið, að hún var eins og fljótandi borg úti í haf- inu, varð hún ekki tekin frá landi og þurfti þvf ekki að halda fastan landher, en gat lagt alla stund á að efla flota sinn; á sjó var þá aðeins Genúa, — frjáls verzlunarborg vestan undir rótum Appenínafjalla — sem gat boð- ið henni birginn. Ymsir höfðu orðið til að fjandskapast við Feneyinga, og oft höfðu þeir verið komnir á heljarþröm; en með auðæfum sínum höfðu þeir getað aflað sér bandamanna og náð sér fljótt á strik eftir lang\'arandi og fjárfrekar styrjaldir, auk þess sem hetjudug- ur og þrautseigja borgarbúa hafði oftar en einu simni reynzt með afbrigðum vel. I fyrstu hafði stjórnarfar Feneyja verið algerlega lýðræðislegt, en smám saman dróg- ust öll völd í hendur fárra höfðingja eða ætta. Að vísu var þar að nafninu til fjöl- mennt borgarráð, en öll völdin voru í hönd- tun hertogans, sem kjörinn var ævilangt, og tímenninganna, sem kjörnir voru úr borgar- ráðinu. Tímenningarnir í Feneyjum stjórn- uðu með hyggindum og dugnaði, en því varð ekki neitað, að margir voru annmarkar á einræði þeirra. Til þess að kyrkja í fæðing- unni þau tíðu samsæri, sem stofnað var til gegn stjórninni og oft voru studd af óvinum ríkisins, tóku tímenningarnir það ráð að senda leynilega dulbúna njósnara út urn alla borgina. Hvergi var nokkur maður ör- uggur fyrir snuðrurum, og það var næg ástæða til réttarstefnu, ef einhver tók upp á því að rita kæru á hendur náunga sínum og stinga henni nafnlausri í ginið á Markúsar- ljóninu. Jafnvel fyrir minnstu ummæli, sem bent gætu á óánægju með valdhafana, var refsað harðlega, ef þau spurðust. Aftur á móti var tiltölulega lítið skipt sér af glæpum einstakra manna. Launmorð voru nokkuð tíð, en ef sá, sem myrtur var, hafði ekki átt neinn voldugan verndara, létu menn sér í léttu rúmi liggja, þótt hann hyrfi einn góðan veðurdag og fýndist síðar dauð- ur á floti í einhverju síkinu. Fyrir flesta slíka glæpi var aldrei refsað, og þótt rann- sókn færi stöku sinnum fram, þá var söku- dólgnum sjaldan refsað með öðru en útlegð um lengri eða skemmri tíma, ef hann átti vini í ráðinu. Við skildum við ungu mennina, þar sem þeir voru að tala saman á hafnargarðinum framan við hertogahöllina. Að stundarkorni liðnu gengu þeir upp götuna upp á Markús- artorgið og inn í mannþröngina. Þar var fólk af ölliu tagi; aðalsmenn, klæddir silki og atlaski, olnboguðu sig áfram innan um ein- falda og óbrotna fiskimenn, Grikkir frá Konstantínópel og tatarískir kaupmenn frá Krím gengu þar hlið við hlið, og þar gat að líta menn frá Tyrus og grísku eyjunum og enn þá fleiri löndum og borgum, sem Fen- eyingar höfðu viðskipti við. Innan um manngrúann sáust einnig mangarar frá meginlandinu, sem liöfðu á boðstólum ávexti og blóm; uppsprettuvatn og svala- drykki. Félagi Henrys, Mattheus, sem var af tig- inni höfðingjaætt, benti Englendingnum á 1

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.