Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Qupperneq 12

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Qupperneq 12
4 UNDIR LJÓNSMERKINU N. Kv. nafnkenndustu aðalsmennina og hefðar- mennina, sem hann sá í mannfjöldanum. „Þarna er Pisani flotaforingi," mælti hann; „þú þekkir liann auðvitað? Hann er svo viðfelldinn og skapgóður, að sjómenn- irnir sjái ekki sólina fyrir honum, og sagt er, að hann eigi að stjórna næstu flotadeild, sem lætur í haf. Feginn vildi eg fara með honum og nauðugur vildi eg vera í sporurn Genúamanna, þegar hann ræðst á þá. Faðir Pisanis var einn af rnestu flotaforingjum okkar. — Aðalsmaðurinn þarna á bak við hann er Fiofio Dandolo; hann er af tiginni ætt, sem alið hefur ættborg okkar marga merka menn. Mér hefði þótt gaman að sjá forföður hans, gamla hertogann mikla, sem tók múra Konstantínópels með áhlaupi og skipti gríska keisaradæminu milli frönsku krossfaranna. Hann var sönn hetja!“ „Hver er ungi aðalsmaðurinn á rauð- bleiku fötunum, með grænu floshúfuna?" spurði Henry. „Hann þekki eg ekki,“ svaraði vinur hans. „Jú, bíddu við, — það er Pétur Sarto. Síð- ustu tvö árin hefur hann dvalizt í útlegð í Konstantínópel, af því að hann drap Pál Morosini; hann staðhæfði að vísu, að hann hefði drepið hann í heiðarlegu einvígi, en því trúði þó enginn. Nokkrum dögum áður höfðu þeir verið að deila um, hvor þeirra væri tignari að ætt og völdum, og svo fannst Morosini liggjandi veginn á efstu þrepun- um við dyr sankti Páls kirkjunnar. Nokkrir menn höfðu heyrt neyðaróp og kornu hlaup- andi að, rétt um leið og Sarto stökk út í róðrarbát sinn og reri burt eins og hann ætti lífið að leysa. Þeir, sem að komu, köll- uðu þangað einn varðbátinn, og þá var Sarto stöðvaður og tekinn höndum. Af því að sverð hans var blóðugt, gat liann engan veginn neitað sekt sinni, en hann bar blá- kalt fram, að þeir hefðu háð einvígi. Ætt- ingjar Morosinis staðhæfðu aftur á móti, að sverð Páls hefði setið kyrrt í slíðrunum, þegar að var komið, en þá náðu Sartoarnir í mann, sem vann eið að því, að hann hefði fyrstur allra komið á vettvang, tekið sverð liins vegna og stungið því í slíðrin, svo að það týndist ekki. Vafalaust var það helber lygi, en Sarto átti fleiri vini í ráðinu en Morosini bafði átt, og vitnisburðurinn var tekinn gildur. En svo gramir voru borgar- menn, að ráðið sá sér ekki annað fært en að dæma Sarto í tveggja ára útlegð. Líklega eru nú þessi ár liðin og hann kominn aftur frá Konstantínópel. Hann var síður en svo vel kynntur, áður en þetta víg var unnið, en af því að hann á svo marga hauka í horni, býst eg við, að móti honurn verði tekið eins og ekkert hafi í skorizt; enda eru hér svo margir aðrir, sem eru ekki hótinu betri en hann.“ „Það er smánarlegt," mælti Henry gremjulega, „að menn, sem eiga volduga að, skuli rnega leyfa sér næstum því að ósekju að fremja óbótaverk, sem almúga- menn mundu verða hengdir fyrir; ættu þó allir, ríkir sem fátækir, að lúta sömu lög- um.“ „Svo er það líka, þegar um stjórnmála- afbrot er að ræða,“ svaraði vinur hans. „Sá aðalsmaður, sent uppvís verður að sam- særi gegn stjórninni, má vera eins viss um að lenda í neðsta fangaklefa eins og lítil- mótlegasti fiskimaður, sem gerzt hefur sek- ur urn sama brot. En öll önnur réttarmál eru rekin á aðra vísu.“ „Og því þá?“ spurði Henry; „eg fæ ekki skilið, hvers vegna þú, sem ert af tiginni höfðingjaætt, hefur meiri rétt til að vega aftan að mér, sem er réttur og sléttur kaup- mannssonur, en eg til að fyrirkoma þér með brögðum." Mattheus glotti við. „Já, eg ber ekki á móti því við þig,“ svaraði hann, „að Jretta ástand, svo sem nú tíðkast, er miður fýsilegt, og æskilegt væri að halda betur í hemilinn á höfðingjun- um.“ „Nú verð eg að fara að bjóða þér góða

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.