Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Side 13

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Side 13
N. Kv. UNDIR LJÓNSMERKINU 5 nótt,“ mælti Englendingurinn; „föður mín- um er ekki vel við, að eg sé úti eftir klukk- an tíu; hann heldur enska siðnum að taka snemma á sig náðir og hann hefur ekki enn þá vanizt því að skipta á degi og nóttu, eins og gert er hér í Feneyjum."---- „Klukan er orðin tíu, Henry,“ sagði Hammond kaupmaður, þegar sonur hans kom inn úr dyrunum. „Eg gætti þess ekki, pabbi, að orðið var svo framorðið,“ svaraði Henry. „Markúsar- torgið er krökkt af fólki. Ég held að eng- inn lifandi rnaður hér í Feneyjum fari að liátta eins snennna og við, og þó er svo einstaklega þægilegt að ganga úti í stjörnu- björtu og svölu kvöldloftinu eftir hitamoll- una á daginn.“ „Satt er það, drengur minn, en nóttin er okkur gefin til hvíldar og dagurinn til vinnu. Morgunstundirnar eru fullt eins þægilegar og miklu heilnæmari en dimm- ar kvöldstundirnar, einkurn í þessari borg, þar sem búast má við að mæta ölóðum drykkjusvolum og verða stunginn í bakið af launmorðingjum, þegar líða tekur á kvöldið. Annars mega Feneyingar skemmta sér fyrir mér eins lengi og þeir geta — inn- an skamms fá þeir að hugsa um alvarlegri mál.“ „Við hvað áttu, pabbi? Eins og stendur lifa Feneyingar í friði við alla.“ „Það er aðeins ládeyðan á undan storm- inum, Henry, og tímenningarnir vita það vel. Þess vegna fékk Austurríki svona væga kosti, þegar friður var saminn fyrir skömmu; þeir vissu, að Austurríki hafði verið í vitorði með Ungverjalandi, Padúu og Genúu. Hin ríkin voru ekki viðbúin, og þess vegna rann Austurriki fyrst á vaðið í von um að geta krækt í eitthvað fyrir sig sjálft. Bráðum skellur stormurinn á í al- gleymingi. En nú skulum við ekki vera lengur að masa, því að korninn er hátta- tínri fyrir þig.“ Henry gekk til herbergis síns, en það leið á löngu, að hann lagðist til hvíldar. Frá glugganum sá hann út á eitt síkið, sem lá út í aðalsíki Feneyja. Skreyttir róðrarbátar, lýstir skriðljósum eða blysum, skriðu jafnt og þétt niðri á síknu fyrr neðan, og þegar liann teygði sig út úr gluggakistunni, gat hann eygt ljósin úti á síkinu mikla; ómar af söngvísum og glaðlegum hlátrum bárust að eyrum hans, og við og við brá fyrir hljómum af hljófæraslætti í fjarska. Loftið var hlýtt og fullt af angandi ilmi, — hann gat með engu móti farið að sofa. Hvað eftir annað hugsaði hann til þeirra orða föður síns, að Feneyjar mundu komast í hann krappan. Allt frá barnæsku var Henry vel æfður í öllum fimleikum, sem Lundúnadrengir voru vanir að iðka, og síðan hann kom til Feneyja hafði hann sótt með kostgæfni skylmingaskólann, þar sem synir aðalsmanna og efnaðra kaupmanna æfðu sig í að fara með sverð og rýting, varpa spjóti og sveifla kylfu ok öxi. Blóð sextán ára unglingsins tók að svella í æðunum, þegar hann hugsaði til þess, að styrjöld væri í aðsigi og þá væri tækifæri til að berjast við óvini Feneyja og ávinna sér virðingu og frægð undir ljónsmerki sankti Markúsar. II. KAPÍTULI. GRÍMUMAÐURINN. Hammond kaupmaður lét son sinn alltaf fá nægilegt skotsilfur, svo að hann gæti í öllu jafnazt á við þá höfðingjasyni, sem hann hitti hjá tungumálakennara sínum og í skylmingaskólanum. Aftur á móti hafði Henry litlar mætur á að reika um Markús- artorgið með jafnöldrum sínum eða að sitja stundum saman að sumbli, og enn þá síður hirti hann um skrautklæði og aðra óhófsemi. Mesta skemmtun hans var að fara ofan í róðrarbát föður si'ns, þegar rökkvaði, ásamt Beppó, syni ræðara kaup- mannsins. Henry var orðinn æfður í að 2

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.