Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Qupperneq 14

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Qupperneq 14
6 UNDIR LJÓNSMERKINU N. Kv. róa fram og aftur um síkin, en liann gerði það sjaldan fyrr en dimmt var orðið, svo að liann þekktist ekki, því að í Feneyjum var talið ósæmilegt, að maður af góðum ættum reri sjálfur. Af því að oft stóð svo á, að kaupmaður- inn þurfti að nota bát sinn á kvöldin til verzlunarerinda, einmitt þegar Henry og Beppó voru vanir að fara í róðrarferðir sínar, þá sparaði Henry skotsilfur sitt sam- an og keypti sér ágætan bát, sem Beppó hafði snuðrað upp. Kaupmaðurinn fjasaði í fyrstu um þessi ójrörfu útgjöld, en svo lét hann sér þau bráðlega vel líka og fannst ekki nema sanngjarnt, að Henry ætti bát út af fyrir sig; þá þyrfti hann sjálfur ekki að bera kvíðboga fyrir, að sinn bátur væri ekki til taks, Jiegar hann þarfnaðist hans. Um leið gaf hann syni sínum leyfi til að vera úti á kvöldin, líka eftir kl. tíu, ef hann lofaði Jdví að vera alltaf úti á síkjunum í bátnum, en ekki á torgunum eða á götum úti. Henry varð leyfinu mjög feginn, því að honum hafði leiðzt mjög að Jrurfa alltaf að vera kominn heim kl. tíu að kvöldi, ein- mitt þegar svalast var orðið í lofti og lífið var orðið fjörugast á aðalsíki borgarinnar. F.itt kvöld, þegar Henry var í bátnum með góðvini sínum, Mattheusi, og Beppó reri með Jrá eftir aðalsíkinu, mættu þeir öðrum róðrarbát; sátu í honum tvær ung- ar, fagrar og skrautklæddar stúlkur. Þá stóð Mattheus upp til hálfs og heilsaði þeirn virðulega. „Hverjar eru þessar stúlkur?“ spurði Henry. „Frænkur mínar, Maria og Anna Polani,“ svaraði vinur hans. „Þær eru nýkomnar hingað heim frá Korfu, þar sem faðir þeirra á mikil vöruhús og hefur búið Jrar síðustu þrjú árin. Hann er einn auðugasti kaup- maðurinn í Feneyjum, af mjög gamalli höfðingjaætt, sem jafnvel hefur alið stétr- menni með hertoganafni. Dæturnar eru ríkustu erfingjarnir hér í borg, því að Jrær eiga enga bræður, og móðir þeirra dó skömmu eftir að Anna fæddist." „Þær eru báðar mjög unglegar," mælti Henry. „María er ekki heldur nema sextán ára, og Anna er tveimur árum yngri. Ekki mun þær skorta biðlana, því að þótt fjölskyldan hafi ekki nein völd eins og áður var, er hún þó svo auðug, að tignustu aðalsættir okkar mundu fegnar vilja bindast sifjum við hana.“ „Hver er þessi miðaldra kona, sem situr á milli Jaeirra?1' „Það er kennslukonan þeirra," svaraði Mattheus kæruleysislega. „Hún hefur verið hjá þeim síðan þær voru litlar, og faðir þeirra hefur miklar rnætur á henni, og Jxað er gott fyrir hann að hafa hana til að gæta dætranna, — það líður varla á löngu, að María fari að fá blómvendi og bónorðs- bréf frá fjölda biðla.“ „Það finnst mér mjög eðlilegt,“ mælti Henry; „það fer ekki alltaf saman, að ung sti'dka sé eins lagleg og eins rík og María. En vafalaust hefur faðir hennar þegar fyrir löngu tekið ákvörðun um, hvern hún skuli eiga. Það er ókosturinn við að vera af góðri ætt, að rnega ekki velja sér konuna sjálfur, heldur láta foreldrana urn Jrað, og þeir taka aðeins tiHit til þess, hvort konan er rík eða hvort fjölskyldan eflist að valdi og virðingu við tengdirnar. Mönnum og kon- um ætti þó að vera frjálst að fara eftir til- hneigingu hjartna sinna í svo alvarlegum málum.“ „]á, mér finnst Jrað nú líka,“ svaraði Mattheus, en bætti svo við hlæjandi: „Aft- ur á móti er ekki áreiðanlegt, að mér finnist svo, Jregar eg síðar á sjálfur heilan hóp sona og dætra til ráðstöfunar." Þeir reru áfram stundarkorn þegjandi, en þá fór Mattheus að hæla nýja bátnum, sent Henry hafði eignazt, fyrir Jrað, hve lipur hann væri og léttur í snúningum. Bátur-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.