Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Blaðsíða 15
N. Kv. UNDIR LJÓNSMERKINU 7 inn var líka ágætur og stóð flestum öðrum á sporði þar á síkjunum, ekki sízt þegar aðr- ir eins ræðarar og Henry og Beppó sátu við árarnar. Eitt kvöld, um kl. hálf ellefu, voru þeir Henry og Beppó á heimleið; þeir komu róandi eftir fáförnu síki, þegar allt í einu var kallað til þeirra frá bakkanum. „Eigum við að taka hann í bátinn, herra Henry?“ hvíslaði Beppó. Það var ekki sjald- an sem þeir tóku vegfarendur upp í bátinn til sín seint á kvöldi og reru með þá um síkin fyrir borgun. Henry kinkaði kolli, og þeir renndu upp að bakkanum. Þegar Henry og Beppó voru í þessum kvöldferðum sínum, fóru jreir úr yfirhöfn- unum og reru snöggklæddir, og Jrá héldu menn, að Jreir væru venjulegir róðrarmenn. Henry hafði oft gaman af þessu. Beppó fékk ævinlega allt gjaldið fyrir flutninginn, en Henry hafði gamanið af að komast á snoðir um, hvert Jæir væru að fara, sem Jreir fluttu, — hvort það væri elskhugi á leið til ásta- fundar, spilamaður á leið til einlivers spila- vítisins eða einhver veslingur, sem týnt hafði bátnurn sínum og þurfti að hraða sér heim. „Liggur ykkur nokkuð á í háttinn?" spurði maðurinn, sem kallað hafði til þeirra, þegar báturinn lagði að síkisbakk- anum. „Fyrir góða borgun getum við vakað eins lengi og vill,“ svaraði Beppó — hann varð ævinlega fyrir svörum, þegar svona stóð á. „Þú ratar til San Nicolo?“ „Já,“ svaraði Beppó, „en j^angað er langt að róa.“ „Svo verðið þið að bíða þar eftir mér eina til tvær stundir, en Jrá skal eg líka borga ykkur fimm krónur fyrir næturvinn- una.“ „Hvernig lízt Jrér á Jrað?“ spurði Beppó Henry. „Við skulum leggja í ferðina," svaraði Henry eftir litla umhugsun. Þetta var að vísu löng róðrarferð, en kvöldið var yndislegt og fimm krónurnar mjög eftirsóknarverðar fyrir Beppó. Henry fór af einskærri forvitni. San Nicolo var lítill, sendinn hólmi, yzt í eyjaröð þeirri, sem lukti um lónið í Feneyjum. Þar bjuggu aðeins mjög fáar fiskimannafjölskyldur, og Henry skildi ekkert í, hvað Jæssi ókunni maður, sem virtist vera af heldra taginu, helði að erinda á San Nicolo svo seint á degi; það hlaut að vera eitthvað skrýtið við það. Þegar ókunni maðurinn steig niður í bátinn, tók Henry eftir Jrví í stjörnuglæt- unni, að hann hafði grímu fyrir andliti. Var það að vísu ekkert merkilegt, Jrví að altítt var, að ungir gapar settu upp grím- ur, þegar Jreir ætluðu að gera eitthvað af sér; en úr því að maður þessi var með grírnu, þá hlaut ferðin að verða enn Jrá áhrifameiri. Henry tók til árar, og jæir Beppó og hann settu skrið á bátinn með löngurn og stöð- ugum áratogum. Henry vildi ekki setja mjög hraðan skrið á bátinn í fyrstu, því að bæði var löng róðrarferð fyrir höndurn og svo vildi hann ekki láta farþega þeirra komast á snoðir um, hve góður báturinn var. En grímumaður var ánægður með hrað- ann, enda voru þeir ekki lengi að róa fram úr tveimur bátum eða þremur, sem fóru sömu leið. Engum þeirra þriggja, sem í bátnum voru, hraut orð af vörum, þangað til þeir nálguðust hólmann, J^á mælti grímumaður: „Þið róið vel. Ef þið viljið, leita eg ef til vill aftur til ykkar.“ „Við erum alltaf til, ef við fáum skilding í staðinn," svaraði Henry og gerði sig dimm- raddaðri en hann annars var. „Ágætt. Þegar eg kem aftur, skal eg láta ykkur vita, hvenær eg þarf á ykkur að halda. 2*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.