Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Síða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Síða 16
8 UNDIR LJÓNSMERKINU N. Kv. Eg geri ráð fyrir, að þið séuð þagmælskir og segið félögum ykkar ekki frá því.“ „Við gætum þess,“ svaraði Henry. „Fyrir peninga gerum við allt fyrir viðskiptamenn okkar, og skildingar loka skraflinns munni — eins og þar stendur.“ Skömmu síðar kenndi báturinn grunns við sandfjöruna á San Nicolo. ,,Eg ikem aftur eftir tvær klukkustundir,“ mælti grímumaður, um leið og hann steig á land og gekk hratt leiðar sinnar. ,,En herra Henry,“ mælti Beppó, þegar hann var horfinn út í dimmuna; „hvernig dettur þér í hug að leggja út í annað eins og þetta? Það er sök sér um mig, því að eg fæ þessar fimm krónur og fyrir þær kaupi eg mér nýja silfurhneppta treyju fyrir næstu hátíð — en við verðurn síðbúnir lieim í kvöld, og ef faðir þinn vissi um þetta, þá væri ekkert garnan á ferðum.“ „Eg gerði þetta ekki þín vegna, Beppó; það skaltu ekki halda, þó að mér þyki vænt um að þú græðir á þessu tiltæki. Eg gerði þetta af forvitni og til þess að komast út í ævintýri. Þessi náungi mun vera aðalsmað- ur, og hann mundi aldrei vera að fara út í San Nicolo á þessum tíma sólarhringsins, ef hann hefði ekki eittlivað að erinda. Hér getur ekki verið nein rík heimasæta til að nema á brott. Eg býst við, að halda eigi ein- hvern leynifund hér í hólminum, því að á ieiðinni ylir lónið tók eg eftir tveimur bát- um, senr komu í humátt á eftir okkur, og mig ilauðlangar til að vita, hvort eg get ekki snuðrað upp, hvað þeir hafa fyrir stafni.“ „Eg vil ráða þér eindregið frá því,“ mælti Beppó alvarlega. „Ef það er t. d. samsæri gegn stjórninni eða annað því um líkt, er bezt fyrir okkur að koma ekki nálægt því. Tímenningarni reru skjótir og markvissir til hefnda við þá, sem liafa undirróður í frammi gagnvai't þeim, og ef við sæjumst hér„ þætti það grunsamt, að þú ert enginn almennur ræðari .En ef við lentum niðri í fangaklefum ráðsins, væri of seint að iðrast Jress að hafa skipt sér af því, sem okkur liefði verið nær að láta afskiptalaust." En Henry langaði alltof mikið til að fá einhverja vitneskju um þenna einkennilega grímumann og erindi lians. Hann bað Beppó að bíða sín í bátnum og vera viðbú- inn að ýta frá landi, þegar hann kæmi aftur, ef þess gerðist þörf. Síðan læddist hann hægt upp að fiskimannakofunum, sem stóðu í þyrpingu nokkru ofan við fjöruna; þar var engan að sjá á ferli, hvergi ljós að sjá, og ekki heyrðist mannamál neins staðar að. Raunar vissi hann, að nokkur önnur hús stóðu á dreif í hólmanum, en lrann liafði ekkert að átta sig á nerna stjörnurnar, og af því að hann vissi ekki, í hvaða átt þessi hús voru, fannst honum hyggilegast að snúa aft- ur til Beppós í bátnum. Beppó varð mjög glaður við að vita hann kominn aftur heilu og höldnu og lagðist þegar niður í kjalsogið til að láta renna sér í brjóst. Innan stundar var hann steinsofn- aður, en Henry hafði allan hugann á ráða- bruggi því, er hann þóttist vera kominn á snoðir um. Hann vissi, að í Feneyjum voru tveir flokkar, sem báðum var ef til vill jafn- annt um vellerð ríkisins, en voru hvor á sínu máli um aðferðir í því skyni. Svo voru Jrar líka ýmsir skuldugir og fégjarnir menn, sem alltaf voru viðbúnir að Jaiggja mútur, hvað- an sem þær buðust og vinna í þágu Padúu, Verónu, Mílanó eða Genúu á móti ættborg sinni. Henry var að vísu Englendingur, en svo lengi hafði hann dvalizt í Feneyjum, að honum var nrjög annt um velferð borgar- innar, og af því að hann þar á ofan var nýj- ungagjarn og forvitinn, langaði hann ákaft til að grafast fyrir það, sem á seyði var á San Nicolo. Liðin var hálf klukkustund, frá því að Henry sneri aftur til bátsins úr njósnarför- inni, þegar fótatak heyrðist í sandinum. ,,Vaknaðu!“ sagði hann og ýtti við Beppó. „Herramaðurinn er að koma.“ Um leið reis

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.