Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Side 17

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Side 17
N. Kv. UNDIR LJÓNSMERKINU 9 hann á fætur, rétti úr sér og geispaði, eins og hann hefði steinsofið. „Róið þið með mig þangað sem þið tókuð mig upp í,“ sagði grímumaðurinn stuttlega, stökk út í bátinn og lagðist á hægindið. Pilt- arnir settust þegjandi undir árar, og bátur- inn skreið jafnt í áttina til Feneyja. Rétt um leið og þeir komu í mynni síkisins mikla og ætluðu að róa inn eftir því, skauzt frarn úr myrkrinu bátur, sem róið var með sex árum, og rödd úr framstafni hans kallaði til þeirra: „Nemið staðar í nafni Feneyja-borgar og segið til, hverjir þið eruð!“ „Herðið róðurinn!" mælti grímumaður- inn og stökk á fætur; „eg gef ykkur tíu gull- peninga, ef þið getið skotið mér á land, þar sem þið tókuð mig.“ Hefðu piltarnir verið réttir og sléttir róðrarmenn, hefðu þeir að Hkindum ekki þrjóskazt við skipun lögreglubátsins, jafn- vel þótt tilboð grímumannsins væri freist- andi; en Henry kærði sig ekkert urn að láta liandsama sig og sitja óákveðinn tíma í fang- elsi, þangað til hann gæti sannfært borgar- ráðið urn sakleysi sitt. Með tveimur áratog- um sneri hann því bátnum í hálfhring, svo að ásækjendur þeirra urðu fyrir aftan þá, síðan lögðust þeir Beppó og liann af alefli á árarnar, og léttur báturinn þaut yfir vatns- flötinn í allt aðra átt en áður. En hversu kappsamlega sem þeir reru, dró þó lögreglu- báturinn á þá, og ef eltingaleikurinn hefði staðið lengi á breiðu lóninu, mundu flótta- mennirnir bráðlega hafa farið halloka. En Henry hafði gert sér ljósa grein fyrir því, stefndi því beint á Piazetta, og þegar komið var frarn hjá henni, sneri liann í einu vet- fangi inn í síkið meðfram hertogahöllinni; en lögreglubáturinn, sem var rniklu stæn'i og þyngri í vöfum, gat ekki snúið svo skjót- lega og varð því langt á eftir. „Fyrsta síki hægra megin!“ skipaði Henry fyt'ir, og báturinn flaug eins og ör fyrir hornið; þeir tóku síðan á sig annan, þriðja og fjórða krókinn og létu sig einu gilda í hvaða átt leikurinn barst, en í lrvert sinn, sem lögreglubáturinn þurfti að krækja fyrir horn, varð hann að hægja á sér og sæta lagi í mjóum síkjunum. Innan stundarfjórðungs var hann orðinn svo langt á eftir, að þeir Henry og Beppó sáu ekki lengur til ferða Iians, gátu hægt á sér og blásið mæðinni eft- ir áreynsluna. Eftir það sneru þeir stafni í þá átt, sem til var ætlazt. „Sannarlega vel af sér vikið!“ mælti grímumaðurinn; „þið kunnið að róa, og báturinn skríður svo vel, að þeir hafa vafa- laust orðið hissa, lögreglulubbarnir. Ekki er svo að skilja, að eg þurfi að óttast, en mér er ekkert urn að vera tafinn og þaulspurður af þessum stærilátu næturvörðum hér í Fen- eyjum." Rétt á eftir lagðist báturinn við síkisbakk- ann; grímumaður steig á land og greiddi Beppó samkvæmt loforði sínu. „Á miðvikudagskvöldið kemur, klukkan hálfellefu,“ sagði hann. „Þér leiðið okkur út á hættulegar götur, herra minn,“ mælti Beppó ofurlítið hik- andi; „það er ekkert gaman að lenda í úti- stöðum við embættismenn ríkisins, og í næsta skipti getur vel svo farið, að við slepp- um ekki eins vel frá því og í nótt.“ „Ykkur er vel hættandi á það, þegar ykk- ur er vel borgað,“ svaraði hinn; „svo er ekki alveg víst, að við rekumst á lögreglubát á hverri nóttu.“ Svo hvarf hann út í myrkrið. „Flýtum okkur nú heim, Beppó,“ mælti Henry. „Þú mátt vera ánægður, því að þú hefur unnið þér inn laglegan skilding í nótt.“ Næstu dagana á eftir var Henry ekki ráð- inn í því, hvort hann ætti aftur að leggja út í næturævintýri eða hliðra sér hjá því. Loks- ins réð hann þó af að reyna; í rauninni var hættan ekki svo mikil, því að þótt hann vrði tekinn á heimleiðinni, mundi hann geta af- sakað sig með því, að hann hefði farið þetta 3

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.