Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Qupperneq 18

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Qupperneq 18
10 UNDIR LJÓNSMERKINU N. Kv. til að grennslast eftir, hvort þarna væri nokknð illt á seyði. Beppó hreyfði engum mótmælum, þegar Henry sagði honum, að hann ætlaði að fara út í San Nicolo þetta kvöld, sem grímumað- urinn hafði mælt sér mót við þá. Tíu gull- peningar var engin smáupphæð og miklu meira en hann hefði getað unnið sér inn á löngum tíma; ef hann gæti svo náð í aðra eins einu sinni enn, þá var ekki annað sýnna en að honum væri í lófa lagið að kaupa sér róðrarbát og kvænast og fara að búa, þegar tími væri til kominn. Daginn áður en þeir áttu að faia, kom Mattheus og hafði fréttir að færa. „Hugsaðu þér, Henry! Pétur Sarto — þú manst, að eg sýndi þér hann á Markúsar- torginu, hann, sem hefur verið í útlegð í tvö ár — hefur komið upp til Polanis og biðlað til Maríu frænku minnar!“ ,,Eg vona, að hann hafi fengið hryggbrot,“ svaraði Henry stuttlega; „það væri höfuð- skömm að gifta stúlikuna öðrum eins manni.“ „Faðir hennar var á sama máli; hann vís- aði Sarto á bug, og eg held jafnvel hann hafi sagt, að hann kysi heldur dóttur sinni dauða en slíka giftingu. Sagt er, að þeirn hafi orðið hrottalega sundurorða og að Pét- ur Sarto hafi haft í heitingum, þegar liann fór.“ „Polani lætur sér liótanir hans líklega í léttu rúmi liggja,“ mælti Henry. „Eg býst við því,“ svaraði Mattheus, „og þó á Sarto marga volduga að og gæti gert honurn tjón — væri jafnvel trúandi ti! að múta einhverjum þorparanum til að laun- myrða Polani, þegar færi gæfist. Faðir rninn liefur ráðið Polani til að gæta allrar varúðar, þegar hann er úti seint á degi. Þessi Pétur Sarto er hættulegur óvinur. Ef hann lætur myrða Polani, þá er næstum því ókleift að klekkja á honunr og sanna sakir á hann, hversu miklar líkur sem að honunr berast. Hann er slægvitur, og áhrifamaður eins og Irann verður ekki sakfelldur fyrir grun- senrdir einar sanran; lrann á tvo náfrændur í ráðinu, og ef hann tæki upp á því að kveikja í lrúsi Polanis og nenra Maríu á brott, er ekkert sennilegra en að hann slyppi við refsingu nreð því að hverfa í nokkra nránuði.“ Á nriðviikudagskvöld beið báturinn á til- teknum stað. Henry hafði dottið í lntg, að líklegt væri, að ókunni maðurinn nrundi spyrja þá félaga, hverjir þeir væru. Hann sagði því við Beppó, að hann skyldi vera fá- máll við því, er lrinn spyrði, og gæta sín að segja ekki of mikið af þeirra högum. Beppó stóð sig -líka vel. Á tiltekinni stundu kom maðurinn, senr enn var grfmu- búinn, og stökk niður í bátinn. „Þið eruð stundvísir,“ mælti lrann, ,,og það eru ekki allir.“ Jafnskjótt sem þeir voru konrnir út á lón- ið, fór grímumaður að spyrja Beppó, senr nær honunr sat; en þótt hann spyrði í þaula, fékk hann ekki aðra vitneskju en þá, að hann lréti Beppó og félagi lrans Enrico — eins og Henry heitir á ítölsku —, að þeir væru ungir, annar sautján, en lrinn sextán ára, og að Enrico ætti þenna ágæta bát. Aft- ur á nróti varðist Beppó allra frétta unr það, hvar þeir ættu lreinra, og sönruleiðis vildi lrann ekki tiltaka neinn ákveðinn stað, þar sem grínrunraður gæti hitt þá, ef lrann þyrfti þeirra nreð. „En ef þér, herra nrinn, vilduð gefa okk- ur nrerki,“ nrælti hann, ef þér til dænris vilduð rita tölumerki í sandinn framan við fótstallinn á Markúsarljóninu, við skulunr segja 101/2 eða lrvaða tínra, senr yður hent- aði, þá skulum við hafa gætur á því og vera til taks á vanalegum stað.“ „Þá kanntu að lesa og skrifa?“ mælti grímumaður. „Nei, herra nrinn, það kann eg ekki,“ svaraði Beppó, „enda er eg réttur og sléttur vikapiltur, en eg þekki tölurnar á klukku- skffunni."

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.