Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Side 20

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Side 20
12 UNDIR LJÓNSMERKINU N. Kv. að bíða. Hann jafnaði því yfir bæli sitt og spor í sandinum og læddist aftur sömu leið, sem hann hafði kornið. Beppó varð komu hans allshugarfeginn, því að hann hafði óttazt mjög um hann. Henry sagði honum, að hann hefði komizt á snoðir urn, að leynifundir væru haldnir þarna inni á hólminum; hann hefði þekkt suma fundarmanna, en ekki getað heyrt, um hvað þeir töluðu. „Nú er það mitt ráð, að við komum ekki nærri þessu framvegis,“ mælti Beppó. „Það er hættulegt að vera í vitorði um samsæri, til hvers svo sem það er stofnað. Ef menn vilja verða langlífir í Feneyjum, verða þeir að forðast óvinsældir.“ Fjórðungi stundar eftir komu Henrys, birtist grímumaðurinn sömuleiðis. Þessa nótt reru þeir félagar langa krókaleið, komu inn í borgina eftir einu smásíkjanna og lentu heilu og höldnu á tilteknum stað. Grímumaður rétti Beppó gullpening. „Eg veit ekki enn þá, hvenær eg þarf á ykkur að halda,“ mælti hann, er hann kvaddi þá, ,,en eg skal skrifa tímann í sand- inn við fótstall ljónsins, eins og okkur kom saman um. Þið gáið að því á hverjum degi síðdegis." Aður en Henry tók á sig náðir, lmgsaði hann alvarlega um, hvernig hann ætti að haga sér gagnvart því, sem hann hafði feng- ið vitneskju um, og hann kornst að þeirri niðurstöðu, að réttast væri að láta allt kyrrt liggja. Ef hann reri út í San Nicolo að degi til, gat hann vafalaust losað um borð í þil- veggnum eða skorið svo stórt gat í hann, að honum tækist að sjá og heyra í næsta skipti, hvað þar færi fram; en ef hannikæmist nú að því, að þarna væri verið að brugga samsæri í þágu óvina Feneyja, t. d. Padúu eða Ung- verjalands, hvað átti hann þá að gera? Ef hann gerði samsærið uppskátt og vísaði lög- reglunni leið til skúrsins, þegar föðurlands- svikararnir væru þar á fundi, mundi hann að vísu hljóta þakkir af stjórninni, en hann þarfnaðist engra verðlauna, og þar á ofan mundi hann baka sér langrækið hatur átta eða tíu voldugra aðalsætta; og lieift þeirra mundi verða enn þá æðisgengnari af því að hann hefði farið að skipta sér af málum, sem honum komu ekkert við — útlendingnum. Að öllu þessu athuguðu, einsetti hann sér að láta þetta allt afskiptalaust og stofna hvorki sjálfum sér né öðrurn í voða. III. KAPÍTULI. ÁRÁSIN. Beppó varð glaður við, er Henry skýrði honum frá ákvörðun sinni morguninn eftir. Veslings pilturinn hafði sofið illa í ntargar nætur og hafði oft vaknað við ýmiss konar hræðilega drauma, þar sent verið var að pynda ltann í fangelsi eða myrða • hann í bátnum langt út á lóni. í vökunni var hann hræddari um Henry en sjálfan sig, því að liefnd samsærismanna mundi miklu frentur bitna á ltonunt, þar sem hann sjálfur hafði verið öðrum undirgefinn. Hann varð því dauðfeginn að þurfa aldrei framar að fara til San Nicolo. Næstu daga fór Henry oftar en vanalega ofan á Markúsartorgið. Honum var auðvelt í mannþrönginni þar að þekkja aftur ýmsa af mönnum þeim, sem ltann hafði séð í skúrnum í San Nicolo og fá að vita nöfn þeirra, sent hann vissi ekki um áður. Einn af mönnum þeim, sent hann hafði ekki þekkt áður, fékk ltann nú að vita, að væri birgðasali mikill frá saltnámunum á ntegin- landinu, en annar væri búfjárkaupmaður og birgði upp allar kjötverzlanir borgar- innar. Henry var ntjög ánægður nteð þá vitn- eskju, sent hann hafði fengið. Hann skrifaði upp nákvæma frásögn tnn allt, sent gerzt hafði þessar tvær nætur, einkum unt það, sem ltann ltafði njósnað um á hólmanum, og svo nöfn allra þeirra manna, sent leyni-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.