Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Blaðsíða 21
N. Kv. UNDIR LJÓNSMERKINU 13 fundina höfðu sótt. Skjölin lokaði liann niður í skúffu hjá sér. „Það er ekki af því að eg haldi, að við þekkjumst aftur,“ sagði hann við Beppó, „en engu er spillt, þó að gerðar séu var- úðarráðstafanir. Og ef svo færi nú — þó að eg búizt alls ekki við því — að mér hlekkist eitthvað á, hyrfi eða kæmi ekki heim úr einhverri ferðinni, þá skaltu taka þessi blöð og stinga þeim í gin Markúsarljónsins. Ef einhver færi svo að þráspyrja þig, þá segir þú alla söguna, eins og hún hefur gerzt.“ „En þeir trúa mér ekki,“ svaraði Beppó efablandinn, „væri ekki miklu réttara að segja til þeirra umsvifalaust, en rita ekkert nafn undir kæruna?" „Eg hef verið að íhuga þetta, Beppó, en mér finnst eitthvað sviksamlegt við þessar nafnlausu kærur. Auk þess hafa þessir menn ekki gert mér neitt illt, stjórnmálaskoðanir þeirra koma mér ekkert við, og það er í rauninni alvörumál að senda tólf manns í fangelsi og jafnvel út í dauðann.“ Næstu dagana á eftir varaðist Henry að vera í róðrarferðum á síðkvöldum. Raunar gat varla farið svo, að grímumaður þekkti aftur þá félaga, nema helzt ef hann hitti þá í bátnum. Ef Henry fór út seint á kvöldin, •lét hann Beppó róa einan, en lá sjálfur á hægindinu, eins og hann væri einhver liefð- armaður. Þeir höfðu tekið eftir því þrjá síð- ustu dagana, að tölumerki höfðu verið rituð í sandinn framan við Markúsarljónið, og Beppó frétti fám dögum síðar, að einhver prúðbúinn aðalsmaður hefði um alla borg- ina verið að spyrja eftir tveim ungum róðr- armönnum, Beppó og Enrico. En þó að máður þessi hefði boðizt til að greiða nokkra gullpeninga þeim, sem gætu bent sér á þá, hafði honum ekki tekizt að spyrja þá uppi, enda vorn þeir ekki skráðir á list- ann yfir skipaða róðrarmenn við ferjustað- ina. Eitt kvöld, þegar Henry hafði verið á gangi með Mattheusi á Markúsartorginu, var orðið framorðið og lengra liðið kvöldið en vanalega, síðan hann hafði farið til San Nicolo í síðara skiptið. Hann steig niður í bátinn, og þegar Beppó spurði, hvort hann ætlaði beint heim, bað hann hann fyrst að róa með sig snöggvast upp í síkið mikla. Nóttin var dimm, ekkert tunglsljós, og flest- ir bátarnir, sem þar voru á ferð, voru með blys í stafni. Beppó reri hægt upp eftir síkinu, þegar bátur með tveirn árum skreið hratt fram hjá þeim. Við birtuna af blysinu, sem einn af mönnunum í bátnum hélt á, þekkti Henry þær systur, Maríu og Önnu Polani, þar sem þær sátu með kennslukonuna á milli sín, en fremst sátu ræðararnir og tveir vopnaðir þjónar í skutnum. Henry bjóst við, að þær systur væru að korna úr lieimboði frá vinafólki. Lítil um- ferð var á síkinu. Þegar bátur Polanis var kominn spölkorn á undan, heyrði Henry að kallað var: „Gætið að ykkur!“ í sama vet- fangi kvað við brak, eins og tveir bátar rækj- ust á, og svo heyrðust köll, neyðaróp og vopnaglamur. „Róðu, Beppó!“ kallaði Henry, stökk á fætur og greip aðra árina. Með nokkrum rösklegum áratogum skutu þeir félagar bátnum á harðaskrið og komust svo nærri, að þeir sáu, hvað um var að vera. Fjórróinn bátur lá við hliðina á bát Polanis og þjón- arnir og ræðararnir voru með sverðum og árum að reyna að verjast árás aðkomubáts- ins. Þegar Henry og Beppó bar þar að, hneig annar þjónninn helsærður niður í bátinn, og annar ræðarinn skall útbyrðis fyrir árar- höggi; systurnar æptu af hræðslu og hinn þjónninn var í þann veginn að gefa upp vörnina á móti þrem eða fjórum mönnum, sem að sóttu. „Flýtið ykkur, stökkvið yfir í minn bát!“ kallaði Henry til systranna, um leið og hann lagðist að hlið bátsins. Hann laut áfram og þreif fyrst aðra og síðan hina systurina yfir í 4

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.