Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Síða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Síða 23
N. Kv. UNDIR LJÓNSMERKINU 15 búið herbergi, þar sem hár maður sat niður- sokkinn í lestur. „Hvað gengur á, börnin góð?“ spurði hann og stóð upp, þegar þau gengu inn. „Þið eruð svo órólegar á svipinn. Hvað er orðið aí: kennslukonunni, og hver er þessi ungi maður, sem með ykkur er?“ Báðar systurnar sögðu í einni lotu, hvað við hafði borið. „Smánarlegt níðingsverk!“ mælti Polani kaupmaður. „Eg kæri þetta fyrir ráðinu á morgun. Ungi maður, þér hafið bjargað dætrum mínum frá ofbeldi og smán — má eg spyrja um nafn yðar, sem eg á svo mikið að þakka?“ „Eg heiti Henry Hammond — faðir minn er enskur kaupmaður, sem settist að hér í borginni fyrir fjórum árum.“ „Já, eg þekki hann af afspurn,“’ svaraði Polani, „og eg vonast eftir að kynnast hon- urn betur framvegis. — En hvar er kennslu- konan ykkar, stúlkur mínar?“ „Hún varð eftir í bátnum, pabbi. — Hún var víst alltof skelkuð til að hreyfa sig þaðan, og við urðum að flýja. undan í flaustri." Polani hringdi og gaf út skipun um að senda af stað bát með vopnuðum mönnum til að liafa uppi á hinurn bátnum, og um leið átti að senda eftir lækni fyrir þá særðu, sem kynni að verða lífs auðið. En áður en skipunin var framkvæmd, kom báturinn, sem saknað var; ræðararnir, sem eftir lifðu, reru honum heirn. Kennslu- konunni var hjálpað inn; hún snökti í krampakenndum ekka, en í bátnum lágu báðir þjónarnir, annar dauður, en hinn í andarslitrunum. „Og þetta er venjulegur dökkmálaður bátur, sem ekkert einkenni hafði, segið þið?“ hélt kaupmaðurinn áfram, „og þeir, sem árásina gerðu, voru allt dökkklæddir, en ekki hægt að þekkja þá af neinu sér- stöku? Það var djarflega af sér vikið að hlut- ast um aðra eins deilu, sem ekki snerti yður sjálfan, herra minn, — það var hreystilega gert, og fáir okkar manna mundu hafa þor- að það.“ „Eg mundi líklega hafa skorizt í leikinn, hvernig sem á hefði staðið, þegar ráðizt er á varnarlaust kvenfólk," mælti Henry; „en þarna var líka ástæða til; eg þekkti ung- frúrnar, þegar bátur yðar fór fram hjá mér, og sá, að þar voru frænkur Mattheusar vinar míns á ferð. Þá var svo sem sjálfsagt að bregða skjótt við, þegar eg heyrði neyðar- ópin.“ „Fallega gert af yður,“ mælti Polani alúð- lega. „Maðurinn, sem þér slóguð með ár- inni, svo að hann féll útbyrðis, var vafalaust foringinn. Eg býst ekki við, að hætta stafi af honum framar; eg hef sterkan grun, og á morgun kæri eg árásina og krefst rækilegrar rannsóknar." Skömmu síðar kvaddi Henry, og kaup- maðurinn lofaði að heimsækja hann og föð- ur hans morguninn eftir. Polani fylgdi Henry niður að bátnum og lét tvo þjóna lýsa honum með blysum, meðan hann lét frá landi. „Þér greidduð forsprakkanum duglegt höfuðhögg,“ mælti Beppó á heimleiðinni, „og ef hann er dauður, þá eigið þér volduga óvini upp frá þessu. Aðeins voldugir menn af aðalsættum mundu hætta á að reyna að nerna á brott tvær konur af göfugum ættum á síkinu mikla — þér fáið alla vandamenn hins vegna að kljást við og megið búast við að alls staðar, þar sem þér farið um, liggi morðingjar í leyni með brugðna hnífa.“ „Það verður svo að vera,“ svaraði Henry og lét sem ekkert væri. „Hins vegar hef eg eignazt áhrifamikinn vin, þar sem Polani er; hann er eigi aðeins einn hinn mesti auð- maður í Feneyjum, heldur líka náskyldur mörgum beztu höfðingjaættunum í borg- inni. Eg sé enga ástæðu til að hætta róðrar- ferðum um síkin á kvöldin; okkar bátur er eins og allir aðrir bátar í myrkrinu, og engin hætta á, að við þekkjumst, ef við gætum þess að hafa engin logandi blys.“ 4*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.