Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Qupperneq 24

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Qupperneq 24
16 UNDIR LJÓNSMERKINU N. Kv. Við árbítinn raorguninn eftir sagði Hen- ry föður sínum frá því, .sem við hafði borið um nóttina. „Þú hefur hagað þér óhyggilega, sonur sæll, með því að láta til þín taka deilur, sem koma þér ekki við,“ mælti faðir hans, „en í þetta skipti hefur þú ef til vill meir notið heppninnar en fyrirhyggjunnar. Nafn PoJanis er þekkt í hverri hafnarborg við Miðjarðarhafsbotna, og skip hans fara um allar jarðir, en vinátta slíks manns er ekki alveg ónýt fyrir okkur báða. — Framvegis verður þú samt að temja ævintýralöngun þína — þú átt engan barón eða greifa að föð- ur — heldur ert þú alinn upp til að stunda verzlun. Hingað til hef eg ekki haft á móti því, að þú æfðir þig í vopnaburði og legðir lag þitt við unga menn, sem eru þér miklu tignari, en eg hef þó stundum jafnvel iðrazt þess, að hafa farið með þig hingað til Fen- eyja. Eg er hræddur um, að þú gangir með of mikil heilaköst, sem hæfa ekki stétt þinni, og þess vegna hef eg ráðið af að senda þig heim til Lundúna innan skamms — þú hef- ur meira gagn af að vinna í skrifstofu verzl- unarfélags míns en að eyða tímanum liér til einskis." Henry andvarpaði. Hann vissi, að hann átti að sýna föður sínurn hlýðni, og faðir hans var maður einbeittur og hafði fyrir löngu ákveðið, að sonur hans skyldi taka við starfi hans síðar. Henry var í rauninni ekki heldur neitt mótfallinn því — hann hafði alltaf litið svo á, að bezta staða í Lundúnum, sem hægt væri að kjósa sér, væri sú, að vera efnaður og reka mikla verzlun — en samt sem áður þótti honum fyrir því að verða svo fljótt og skyndilega að fara frá Feneyjum, þar sem hann hafði lifað frjálsu og þægi- legu lífi og var farinn að kunna vel við sig. í þeim svifum var dyrabjöllunni hringt, og þjónninn sagði, að Polani kaupmaður væri kominn í heimsókn þá, er liann hafði gert ráð fyrir. Herra Hammond gekk þegar út að stigaþrepunum, heilsaði gestinum með mikilli kurteisi og leiddi liann inn í húsið. Þegar þer höfðu skipzt nokkrum orðum eftir venjulegum kurteisisreglum, Polani ausið lofi á Henry fyrir djarflega framgöngu hans nóttina áður og Hannnond svarað, að það gleddi hann mjög, að sonur hans hefði getað komið til hjálpar dætrum svo nafntog- aðs og hávelborins manns o. s. frv., bar Polani fram erindi sitt. Hann beiddist leyfis að mega fá Henry með sér og láta hann vera viðstaddan, þegar hann flytti kærumál sitt fyrir ráðinu, svo að Henry gæti staðfest það með vitnisburði sínum, ef þess yrði krafizt. Herra Hammond gaf að sjálfsögðu leyfið, og Henry varð sárfeginn að mega fleygja námsbókum sínum upp á hilluna, þegar honum var sagt, að Polani vildi finna hann. Stundu síðar sat hann á hægindinu við hlið kaupmannsins í skrautlegum bát. „Hvað eruð þér gamall, vinur minn?“ spurði Polani, þegar báturinn skreið eftir síkinu. „Eg er réttra sextán ára, herra minn.“ „Ekki eldri?“ mælti Polani hálfhissa. „Eg hélt, að þér væruð að minnsta kosti tveim árum eldri. Mattheus vinur yðar sagði mér í dag ,að enginn ungu aðalsmannanna í æf- ingaskólanum beitti sverði og vígöxi eins fimlega og þér.“ „Eg er hræddur um, herra minn,“ svaraði Henry yfirlætislaust, „að eg hafi lagt meiri stund á vopnaburð en sæmir friðsömum verzlunarnema." „Alls ekki,“ svaraði kaupmaðurinn. „Við verzlunarmennirnir verðum að vera við því búnir að verja réttindi okkar, eignir og skip, alveg eins og aðalsmennirnir verða að verja einkaréttindi sín og hallir. Eg hef sjálfur ótal oft barizt við víkinga, Genúu- menn og aðra til að verja skipsgarma mína. Allir, sem stunda verzlun, eiga að vísu að fara með friði, en verða líka að vera færir um að verja hagsmuni sína, og því öflugri sem þeir eru, því betra er það.“ Báturinn lenti við Piazettagötuna; Polani

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.