Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Page 25

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Page 25
N. Kv. UNDIR LJÓNSMERKINU 17 steig á land og kynnti Henry fyrir hóp aðals- raanna, sem stóðu við lendingarstaðinn, og kvað hann hafa bjargað dætrum lians frá vansæmd og ofbeldi. Þyrptust þeir allir að Henry og þökkuðu honum og óskuðu hon- um vinsamlega til hamingju. Síðan fóru að- alsmennirnir með Polani inn í hertogahöll- ina, en Henry beið úti við innganginn og ræddi við Mattheus, sem einnig var þangað kominn. „Eg óska þér til hamingju af öllu hjarta, Henry,“ mælti hann, „þó að eg öfundi þig í aðra röndina. Mér hefði þótt gaman að sjá þig koma í hendingskasti á bátnum og hremma þær frænkur rnínar til þín rétt við nefið á fantinum honum Pétri Sarto, ein- mitt þegar hann þóttist öruggur um að kló- festa þær.“ „Ertu viss um, að Sarto hafi verið þar að verki?" ,,Á því leikur enginn vafi. Þú veizt, að hann strengdi þess heit að hefna sín, þegar Polani synjaði honum gjaforðsins .Þú veizt líka, að hann er samvizkulaus óþokki, og rná því trúa honum til alls. Sagt er, að hann liafi sóað út öllum föðurarfi sínum í spilavítum og ólifnaði í Konstantínópel og sé nú í sökkvandi skuldum við Gyðinga. Ef honum hefði tekizt að nerna Maríu á brott, mundi hann hafa getað rétt við fjárhag sinn, því að hún og systir hennar eru taldar auðugustu erfingjarnir hér í Feneyjum, og hann hefði getað krafizt of fjár til lausnargjalds þeim. Það er enginn efi á því, að hans var sökin. Fyrir þína hönd, Henry, vildi eg óska þess, að Sarto væri týndur og tröllum gefinn, ef það hefur verið hann, sem þú lamdir með árinni. Varla á hann neina sanna vini, og fylgismenn hans mundu sennilega ekki gera sér þá fyrirhöfn að hefna hans; en lifni Sarto við, þá verður hann versti óvinur þinn, sem hugsast getur hér í Feneyjum." „Eg veit varla, lrvers eg á heldur að óska,“ svaraði Henry alvarlega. „Sé hann á lífi, ótt- ast eg hefnd hans, en hins vegar mundi sú hugsun, að hafa svipt náunga minn lffi, kvelja mig og þjá nótt sem nýtan dag.“ „Ef þú liefðir ekki drepið hann, rnundi hann hafa drepið þig,“ mælti Mattheus; ,,eg skil ekki, að þú þurfir að gera- þér samvizku út af því að hafa losað Feneyjar við einn hinn versta óeirðasegg og fant. Þú ert ein- stakur hamingjuhrólfur, Henry, og þann greiða, sem þú hefur gert Polani kaup- manni, rnundu margir ungir aðalsmenn hér í Feneyjum glaðir vilja gefa hægri hönd sína fyrir að mega gera." I sömu svifum kom réttarþjónn út úr höllinni og bað Henry að korna með sér inn i réttarsalinn. IV. KAPÍTULI. FRAMMI FYRIR TlMENNINGA-RÁÐINU. Ekki var laust við, að Henry kenndi nokk- urs kvíða og lotningar um leið, þegar hann var á leiðinni inn í samkomusal ráðsins. Sal- ur þessi var mikill og skrautlegur, og á veggjum hans héngu málverk, er sýndu við- burði úr styrjöldum Feneyja. Loftið var fag- urlega málað, listar allir gylltir, og útsaum- uð tjöld héngu fyrir gluggunum. Dyraheng- ið lokaðist á eftir honum, þegar liann var korninn inn yfir þröskuldinn. Kringum langt, skeifulagað borð sátu tíu ráðherrar með hertogann í miðju, allir klæddir síðum skarlatskápum, fóðruðum með safalaskinnum, en á höfði báru þeir svartar, flatar floshúfur. Polani og aðals- menn þeir, er með honum voru, sátu í hæg- indastólum beint á móti borðinu. — Þegar Henry gekk inn, var einmitt verið að yfir- heyra ræðara Polanis um einstök atriði árás- arinnar, og þegar þeirri yfirheyrslu var lok- ið, leiddi réttarþjónninn Henry fram. „Segðu nú allt, sem þú veizt, um árásina,“ sagði hertoginn við hann. Henry skýrði frá atburðinum, frá því er hann kom til skjalanna og þangað til syst- urnar voru komnar heim til sín. (Framhald). 5

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.