Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Qupperneq 26

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Qupperneq 26
N. Kv. Margrét Sigfúsdóttir: Valgerður. (Niðurlag). Veturinn var góður, og heilsufar manna fremur gott, svo að Valgerður hafði ekki haft neitt annríki urn langa liríð. En þó halði talsvert breytzt um hag hennar. Þegar hún var að klæða sig að morgni fyrsta Góu- dag, fannst henni allt svo óvanalega tóm- legt, og starfi sínu eins og að einhverju leyti lokið. Daginn áður hafði hún verið við jarðarför Jóhanns gamla, en hann hafði andazt eftir hálfs mánaðar frekari veikindi. Daga og nætur hafði hún annazt hann sem góð dóttir, og tvisvar látið sækja lækni til hans; en lífskraftur hans var þrotinn, og andlát lians var rólegt og fagurt. Valgerður var aðeins búin að taka t.il í herberginu, þegar Oddný kom. „Þú varst væn að vanda að heimsækja mig í dag,“ sagði Valgerður rólega. „Mér fannst ein- mitt áðan, að ég væri svo einmana.“ „Ég vissi það, því þótt hvíldin sé þreytt- um þægust, og gott sé, að hún er fengin, þá verður alltaf tómlegt, þegar sá er horfinn, sem maður hefur annast og unnað.“ „Það er satt, en að unna einhverjum og eiga aðra sál til að lifa fyrir er dýrðarhnoss lífsins, og minningin um samverustundir, og vonin um að sjást aftur er svo mikil sæla, að rnaður ætti ekki að láta á sig fá, þótt nokkurra ára aðskilnaður verði.“ „Ég veit þú gerir það heldur ekki. Þú munt stunda straf þitt með sömu kostgæfni og áður,“ sagði Oddný. „Það vona ég innilega, og ég veit, að Guð muni veita mér marga ánægjustund í starfi mínu. En hrædd er ég um, að ég dvelji liér ekki mörg árin úr þessu,“ sagði Val- gerður. „Ég bjóst einmitt við, að svo myndi verða, og þó að ég sakni þín, þegar við fjar- lægjumst aftur, ann ég þér þess vel að fá stærra verksvið og þér hagkvæmara, heldur en hér hefur verið,“ mælti Oddný. „En nú ætla ég að segja þér fréttir af mínu fólki, sem þú hefur kannske átt von á: Sólbjört er trúlofuð Sigvarði nábúa þínum.“ „Það þykir mér vænt um að heyra, hún fær þar vænan mann, eins og hún verð- skuldar, en Jretta er víst ekki opinbert ennþá?“ „Nei, en hún vildi, að ég segði Jrér frá þessu fyrstri manna. Henni finnst þú standa sér svo nærri sökum Jjess, livað Jjú hafir verið henni góð frá upphafi." Þegar Sólbjört kom í kennslustund seinna um daginn, óskaði Valgerður henni til ham- ingju. Tók hún Jjví brosandi, en sagði svo feimnislega: „Ég bað mömmu að segja þér frá Jjessu, því að mig langaði til að segja þér dálítið um samband okkar Sigvarðar. Við höfum verið óaðskiljanlegir trúnaðarvinir, síðan við vorum börn, og allt, sem okkur þótti nokkurs um vert, sögðum við hvort öðru. En síðan við urðum fullorðin, hefur aldrei nokkurt ástarorð farið okkar á milli, og ég taldi okkur aðeins góða vini, þangað til hann sagði mér frá því, hvað hann væri hrifinn af þér. Nóttina sem liann fylgdi mér heirn af þessum eina dansleik, sem þú hefur sótt hérna, Jjá fann ég í fyrsta sinn til þess, að ég elskaði hann, og það því meira sem hann dróst meira að Jrér. En ég lét ekki á neinu bera, Jjví að ég ætlaði ekki að standa í vegi fyrir gæfu hans. Hann sagði mér frá bónorði sínu og svari þínu, og Jjá fann hann Jjað á hluttekning minni, að hann átti vin,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.