Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Side 27

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Side 27
N. Kv. VALGERÐUR 19 þar sem ég var. Og nú er svo komið, að hann fullyrðir, að tilfinningar sínar gagnvart þér hafi aðeins verið hrifning og velvild, því að ást sín tilheyri mér einni.“ „Það er ég líka viss um,“ sagði Valgerður glaðlega og tók Sólbjört í faðm sér og kyssti hana á kinnina. „Ég þakka þér kærlega fyrir lireinskilnina og trúnaðartraustið.“ Sólbjört losaði sig með hægð úr faðmi hennar og mælti: „En nú er það enn eitt: Viltu gleðja okkur með því að konra heim til mömmu annað kvöld, þá ætlum við að opinbera og bjóð- unr fáeinum góðum kunningjum okkar.“ „Já, það vil ég sannarlega, og þakka þér innilega fyrir,“ sagði Valgerður. Trúlofunargildið varð rnjög skenrnrtilegt. Sigvarður roðnaði, er Valgerður óskaði lion- um til hamingju, en sú feimni hvarf fljótt. Valgerður talaði yfir kaffiborðinu fyrir minni hjónaefnanna og sagði, að þau væru bæði góðkunningjar sínar frá fyrstu kynn- ingu, og bað þeim allrar blessunar, og lét síðan hrópa ferfalt húrra fyrir þeirn. Seinna var farið í leik og dansað, og var Valgerður lífið og sálin í öllum skemmtun- unum, og sagði unga fólkið, sem var henni kunnugt, síðar frá, að það hefði aldrei hugsað sér, að hún gæti verið svona kát og fjörug. Oddný fylgdi henni heinr um nóttina, og rifjuðu þær upp fyrir sér marg- ar glaðar stundir, er þær höfðu lifað í æsku. En er Valgerður var orðin ein eftir, sat hún all-langa stund hugsandi. Hún sá þá í anda stóra og fullkomna sjúkrahúsið í Danmörku, þar sem hún hafði starfað lengi áður, og sú hugsun festist æ meir í liuga hennar að leita þangað aftur. Sýslumaðurinn hafði skrifað henni um haustið, og taldi hann þá góðar vonir um, að settur yrði læknir í Skagaþorpi og nær- sveitum með vori komanda, og þá fannst Valgerði, að eftir það væri vera sín þar al- gerlega óþörf. Um sumarmál hafði hún fengið vissu fyrir því, að læknir kæmi í þorpið, og um líkt leyti fékk hún áskorun frá sjúkrahúss- stjórninni að koma þangað aftur. Hún tók því feginshendi, en óskaði þó að fá að vera kyrr í starfi sínu árið á enda, og var það leyft. Það fréttist brátt um þorpið og víðar, að Valgerður væri senn á förum þaðan, og voru margar getur manna um það, hvernig á því myndi standa. Guðlaug gamla var helzt hrædd um, að hún væri að fara á eftir honum Skúla. Ekki vantaði það, að liann væri svo sem nógu snoppufríður, strákur- inn, og alltaf hefði nú Valgerður haldið upp á hann, það hefði nú verið auðheyrt á mörgu. Og nú væri hann víst hættur að drekka, það hefði hún sannspurt, en ekki teldi hún Jretta nein lramingjuspor fyrir hana Valgerði sína. Um líkt leyti kom skip til þorpsins frá útlöndum, eins og oft endranær, og fékk Valgerður með Jrví nokkur bréf frá bréfa- vinum ytra. En nú fékk hún einnig meðal annars þykkt bréf með ókunnugri rithönd utan á, og braut það fyrst upp. Innan í Jrví lá opið bréf með fullri utanáskrift til Ellu, og undir Valgerðar bréfi stóð skrifað: „Þinn ætíð þakklátur Skúli.“ Valgerður settist niður og las bréfið: „Kæra Valgerður. Ég þakka innilega all- ar samverustundir okkar, en þó bezt af öllu traust þitt á mér. Þú ættir bara að vita, hve oft það hefur styrkt mig og stutt; og að ég er nú heiðarlegur maður, sem nýt trausts og vináttu góðra rnanna, er allt því að þakka. Freistingarnar til míns ganrla líf- ernis hreyfðu sig oft fyrstu vikurnar hér, en þá fannst mér alltaf skæru augun þín livíla á mér, og eins og hvíslað væri: ’Ég treysti þér! ‘ Og þá fann ég sannleikann í orðum þínum, að minn eiginn vilji gæti orðið mér til bjargar. Nú geri ég þig að trúnaðarmanni mín- 5*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.