Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Síða 31

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Síða 31
N. Kv. VALGERÐUR 23 an búðar, og þú sjálf haft reikningshaldið út á við-------.“ Síðan kom lýsing á störfum Valgerðar, og suma sjúklingana nefndi hún með nafni, svo að Oddný gæti fylgst með líðan þeirra. Meðan Oddný las þetta langa og skemmti- lega bréf, sat Jenssen á skrifstofu sinni. Hann hafði kallað á Önnu inn til sín og sýndi henni óopnað bréf frá Skúla. Síðan mælti hann hátíðlega: „Nú skalt þú verða sú fyrsta manneskja, sem verður vitni að uppfylling óska minna og vona, sem ég hef alið í brjósti, síðan ég leit frú Valgerði í fyrsta sinn.“ Jensen brosti og lagði sérstaka áherzlu á frúartitilinn. Anna var ekki eins glaðleg. „Bara að hún verði honum nú góð kona. Ég sá hana nú ekki oftar en það, að mér sýndist hún alltaf tyrringsleg. Og ekki vildi hún þiggja hjá okkur kaffi síðast, er hún fór héðan.“ „Þá smámuni fyrigefur maður nú tengda- dóttur sinni,“ sagði Jenssen. Hann opnaði hægt bréfið, innan úr því duttu nokkur lítil nafnspjöld, sem hann lét liggja, en fór þegar að lesa bréfið. Anna hafði sezt hinum megin við borðið og seildist nú eftir spjöldunum og leit á þau. Þar voru prentuð tvö nöfn. En kven- mannsnafnið var ekki Valgerður! Hún lagði þegjandi frá sér spjaldið og horfði með at- hygli á Jensen. Hann var orðinn þungur á svip, og allt gleðibragð þurrkað af hon- um. Loks fleygði hann bréfinu frá sér, stökk á fætur og þrumaði: „Er strákurinn orðinn hringlandi vit- laus!“ „Má ég lesa bréfið?“ spurði Anna hóg- vær og tók það. ,Það er ekki Valgerður!" Það var bitur vonbrigðaþungi í röddinni og hann nam staðar við borðið. „Nei, ég veit það,“ sagði Anna, „ég las eitt spjaldið." Hún fór nú að lesa bréfið, en liann gekk um gólf. Það smáglaðnaði yfir svip Önnu, eftir því sem hún las lengra og lengra: „Sjáum til, launahækkun," tautaði hún einu sinni, og þegar hún lagði bréfið frá sér á borðið að enduðum lestri, var and- lit hennar eitt bros. „Og hún biður sérstaklega að heilsa mér, greyið litla. Blessuð frúin, vildi ég sagt hafa. Ég skal sannarlega gratúlera með næstu ferð og senda henni einn af litlu dúkunum mínum í brúðkaupsgjöf.“ Jenssen gekk að borðinu. „Hvernig get- urðu tekið þessu svona rólega?“ „Af því að ég tel honum þetta enn heppi- legri giftingu,“ sagði Anna. „Allslausa fiskistelpu! Það er ómögulegt. Hefði hún vérið dálítið fjáð, þá var það sök sér.“ Anna horfðist í augu við hann, óvenju einarðleg og alvarleg á svip: „Peningarnir eru góðir, þegar maður má njóta þeirra. En heldurðu, að Valgerður hefði ekki orðið einráð um það fé, sem hún taldi sína eign, og Skúli of blíðlyndur til þess að rísa á móti nokkurri harðstjórn? Það þarf kjarkmenn til þess að halda virðingu sinni, ef konan er ráðrík og stórlynd. En það er Valgerður, það fer ekki hjá því. Og hún hefði vafið honum um fingur sér eins og dulu og gengið á honum eins og gólf- þurrku, og til þess var Skúli þó sannarlega of góður!“ Anna var komin í hita. „En afkoman, sjáðu. Af einhverju þurfa þau að lifa. Ekka fer ég að fæða þau og klæða, mér dettur það ekki í hug!“ „Auðvitað ekki,“ sagði Anna. „En þú skalt sjá, að Skúli kemst af án annarra hjálp- ar. Hann hefur þegar fengið launahækkun og er liættur að drekka. Og þótt okkur þætti hann ekki athafnamikill hér heima, þá var það bara af því, að hann hafði svo lítið að gera. Hann var einmitt vinnugefinn, hann Skúli, og hann hefur áreiðanlega hyggindin þín og dugnaðinn, þegar á reynir, og hann tekur á því, — eins og líka verður að vera. Því að hvert ætti barninu að bregða nema

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.