Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Side 32

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Side 32
24 VALGERÐUR N. Kv. beint í ættina!“ „Þú ert vongóð,“ sagði Jenssen og settist niður þreytulegur á svip. „En ég hefði nú heldur kosið, að nokkrir peningar liefðu fylgt konunni, þá er alltaf hægra að velta sér til efnalega, ef stofninn er einhver. En það er máske satt, sem þú segir, að Skúla hefði ekki hentað að eiga ráðríka konu, og alltaf vildi Valgerður hafa sitt fram, því tók ég eftir. En svo er eitt: — Heldurðu að það þyki mikil upphefð fyrir Skúla iiérna í þorpinu, þegar það spyrst, að hann sé giftur einni af vinnustelpunum.“ „Veit nokkur um símskeytið nema við tvö?“ spurði Anna. „Það má hamingjan vita, ég er hræddur um, að svo sé, enda gerir það engan mun í sjálfu sér. Giftingin hlýtur að fréttast fyrr eða síðar.“ „Eg veit það. En við verðum að koma því svo fyrir, að engan gruni annað en það, að við höfum alltaf vitað, að hann ætlaði sér frú Elínu,“ sagði Anna ákveðin. „Það drægi kannske dálítið úr því hneyksli, sem mér finnst þetta vera. En hvernig ættum við að fara að þessu?“ Anna stóð upp glöð í bragði: ,,Ég skal sjá um það — auðvitað með þinni aðstoð, því að alltaf verður hún þó drýgst til frarn- kvæmdnanna.“ Morguninn eftir, þegar fólk var komið til fiskvinnunnar, kom verkstjórinn til Jrvotta- kvennanna og sagði þeim, að fröken Anna vildi finna þær inn í krambúð. Þær litu hver á aðra. „Flýtið þið ykkur nú!“ sagði verkstjórinn og leit á úrið sitt. ,,Á að draga af okkur þann tíma?“ spurði Guðlaug og smeygði sér úr hlífðarfötunum. „O, sei-sei-nei!“ Verkstjórinn var orðinn ójrolinmóður. „Én ég er að verða of seinn. Við karlmennirnir eigum að koma inn í skrifstofuna!" „Er þetta eitthvert réttarhald, kannske?“ spurði Guðlaug áleitin. „Þú veizt það nú bráðum,“ sagði verk- stjórinn kíminn og gekk burt. Þegar inn í búðina kom, stóðu gos- drykkjaflöskur eftir endilöngu borðinu,. tómur bolli við hverja flösku og undirskál með tvenns konar erlendu brauði. Á miðju borði stóðu tvö falleg gluggablóm, og var stungið milli blaðanna nafnspjöldum ungu hjónanna. En mesta athygli kvennanna vakti þó fröken Anna sjálf, sem stóð fyrir innan borðið broshýr og alúðleg, klædd blærauðum sumarkjól. „Góðan daginn, stúlkur mínar. Velkomn- ar! Kaupmaðurinn bað mig að annast þess- ar veitingar ykkur til handa í tilefni af gift- ingu sonar síns sem liann fékk tilkynningu um núna með póstinum. Gerið þið nú svo vel!“ Stúlkurnar röðuðu sér nú að borðinu. „Við óskum Skúla til hamingju," sagði Sól- veig hóglega og hellti í bolla sinn. „Já, það gerum við allar,“ tók Guðlaug undir. „Ég var lengi búin að sjá, að þetta stóð til.“ „Og hver er sú lukkulega?“ spurði Sól- björt, sem stóð yzt og því fjærst nafnspjöld- unum. „Auðvitað hún Valgerður!“ gall Guðlaug við. ,„Hafið þér ekki opin augun!“ Anna hvessti róminn. „Lesið þér á spjaldinu, kona!“ Guðlaug laut áfram og las í hálfum hljóð- um: „Æ, er Jrað Jrá bara hún Ella. Ég sagði nú hitt, af því mér fannst Jrað betur við- eigandi.“ „Ætíð bezt viðeigandi, það sem manni er kærast,“ sagði fröken Anna. „Þau voru bú- in að vera trúlofuð lengi með fullum vilja föður hans.“ „Ekki þó áður en Gunna Karls kom í spilið!“ hrökk út úr Guðlaugu. Anna varð reiðileg á svipinn: „Yður

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.