Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Síða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Síða 34
N. Kv. Carit Etlar: Sveinn skytta. Helgi Valtýsson þýddi. (Niðurlag). XXX. Fórnin. Viku eftir förina til Höfdingsgaard hélt Sveinn sig heima sökum skotsárs, sem liann hafði orðið fyrir, er þeir Ib höfðu ráðist á hliðverði Manheimers og svipt þá vopnum. Anna María sat hjá honum og spann á snældu, Ib fágaði skeftið á löngu lagvopni sínu. ,,Jæja, Sveinn!“ mælti Ib. ,,Þú verður að segja eitthvað við okkur. Þarna liggurðu steinþegjandi og horfir á ntig. Þú öfundar mig ef til vill af þessurn giæsilega korða, sem ég erfði eftir höfuðsmanninn sálaða, Manheimer. En þú fékkst nú líka þinn hluta af herfanginu.“ „Hvað fékk hann þá?“ spurði Anna María. Þegar við höfðum hreinsað til þarna um morguninn og komið öllu í samt lag í höll- inni og sett hvern hlut á sinn stað, fórum við ofan eftir og sóttum þær mæðgurnar, frú Elsebeth og Karenu 1 itlu, sem verið höfðu hjá prestinum í Mehrn. Þú hefðir átt að sjá framan í gömlu frúna, Anna systir, hún brosti svo blítt og vinalega, sem værum við beztu kunningjar hennar, og svo hélt hún lofræður yfir okkur, sem náðu alla leið frá prestssetrinu og heim að vindubrúnni við höllina. Karen litla brosti líka, skal ég segja þér, en það var nú bros af öðru tagi. Þegar við kvöddum þær, sneri hún sér að Sveini og gaf honum blóm, sem prestsfrúin hafði gefið henni. Það var nú hans hluti af her- fanginu, og það var svo sem gott og bless- að.“ „Vonandi hræðist læknirinn ekki rigning- una, svo að hann gleymi að líta inn til okk- ar í kvöld,“ sagði Sveinn, sem vildi víkja samtalinu í aðra átt. „Mig verkjar í hand- legginn, og læknirinn lofaði að bregða sér hingað, ef hann kæmi til Jungshoved." „Eg sá hann ríða ofan eftir Smidstrups- bökkum um hádegisbilið,“ sagði Anna María. „Hann var auðþekktur á rauðu káp- unni sinni.“ „Vitið þið hvað,“ sagði Sveinn, „við send- um boð ofan að Jungshoved til að vita, hvort hann kemur eða ekki. Ib gerir mér vonandi þann greiða að skreppa ofan eftir.“ „Heyrðu, Sveinn,“ sagði Ib. „Ég skal gjarnan fara fyrir þig á heimsenda, og jafn- vel spölkorn lengra, en til Jungshoved máttu ekki senda mig.“ „Þá get ég farið,“ sagði Anna. „Ég skil ekkert í þessari tregðu Ibs að vilja ekki fara ofan til hallarinnar. Þetta er nú í annað sinn, sem hann færist undan því. Það hlýtur að hafa sletzt eitthvað upp á milli þín og þjónustuliðsins þar.“ „Nei, ekki minnstu vitund," svaraði Ib ófeilinn. „Það rignir ennþá,“ sagði Anna, sem hafði litið út um gluggann. „Taktu þá riddarakápuna mína og flóka- hattinn. I þessum búningi var hún ekki óáþekk karlmanni til að sjá, en þó var það alltítt, að konur báru flókahatta á höfði sér. Er hún var komin fram að dyrunum, sagði Sveinn við hana: „Fáirðu tækifæri til þess, ætla ég að biðja þig að komast eftir, hvort Lykke höfuðsmað- ur sé þarna ennþá.“ Anna leit á hann ásökunaraugum og mælti: „Æ nei, Sveinn, biddu mig ekki um

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.