Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Page 36

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Page 36
28 SVEINN SKYTTA N. Kv. hún hafi fengið lækninn til að leggja út í þetta veður.“ „Huss! Hvað er þetta?" sagði Ib, „mér heyrðist skothvellur skammt í burtu.“ „O, nei, það er aðeins stormurinn, belj- andi utan af hafinu.“ Rétt á eftir heyrðist fótatak fyrir utan. Hurðin var opnuð, og Anna kom inn. Regn- bleytan hrundi niður af hatti hennar og kápu. „Líttu á, pabbi minn!“ hvíslaði drengur- inn að Sveini. „Nú hefur mamma aftur ver- ið að gráta, ég sé það á henni, hún er svo sorgbitin. Vertu nú dálítið góður við hana.“ Sveinn strauk blíðlega um kinn drengs- ins og sagði um leið: „Hittirðu þann vísa rnann, lækninn?“ „Nei,“ svaraði Anna, einkennilega dauft og þreytulega. „Hann var farinn suður á bóginn, skömmu áður en ég kom þangað. En ég hitti ungfrú Parsberg, hún lofaði að senda eftir honum, og að hann skyldi koma til þín þegar í kvöld.“ „Þakka þér fyrir, Anna,“ svaraði Sveinn og rétti lienni höndina. „Þakka þér fyrir þetta, eins og fyrir allt annað, sem þú hefur gert fyrir mig. Komdu nú og setztu hérna hjá mér og sviptu af þér sorgarsvipnum.“ Anna leit undrandi á Svein. „Hvers vegna ávarpar þú mig svona í kvöld?“ spurði hún og settist á bekkinn við hliðina á honum. „Af því að drengurinn hefur sagt mér, að ég eigi þér mikla skuld að gjalda.“ „Hvað hefur þú verið að segja?“ spurði hún hörkulega og áköf. „Æ, mamma, mamma! Eg sagði ekkert annað en það, að þú grétir söltum tárum, og að pabbi ætti að vera góður við þig,“ sagði barnið. „Þetta er bara bull úr honum,“ sagði Anna. „Ég lief aldrei verið að ásaka þig neitt, Sveinn!“ „Nei, nei, það er einmitt það, sem að hef- ur verið, Anna mín! Hefðirðu fyrir löngu lofað rödd hjarta þíns að tala, þá hefðuin við líka þekkt hvort annað betur. En það er ekki um seinan ennþá, og höfum við fengið að kenna á sorginni til þessa, skulum við nú aðeins kynnast gleðinni.“ „Æ, Guð minn góður,“ sagði Anna lágt og reyndi að dylja geðshræringu sína. „Ég mun aldrei kynnast gleðinni framar." „Þetta máttu ekki segja,“ mælti Ib, „þeg- ar maður raunverulega vill eitthvað, þá er Guð alltaf með honum að verki, þetta er reynsla mín, annars hefði ég aldrei orðið sá maður, sem ég er þó orðinn.“ Sveinn tók utan um Önnu og dró hana að sér. „Vertu nú ekki sorgbitin,“ hvíslaði hann. „Nú skal allt breytast og verða gott fyrir þig.“ „Já, ef til vill,“ svaraði hún blíðlega og brosti angurvært, „hjá Guði föður vorum arnar ekkért að manni.“ „Hvers vegna verður þér hugsað til dauð- ans?“ „Og hvers vegna hugsar þú urn lífið, Sveinn, þegar ég ber dauðann í brjósti mér?“ „Hvað áttu við með þessú?" „Þú heyrðir skotið áðan, hérna sérðu merkið!" Að svo mæltu svipti hún frá sér kápunni, og Sveinn rak upp hljóð, er hann sá, að rúðótta herðahyrnan hennar var gegnblaut af blóði, sem rann úr sári milli herðanna og vinstra brjósts hennar. Anna hallaði höfði sínu upp að Sveini. „Guð almáttugur!" hrópaði Ib. „Hvað er þetta?“ „Það er kall dauðans," svaraði hún lé- magna. „Þegar ég hélt heirn aftur frá höll- inni, virtist mér alltaf eins og einhver væri á eftir mér hinum megin vegarins. Fyrir of- an Ambæk lýsti út um glugga á prestssetr- inu, og þá sýndist mér bregða fyrir kven- manni, en ég gekk í mínum þönkum og gaf þessu engan gaum. En hérna uppi í skógin- um kom hún miklu nær mér og nam loks alveg staðar og spurði síðan: „Ert það þú,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.