Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Page 37

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Page 37
N. Kv. SVEINN SKYTTA 29 Ib Abelsson?" — „Hvað viljið þér Ib Abels- syni?‘ ‘spurði ég og gerði mig eins dimm- raddaða og mér var fært. „Ég ætla að minna hann á loforð mitt og þakka honum fyrir síðast,“ svaraði hún, og áður en ég hafði áttað mig og skilið, hvert hún fór, sá ég skotblossann og fann eins og sting fyrir ofan brjóstið. En kvensan rak upp rokna hlátur ■og flýtti sér á brott, án þess að ég gæti kom- ist að því, hver hún væri.“ „Surtla gamla,“ sögðu báðir mennirnir æinum rómi. Ib þreif hatt sinn. „Athugaðu, hvað þú getur gert við Önnu,“ sagði hann, „en ég tek Grána þinn og ríð lækninn uppi. Þú mátt reiða þig á, að ég skal koma með hann aftur, áður en langt líður. Ib var þotinn út í spretti, og að vörmu spori heyrðist lrófatak fyrir utan, er hann hleypti á sprett ofan veginn í áttina til Jungshoved. Og Ib efndi orð sín rækilega. Að klukku- stundu liðinni kom hann aftur, og berbaka fyrir framan sig hafði hann rnann, sem hann hélt öðrum handleggnum utan um.Þettavar læknirinn, sem verið hafði ófús til að fara, og svo hafði þá Ib umsvifalaust lyft honunr upp á hestinn fyrir framan sig og riðið af stað með hann, áður en honum var ljóst, hvert halda skyldi. Ib lyfti lækninum af baki, batt hestinn og þaut inn í stofuna. „Hérna kem ég með þýzka lækninn," sagði hann lágt. „Hvernig líður henni?“ Sveinn vék við hendi, gekk að rúnrinu og lyfti frá lakinu. Undir því lá Anna María, náföl og hreyfingarlaus, nreð krosslagða arma og bænabók stungið undir höku sér. „Dáin!“ kallaði Ib upp yfir sig með grát- hljóð í kverkunum og fleygði sér niður fyrir framan rúmið. ,,Já,“ svaraði Sveinn, „dáin.“ „Ak Kinder! Þið vitið ekkert, hvað þið • eruð að segja,“ sagði læknirinn yfirlætis- lega, um leið og lrann opnaði tösku sína og breiddi dót sitt út yfir borðið. „Látið nrig komast að og kanna sárið, og þá fyrst getið þið fengið að vita, hvernig í öllu liggur.“ Hann gekk að rúminu, en Sveinn lagði hönd sína á öxl lronunr og sagði: „Við látunr það eiga sig. Það lifir enginn með skotsár af þessu tagi, ég hef séð svo nrörg dæmi þess. Anna María gaf upp önd- ina í faðmi mínum hálfri stundu áður en þið komuð. Við skulum því unna henni þess friðar látinni, senr við gátunr ekki veitt henni, meðan hún var á lífi.“ Skömmu síðar lagði læknirinn af stað aft- ur og fékk hest Sveins að láni. Mennirnir tveir urðu einir eftir lrjá hinni látnu. Svo leið löng stund, að hvorugur nrælti orð af nrunni. Ib sat á rúmstokkfrum og lrélt í hönd Önnu. Dauf birtan frá lanrpanum féll á fölt og sorgþrungið andlit Sveins. Handan úr horni stofunnar heyrðist hraður og reglulegur andardráttur drengsins litla, sem hafði sofnað af þreytu. Úti fyrir lrafði lægt storminn, og stjörnur blikuðu í skýjarofi. „Segðu eitthvað, Sveinn!" sagði Ib að lok- um lágt og skjálfraddaður. „Hvers vegna siturðu og horfirðu svona fast á mig? — Æ já, þú telur sennilega, að þetta hafi verið mér að kenna. Guð almáttugur lét ltana deyja, á sarna hátt og hún hafði lifað, — sí- fellt að fórna sér fyrir aðra.“ Er Sveinn svar- aði þessu engu, hélt Ib áfram: „Ég skrapp heim á Jungshoved um leið og ég sótti lækn- inn, og sagði þeim þar, hvað skeð hefði. Frú Else lofaði að senda hjálp, eins fljótt og unnt væri.“ „Guð náði hjálpina hennar! Það væri betra, ef þau sendu hingað gamla prestinn okkar, að hann gæti lesið drottinlega bæn yfir henni, á annarri hjálp þarf hún nú ekki að halda.“ „Ég heyri reiðdyn/ ‘sagði Ib rétt á eftir, „skyldi það vera herra Jörgen sjálfur, sem hefur lagt af stað i náttmyrkrinu?“ Hann stóð upp og gekk út að glugganum.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.