Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Qupperneq 39

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Qupperneq 39
N. Kv. SVEINN SKYTTA 31 „Með því að telja vin þinn á að láta mig fá bréfin.“ „Það geri ég aldrei,“ sagði Ib. „Væri maður svo illgjarn, gæti hugsast, að þér bæðuð um þau af sömu ástæðu og Körbitz riddari um daginn." „Eg!‘ ‘lirópaði Júlía upp forviða. „Einka- vinur hans!“ „O, ég þekki nú hefðar ungfrúna, er áður fyrr hefur svikið einkavin sinn!“ svaraði Ib. Sveinn hristi höfuðið. „A þessu heimili má ekki komast þannig að orði,“ sagði hann hæglátlega. „Heyrðu, Ib, vinur minn, láttu hana fá bréfin þau arna.“ „Nei, ég get ekki skilið þau við mig,“ svaraði Ib og leit niður fyrir augnaráði Sveins. „Viltu þá, að því verði trúað um okkur tvo, að við geymum bréfin sem ógnun eða vopn?“ „Og á morgun kemur lénsmaðurinn og heimtar þau af þér,“ sagði Júlía. „O, lénsmaðurinn!“ svaraði Ib og yppti öxlum kæruleysislega. „Látum hann bara koma.“ „Ib!“ sagði Sveinn, „ég bið þig um bréfin þau arna.“ „En þau eru mín eign, Sveinn! Eini arf- urinn eftir Soffíu systur mína.“ „Láttu ungfrú Parsberg samt fá þau, góði félagi, svo að Jrað séum þá við, er sífellt gef- um, og hún sem ætíð veitir gjöfunum mót- töku.“ Svört augu Ibs blikuðu, er hann leit á ungfrú Parsberg. „Jæja,“ svaraði liann allt í einu ákveðið og í hressilegum ánægjuróm. „Látum þetta, sem Sveinn nefndi, vera ástæðuna, og þess vegna skuluð þér fá bréf mín, ungfrú Pars- berg!“ Djúpur gleðiblær færðist yfir andlit Júlíu, hún leit hlýjum augum á Svein, og hefði augnaráð hennar eflaust getað mildað og máð margan gamlan órétt og vonbrigði, en Sveinn veitti þessu enga eftirtekt. Ib gekk yfir að skáp í veggnum og tók þaðan böggul vafinn í klút, og lagði hann á borðið undir glugganum. „Lítið þér nú á!“ sagði hann og breiddi bréfin út yfir borðið fyrir framan lampann. „Hérna eru þau öll með tölu, og nú getið þér notað þau eins og yður jjykir bezt henta.“ í sömu svifum var skannnbyssu stungið inn úr gluggarúðunni og skotið á lampann, svo að ljósið slokknaði. Júlía rak upp ör- væntingaróp, en Ib þreif byssu niður af veggnum og þaut út um dyrnar. Er Sveinn hafði aftur kveikt á lampanum, kom Ib inn aftur. „Þetta átti víst að vera kveðja til mín,“ sagði hann og hengdi byssuna upp á vegg- inn. „Að þessu sinni voru tveir á ferðinni. Er ég kom út, sá ég þá ríða inn í skóginn á harða spretti." „O nei!“ sagði Sveinn, „ég held ekki, að þetta hafi verið þér ætlað!“ Júlía hafði hnigið upp að veggnum, en er hún leit upp aftur, hvarflaði hún augum fyrst að borðinu og rak upp hátt hljóð. „Bréfin!“ hrópaði hún. „Guð minn góð- ur! Þau eru horfin!" Borðið var tómt. Á rneðan púðurreykur- inn fyllti stofuna, hafði hendi verið stnngið inn um brotna rúðuna og sópað til sín öll- um bréfunum, sem Ib hafði lagt á borðið. Hestasveinninn, sem beið fyrir utan, hafði einskis orðið var, fyrr en hann heyrði skothvellinn og þegar á eftir hófatak hest- anna, er riddararnir þeystu burt aftur. Það var eigi torráðin gáta, að hér hlaut Körbitz að hafa verið að verki. Þegar eftir að hann hafði njósnað um tilveru bréfa ]>ess- ara, kom upp við konungshirðina kvittur um málið, og virtist blásið í glæðurnar úr ýmsum áttum. Og í baráttunni milli keppi- nautanna Körbitz og Kai Lykke beitti ridd- arinn hlífðarlaust hverju því vopna, er hann gat liönd á fest, og Jdví vægðarlausara, sem hann virtist vera undir í samkeppninni.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.