Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Blaðsíða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Blaðsíða 40
32 SVEINN SKYTTA N. Kv. Þessi bréf voru því ekki aðeins mikilvæg til að tryggja Körbitz þann aflsmun, er hann skorti í kvennamálum, heldur einnig nauð- synlegt fyrir liann til að staðfesta ummæli sín og dylgjur, er hann hafði farið með á liærri stöðum. Óðar er Körbitz hafði lagt fram bréfin, fluttist mál þetta á hærra vett- vang. Friðrik konungur þriðji skipaði rann- sóknarrétt til að fjalla um brot Lykke höf- uðsmanns og leggja síðan ntálið í hendur yf- irsaksóknara ríkisins. Einn aðalsmannanna í rétti þessum var Rantzau, — sem skönnnu áður hafði tapað rnáli gegn Kai Lykke, — ásamt rentumeistara Gabel, sem um þessar mundir var hollvinur drottningar, og þá auðvitað fjandmaður höfuðsmannsins. Þótt þannig syrti ískyggilega í lofti yfir höfði Kai Lykke, hefði ofviðrið þó sennilega getað gengið hjá, þar eð ríkissaksóknarinn, Sören Kornerup, dró í efa sanngildi bréf- anna. En Kai Lykke var um þær mundir undir áhrifum óhappastjörnu og jók því á fyrri villu sína með annarri enn verri. Þaðan sem hann dvaldi í leyni, sendi hann dómur- um sínum bænarskrá, þar sem hann gekkst við bréfunum og lýsti því yfir, að þessi móðgandi unnnæli væru fram komin í „óskiljanlegu ölæði“. Samkvæmt annarri frásögn kvað hann hafa boðist til að greiða bætur með 100.000 ríkisdölum, og veðsett fyrir þeirri upphæð herragarða sína Gissel- feldt og Rantzauhólm, sem nú nefnist Brahe-Trolleborg á Fjóni. Með bænarskrá þessari voru örlög hans ráðin. Nú valt ham- ingjuhnoða hans jafnhratt undan brekku, varpað af sömu hönd, sem áður hafði lyft því svo hátt og hratt. Var auðséð, að þar með væri öllu lokið. En meðan þannig var varpað teningum um líf og æru Kai Lykke inni í höfuðborg- inni, var sjállur sökudólgurinn horfinn. Skorað hafði verið á hann hvað eftir annað að mæta fyrir dómendum sínum, og leit hafði verið hafin á öllum herragörðum hans og lijá ættingjum hans. En hann hafði hvergi fundist. Kvöld eitt var Sveinn á gangi urn Örre- mandsgaardsskóga. Sólsett var, og varpaði kvöldhiminninn rauðgullnum bjarma á skógartoppana. Kirkjuklukkur sveitanna hringdu til kvöldbæna, hundar geltu inni í þorpunum, og skært kvak froskanna heyrð- ist lrá tjörnunr og síkjum. Er Sveinn var kominn lengra inn { skóg- inn, sá hann Ib koma á móti sér, brosandi út undir eyru, og með stórt bréf í hendinni. „Líttu bara á!“ kallaði varðstjórinn, „þetta skjal er komið til þín, eftir að þú fórst að heiman. Það er með konunglegu innsigli og merki.“ Sveinn braut innsiglið og las bréfið. I bréfi þessu veitti Friðrik konungur þriðji Sveini Pálssyni og afkomendum hans Lundbæjargarð og góss til eignar og óðals í launaskyni fyrir þjónustu þá, er liann hefði auðsýnt föðurlandi sínu. Sveinn rétti Ib bréfið. Kvöldroðinn varp- aði bjarma á göfugmannlegt andlit hans. Ib sá hann brosa angurvært og sárt, er hann mælti á þessa lund: „Æjá, Ib minn góður! Smámenni eins og ég og mínir líktar geta neytt stórmennin og æðri stéttir til að hata okkur og óttast, til að dást að okkur og allt mögulegt, kæri bróðir! — Aðeins ekki til að unna okkur!“ Sveinn þagnaði, en Ib drúpti höfði til að leyna geðshræringu sinni. Gjöngehöfðing- inn lagði arm sinn um herðar lians, og þann- ig gengu þeir af stað og hurfu inn í rökkur skógarins. ENDIR. S K R í T L A. Prófessorinn: „Eg finn ekki hattinn minn?“ Nemandinn: „Þér eruð með hann á höfð- inu.“ Prófessorinn: „Þakka yður kærlega fyrir. Eg hefði nú farið út berhöfðaður, ef þér hefðuð ekki vísað mér á hattinn."

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.