Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Qupperneq 41

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Qupperneq 41
N. Kt. íslenzkar sagnir. FRÁ SÖGU-GUÐMUNDI OG EIRÍKI SYNI HANS. (Handrit Guðmundar Jónssonar frá Húsey). Um aldamótin 1800 bjó sá maður í Bessa- staðagerði í Fljótsdalshreppi, er Guðmund- ur hét og var Magnússon. Um ætt hans veit eg ekki annað en það, að sonur hans, er Ei- ríkur hét, átti heima í Fáskrúðsfirði fram yfir 1850 og átti þar nokkur börn. Mun Guðmundur hafa verið langafi Jóns Ólafs- sonar ritstjóra í móðurætt, því að Jón getur hans í endurminningum sínum og minnist eitthvað á sögur hans um leið. Þeir feðgar, Guðmundur og Eiríkur, voru kunnir fyrir sögur þær, er þeir sögðu af afreksverkum sínum, því að þær voru nokkuð stórkostlegar. Heyrði eg margar þeirra í ungdæmi mínu, en flestar eru þær mér gleymdar nú. Þó man eg nokkrar enn, sem gamall maður sagði mér; eru þær mér minnisstæðar vegna þess, hve vel hann sagði frá. Hann hét Magnús Guðmundsson og hafði verið lengi í Fáskrúðsfirði og kynnzt þar Eiríki. Lét hann sögukappann jafnan segja sjálfan frá, og held eg þeim máta. — Guðmundur Magnússon sagði svo frá: I. Það var einu sinni þegar eg var í Bessa- staðagerði, að allt fólkið fór til kirkju á sunnudegi, nema eg. Þegar það var farið, settist eg á rúmið mitt og fór að lesa lestur- inn í Jónspostillu. Þetta var um hásláttinn. Þegar eg hafði lesið um stund, heyrði eg ein- hvern skarkala frammi í bæjardyrum. Eg gaf því engan gaum og hélt áfram að lesa, en rétt á eftir var borðstofuhurðin brotin, og stór skepna kom vaðandi inn á gólfið. Eg sá strax, að þetta var tarfur fullorðinn frá næsta bæ, blóðmannýgur. Þá var eg við- bragðsfljótur, lagði frá mér bókina og greip tálguhníf, sem eg átti, uppi undir sperru; eg hafði smíðað hann sjálfur og vissi, að hann beit vel. Svo réðst eg móti bola. Hon- um hefur víst ekki sýnzt eg árennilegur með lmífinn í hendinni, því að hann brást við fram í göngin og út á hlað. Þegar hann skauzt út úr bæjardyrunum, náði eg í hal- ann á honum með vinstri hendinni; en svo var kastið mikið á honum, að eg gat ekki haldið honum föstum, og tók eg þó af öllu afli. Við héldum því sprettinn ofan túnið og ofan að ánni. Þegar þangað kom, hittum við á snarbrattan malarkamb, en djúpur hylur var neðan undir. Þar stakk boli sér fram af, en um leið brá eg hnífnum og stakk honum gegnum halann á honum, og rak hann svo á kaf ofan í bakkann. Þarna lét eg bola hanga á hnífnum, þangað til fólkið kom heim frá kirkjunni. — Boli heimsótti mig aldrei eftir það. II. Eg var svo fljótur á skautum á yngri árum mínum, að enginn hestur fylgdi mér. Einu sinni kom eg utan af sveitum og fór á skaut- um yfir Lagarfljót. Átti eg heim að sækja og var að flýta mér. Þegar eg fór fram hjá Valla- nesi, lenti eg ofan í bölvaða vök, sem eg átti enga von á, og t'it undir ísinn á lleygiferð; en skömmu síðar skaut mér upp um aðra vök. Ekki vissi eg, hvað eg var lengi á leið- inni, en víst hefur það ekki verið lengi, því að mér leið ekkert illa. Eg fór svo að horfa í kringum mig og sá þá, að mér hafði skotið upp um brynningarvök undan Hallorm- stað.*) *) Þessi leið er 15 kílómetrar og mót- straumi að fara, þótt lítill sé.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.