Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Síða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Síða 42
34 ÍSLENZAR SAGNIR N. Kv. III. Einu sinni fór eg ofan í Revðarfjörð til að sækja mér skreið, því að orðið var þröngt í búi hjá mér. Þetta var um hávetur og harð- indi mikil. Meðan eg var í burtu rak niður þau fádæmi af lausa snjó, að enginn mundi slíkan. Samt lagði eg af stað upp Eskifjarð- arheiði með tólf fjórðunga bagga á baki. Það þótti öllum óvit, en eg vissi, að mig munaði ekki um svo lítið. En það er ein sú örðugasta ferð, senr eg hef farið, og hafa þó margar vondar verið. Ofærðin var afskapleg yfir háheiðina, en versnaði um allan helm- ing, þegar í dalinn konr Héraðs nregin. Mér varð einu sinni litið aftur fyrir rnig og sá þá utanslóðar tvær rákir, senr eg kannað- ist ekki við. Fór eg að athuga þetta nánar og sá þá, að þær voru eftir stóra blýhringa, sem eg hafði í eyrnasneplunum! IV. Það var eitt sinn snenrnra vetrar, þegar eg var í Bessastaðagerði, að nrig vantaði nokkrar kindur. Leitaði eg þeirra lengi, en gat ekki fufidið þær, kom það þó sjaldan fyrir, að nrér nrisheppnaðist snralamenska, því að eg var léttur á fæti og sá nranna bezt. Svo var það eitt kvöld í glaða tunglsljósi, að eg gekk út á vökunni og litaðist unr, eins og eg var vanur. Sá eg þá eitthvað á ferð uppi á háum fjallstindi fyrir ofan bæinn. Eg kastaði tölu á þessar skepnur og virtist hún standa heinra við tölu kindanna, sem mig vantaði. Eg brá því við og hljóp í sprett- inunr upp á hnjúkinn, en þegar eg konr þangað, voru þessar skepnur komnar á rás vestur lieiði. Eg hljóp á eftir og herti mig hvað eg gat, og loksins konrst eg framhjá þeim norður á nriðheiði. En þá brá mér illa í brún: Þetta var þá bara bölvaður músa- hópur! V. Það var einn vetur í skammdeginu, að eg fór snemnra á fætur til að láta út ærnar nrínar. Þetta var unr fengitímann, og ætlaði eg ekki að taka hrútinn út fyrr en unr kvöld- ið. Þegar eg rak féð frá húsum, tók ein ær- in sig út úr og hljóp norður nreð Lagar- fljóti.Eg vissi, að þær hlaupa oft langt,þegar þær vantar hrút, og hljóp á eftir henni. En það verð eg að segja, að það var þolin skepna að Irlaupa. Við hlupum út endilangan Fellnahrepp og Tunguhrepp og norður í Jökulsárhlíð, alla leið út að sjó, þar sem heitir Landsendi. Þar náði eg lrenni loksins. Eg tók í annað hornið á lrenni og teymdi lrana lreim aftur, og konr nógu snemma heim til að hýsa féð um kvöldið.*) Fleiri sögur eftir Guðmund nran eg ekki nreð vissu. En eftir Eiríki syni lrans sagði Magnús mér sögur þær, er hér fara á eftir. — Eiríkur var göngunraður mikill og orðlögð refaskytta; voru flestar sögur hans af þeim afrekum. Honunr sagðist svo frá: I. Einn sinni var eg sóttur frá Hafranesi í Reyðarfirði til að vinna greni. Eg sá refinn strax og eg kom á grenið og skaut á hann; eg sá að skotið kom allt sanran í hann, en sanrt hljóp hann af stað eins og ekkert væri í honunr; dálítið var hann þó lraltur. Eg lrljóp á eftir honum, því að mér var léttur fóturinn á þeinr árum .Við héldum svo inn nreð öllum Reyðarfirði ,og dró hvorki sund- ur né saman. Svo fórunr við fyrir botn Reyð- arfjarðar og út nreð honunr að norðanverðu og út á Hólmanes.**) Þar náði eg lronum loksins. En þegar eg fló hann, sá eg að allar lappirnar á honum voru brotnar og ein tví- brotin. Þær eru skotharðar, tófurnar! *) Þessi leið mundi flestum gangandi mönn- um endast í 3—4 daga. **) Þessi vegalengd er sæmilag dagleið.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.