Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Blaðsíða 44

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Blaðsíða 44
36 ÍSLENZKAR SAGNIR N. Kv. „Hervítis lygi er það. Ekki skipaði eg henni það, heldur bað eg hana um það.“ Sagt er, að prestur hafi ekki getað varizt brosi og að þar með hafi dregizt broddurinn af strangleik áminningarinnar. Jóhannes varð gamall maður. Hann dó á Bessastöðum árið 1894, 86 ára að aldri. SIGURÐUR MAGNÚSSON. (Að mestu eftir frásögn Dómhildar Haraldsdótt- ur Briem. — Handrit Halldórs Stefánssonar). Á árabilinu 1890—1900, þegar foreldrar mínir bjuggu á Búlandsnesi, var hjá þeim vinnumaður, sem Sigurður hét Magnússon, skaftfellskur að ætt. Hann var meinhægðar- maðnr, en þótti fremur fákænn, sem eftir- farandi frásagnir votta. Sigurður hafði fyrir nokkrum árum kvænzt búandi ekkju, Guðrúnu Jónsdóttur í Smiðjunesi í Lóni. Hún var þá nær hálf- fimmtug að aldri en hann um þrítugsaldur. Átti hún tvö börn af fyrra hjónabandi sínu, og var sagt, að þau hefðu verið mjög mót- fallin endurgiftingu móður sinnar. Þau Sigurður og Guðrún bjuggu fá ár í Smiðjunesi, en síðan nokkur ár í Hvammi í Lóni. Heldur var talin óhæg sambúð Jreirra og lauk með því, að þau brugðu búskapn- um og skildu að samvistum. Hún fékk hús- mennskuvist á einliverjum bæ Jrar í Lóninu, en hann réðst í vist á Búlandsnesi, svo sem sagt var. Engin börn höfðu Jrau átt saman. Sigurði þótti sárt, hvernig farið hafði um búskapinn og sambtiðina, en huggaði sig við það, að hann myndi erfa konu sína, þar sent hún var um hálfum öðrum áratug eldri en hann. Sigurði Jrótti dragast, að fréttist lát Guð- rúnar. Það varð Jrá vani hans að spyrja gesti, sem að Búlandsnesi komu sunnan að: „Hvað er í fréttum — hefur enginn dáið í Lóninu?“ Og þegar svo hafði ekki verið, var hann vanur að bæta við: „Aldrei getur nein kerling dáið í Lóninu.“ Þegar Sigurður frétti lát Helgu, ekkju Magnúsar ríka á Bragðavöllum, varð honum að orði: „Guð friði sálu hennar. Mikið má henni bregða við, að fara úr rólegheitunum á Bragðavöllum til himnaríkis, þar sem ægir saman öllum ójrjóðalýð, frönskum, enskum og dönskum. Eg vildi ekki vera þar fremst- ur á pallskörinni í þrengslunum og detta fram af.“ NIKULÁS í HÓLKOTI OG SÉRA ÞÓRÐUR Á ÞRASTARHÓLI. (Sögn Davíðs Sigurðssonar, trésmíðameistara. Handrit Halldórs Stefánssonar.) Á hreppaskilaþingi eitt sinn í Skriðu- hreppi hinum forna var hreppsómagi, sem enginn vildi taka, settur niður á Nikulás bónda Halldórsson í Hólkoti,*) að honum fjarverandi. Hreppstjóri sveitarinnar, eða ráðamaður um þessa ráðstöfun, var séra Þórður Þórðarson á Þrastarhóli.**) Þegar Nikulás frétti þetta, brást hann við á fund séra Þórðar og afsagði ómagann með öllu. Séra Þórður tók því þvert og sagði m. a.: „Eg segi eins og Pílatus: Það sem eg hef skrifað, Jrað hef eg skrifað.“ — „Já,“ Pílatus,“ anzaði Nikulás. „Hvað sagði hann, sem ekki var til háborinnar helvítis skammar?“ Skiptum Jreirra lauk með Jdví, að prestur sjálfur sat uppi með ómagann. *) Dáinn 1876 nál. sextugur að aldri. **)Fékk Möðruvallaklaustur 1856.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.