Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Blaðsíða 46

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Blaðsíða 46
38 BÆKUR N. Kv. unnar. Og enn í dag lesum vér þau með óblandinni ánægju. í bindi þessu eru endurprentuð þau tvö hefti Ljóðasmámuna, sem áður voru prent- uð, en nú eru uppseld fyrir lifandi löngu og meira að segja lesin upp til agna. Enda þótt þeir hafi tvisvar verið prentaðir áður, eru þeir harla fágætir og sýnir það bezt, hversu þjóðin hefur unnað þeim. Það er því engin hætta á, að þessari útgálu verði ekki fagnað af öllum, sem unna ís- lenzkri Ijóðagerð. ísafoldarprentsmiðja vinnur þarft verk íslenzkum lesendum með því að gefa út hina sígildu íslenzku höfunda, í handhægum, vönduðum útgáfum, þar sem verði er stillt í hóf. Lokið er útgáfu á ritum Jónasar Hall- grímssonar, Bólu-Hjálmars og Einars Bene- diktssonar. Benedikt Gröndal er langt kom- inn, og nú byrjað á Sigurði Breiðfjörð. Verði svo fram haldið verður þetta mikið safn og gott. Gils Guðmundsson: Frá yztu nesjum. Rvík 1952. — ísafoldarprentsmiðja. Þetta er 6. heftið af hinum Vestfirzku sagnaþáttum, er Gils Guðmundsson safnar og skrásetur. Helztu þættir í þessu hefti eru Útvegur Arnfirðinga á ofanverðri 19. öld eftir frásögn Gísla Ásgeirssonar á Álftamýri. Fer þar saman góð frásögn og sérkennilegt efni, því að hvala- og selveiðar Arnfirðinga hafa verið einstæðar, og er gott, að lýsingu þeirra er borgið frá gleymsku. Þá er niður- lag á œviágripum Vatnsfjarðarpresta eftir útg. og Bœndur i Önundarfirði 1801 eftir Ólaf Þ. Kristjánsson. Ýmsar fleiri greinar eru og í heftinu, auk efnisyfirlits og regist- urs yfir þrjú síðustu lieftin. Hin fyrri hefti þessa safns hafa mætt nokkru aðkasti og eru í þessu hefti einnig nokkrar leiðréttingar á missögnum í fyrri heftum. Austurland. Safn austfirzkra fræða IV. Akureyri 1952.—Bókaútgáfan Norðri. Þetta er 4. bindi austfirzkra fræða er að mestu skrifað af Halldóri Stefánssyni, sem einnig hefur skráð drjúgan hluta fyrri bind- anna. Lengsta ritgerðin heitir: Þœttir úr sögu Austurlands á 19. öld. Er þar víða við kom- ið og margs getið urn atvinnuhætti, menn- ingu og hagsögu Austurlands á liðinni öld. Athyglisverður fróðleikur er þarna saman kominn, sem margt má af læra um þjóð- félagsþróun hér á landi, ekki aðeins á Aust- urlandi lieldur einnig um ,land allt. Þann- ig mun mörgum bregða í brún, er þeir sjá, að 1894 greiða Múlasýslur l/6 af tekjum landssjóðs en fólksfjöldi var þar þá 1/9 af landsbúum. Auðsætt er, að á 19. öld liefir velmegun verið almenn á Austurlandi og atvinnuvegir þessa landsfjórðungs í blóma, þrátt fyrir hörð áfelli. Fjör og framfara- hugur hefir verið allmikill og margt gert til aukinnar menningar og annara umbóta. En þótt þættir þessir séu þannig stórfróð- legir og merkilegir til athugunar fyrir nú- tímann, skortir í þá líf. Höf. kann að safna staðreyndum, en honum hefir ekki að sarna skapi tekizt að blása lífsanda í frá- sögnina, svo að hún verður fremur safn til sögu en sagan sjálf. Þá skrifar Halldór einnig um Vikur milli Borgarfjarðar og Loðmundarfjarðar og byggð þar, einnig Yfirlit um nokkra aust- firska œttstofna. Síðast í heftinu er skennntilegur þáttur um Jón Markússon og Valgerði' Ólafsdóttur eftir Eirík Sigurðsson. Jón Björnsson: Eldraunin. Ak. 1952. Bókaútgáfan Norðri. Eldraunin er skáldsaga frá galdrabrennu- öldinni. Hún er með glöggum einkennum höfundarins, liraðri og spennandi frásögn,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.