Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Blaðsíða 47

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Blaðsíða 47
N. Kv. BÆKUR 39 sem heldur lesandanum föstum bókina á enda. Bókin er öðrum þræði ástarsaga, en á hinn bóginn er tekin til meðferðar galdra- brennuæðið og barátta þjóðarinnar við er.lenda kúgun bæði auðlega og efnalega. Efni, sem í raun réttri er alltaf nýtt og tímabært, þótt hættan steðji að undir öðr- um nöfnum og með öðrum hætti. Hið sjúka hugarfar, sem leiðir til ofstæk- is og fulls brjálæðis eins og galdrabrennurn- ar báru vitni um, er raunaleg fylgja mann- kynsins á öllum öldum. Verður ekki ann- að sagt en höfundur geri því efni góð sk.il, og bendi þar á vítin til varnaðar. Þá er fyrirbærið Semingur ekki óþekkt á vorum dögum. Hann er persónugervingur þeirra ógæfumanna, sem í von um stundarhagnað og sakir persónulegrar grentju yfir því að öðrum hefir betur gengið, selur erlendu drottnivaldi sál og samvisku, en leitast við að telja sjálfum sér og öðrum trú um, að það sé vegna köllunar hans. Presturinn, séra Gils á í undirlægjuhætti sínum við danska liðsforingjann, marga sína líka á vorum dögum. Það má þannig segja, að þótt Eldraunin sé látin gerast á 17. öld gæti hún alveg eins nteð breyttum nöfnum verið saga sam- tíðarinnar. Þóroddur Guðmundsson frá Sandi: Anganþeyr. Þóroddur Guðmundsson er enginn ný- græðingur. Fyrir 9 árum síðan kvaddi hann sér hljóðs með smásagnasafninu Skýjadans. Þrern árum síðar gaf hann út ljóðabókina Villiflug og fyrir tveimur árum síðan mik- ið rit og merkilegt urn ævi og störf föður síns, Guðmundar Friðjónssonar. Rit það sýndi djúpsæjan skilning á mannlegu lífi og viðhorfum, sem nauðsynlegur er hverju skáldi, sem kveða vill sér hljóðs, svo að á hann verði hlýtt. Og nú sendir hann frá sér nýja Ijóðabók, er hann nefnir Anganpey. Nafn bókarinnar vekur þegar hjá lesand- anum minningar um Ijúfan vorþey, sem angan af gróðurilmi, sólskin og surnar- blíðu. Og nafnið er ekkert tál. Ljóð Þór- odds eru mild og þýð. Hann er gæddur ríkri og þjálfaðri rímgáfu, og beitir henni í fullu samræmi við efni kvæðanna. Ég minnist varla að hafa lesið kvæði, sem sýnir það betur en „Fögnuður“. Hátturinn og rímið leikur svo af fögnuði, að lesandinn hrífst með meira en orðunum sjálfum. Annars yrkir Þóroddur um margvísleg efni. Hann sækir þau í sagnir og ævintýri, nátt- úru lands síns og augnabliksmyndir hins daglega lífs. Og blærinn er alltaf hinn sami: þýðleiki og birta. En stundum virðist, sem hann missi tökin, kvæðin detti niður í end- ann og herzlumuninn vanti til þess að gera þau fullkomin. Eitt fegursta kvæði bókarinnar er upp- hafskvæði hennar: „Soldánsdóttir frá Saba“. Ljómandi kvæði er og sonnettan um „Fjall- dalafífilinn". Annars er ekki unnt að rekja hér einstök kvæði, þau þarf lesandinn að kynna sér sjálf- ur, og það eitt er víst, honum mun finnast því nteira til þeirra koma, sem hann les þau oftar, en slíkt er einkenni góðra kvæða. Hugblæ og efni Ijóðanna verður bezt lýst nteð þessu erindi úr kvæðinu „Jöklasóley": Þú öðlast líka æðri og víðari sjón yfir þá gróðursmæð, sem breiddi sig yfir hið lága og flata frón, en forðaðist ris og hæð. Þú valdir að hlutskipti sókn í sólarátt og sígildan lífsfögnuð og fegurð, sent ríkir við himinsins heiði blátt, með heilagan frið og sátt. Þar fannstu frelsið og guð. Ljóð Þórodds Guðmundssonar sækja öll í sólarátt, þau leita hins fagra og góða. Nokkrar þýðingar eru aftast í bókinni.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.