Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Side 48

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1953, Side 48
40 BÆKUR N. Kv. Virðast þær gerðar af leikni og lipurð. Þann- ig er þýðingin á „Jólasöng pílagrímsins" eft- ir Heidenstam fullkomið þrekvirki, sem fáir mundu leika svo vel. Engu skal spáð hér um viðtökur þær, sem Anganþeyr fær meðal íslenzkra lesenda. En lítt kunna menn þá að meta ljóðrænan kveð- skap, ef þeim geðjast hann ekki, þótt ef til vill sé þar ekki sótt á nýjar leiðir. Guðbjörg Jónsdóttir: Við sólarlag. — Rvík 1952. ísafoldarprentssmiðja. Fyrir 10 árum síðan birti Guðbjörg á Broddanesi endurminningar sínar undir nafninu Garnlar glœÖur. Bók sú hlaut al- mennar vinsældir, enda fór þar saman hug- næmt efni og óvanaleg frásagnarlist. Bók sú, er nú birtist er einnig að efni til ýmsar minningar og hugleiðingar höfundar um menn og málefni, m. a. langur þáttur lielgaður íslenzkum bókmenntum og koma þar fram margar spakviturlegar athuga- semdir liinnar gáfuðu og lífsreyndu konu. Frásagnarlist hennar er á marga lund ein- stæð og yfir allri bókinni hvílir hið rólega heiði fagurrar elli, þar sem andinn er sífrjór og lifandi, þótt líkaminn hrörni. Furðuleg- ast má það teljast, að höf. hefur samið þessa bók eftir að hún missti sjónina, og hefur því hlotið að lesa öðrum fyrir allt efni hennar. Myndu fáir, þótt yngri væru og æfðir við ritstörf, hafa leikið slíkt eftir. Sýnir það ljós- lega, hversu frásagnargáfan gat þroskast meðal íslendinga, á nreðan þeir lifðu sínu óhrotna sveitalífi. Rit Guðbjargar á Broddanesi eru ekki ýkjastór að vöxtum, en þar er yrktur reitur af þeirri kostgæfni, að fáir gera betur, og ekki munu Jieir margir, sem fara betur með íslenzkt mál en hún. Stíll hennar er hreinn og tær eins og uppsprettulind, og góðvild og skilningur eru meginþættir í öllu efni bókarinnar. Við sólarlag er fagur vitnisburður um göfgi íslenzkrar alþýðumenningar eins og hún birtist í fegurstu mynd sinni. Þess vegna mun hún verða langlíf í landinu. Stefán Jónsson: Dísa frænka og feðg- arnir á Völlum. — Reykjavík 1952. í saf oldarpr entsmið j a. Þetta eru 4 sögur. Hin lengsta þeirra, Feðgarnir á Völlum, er eiginlega ekki ungl- ingasaga. Þar eru rakin átök gamla og nýja tímans, og tekst höfundi þar víða með ágæt- um. Er sú saga miklu efnismest. En allar hafa þær til síns ágætis nokkuð. Höfundur- inn er glöggskyggn á barnseðlið, og hann kann Joá list að segja þannig frá, að bæði fullorðnir og unglingar fylgist með af áliuga. Enginn vafi er á því, að Stefán Jóns- son er bezti unglinga rithöfundurinn, sem nú er uppi með þjóð vorri. Hann sameinar skemmtun og alvöru í sögurn sínum, og vek- ur lesendurna til hugsunar og skilnings á ýmsum viðfangsefnum lífsins. Jón Amfinnsson: Úr hulduheimum. Reykjavík 1952. ísafoldarprentsmiðja. Hér er nýr höfundur á ferðinni með 5 stuttar sögur. Ekki er um stórt skáldverk að ræða, en höfundur segir vel frá og innileg aðdáun hans á íslenzkri náttúru og sveita- lífi, ásamt hinu bezta úr vorri gömlu sveita- menningu, gefa bókinni gildi. Af mannlýs- ingum tekst höfundi bezt með gamla fólkið. Hins vegar er unga fólkið margt hálf glans- myndakennt. Engu skal spáð um hvort höf- undur eigi framtíð sem sagnahöfundur, en vel gæti eg þó trúað, að hann hlyti nokkrar vinsældir, Javí að slegið er á strengi, sem margir unna.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.