Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Qupperneq 19

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Qupperneq 19
KYNJALYFIÐ, 81 »Eg get eigi ráðið við, þótt þú efist um orð mín, en bið þig þó enn að trúa því, að það erb sönn orð á vörum þjóns þíns. Eða finst þér það vera rétt að svifta heiminn og marga sjúka, sem þjást af sömu veiki sem ný verið Iamaði þrótt þinn, verkunum hins undra- verða töfragripar með því að neita vesælum afbrotamanni um fyrirgefningu. Athugið það vel, herra konungur, að enda þótt þú getir lagt þúsundir að velli, getur þú þó ekki lífgað af dauða einn einasta eða læknað dauðvona mann. Konungar hafa sama mátt og djöfullinn að drepa menn og pína, en vitringar hafa feng- ið nokkuð af krafti Allah til að lífga og græða. Varaðu þig á því að svifta mannkynið þeim gæðum, sem þú getur ekki veitt því aftur. þú getur höggvið af manni höfuðið, en þú getur eigi læknað veika tönn náungans.« íPessi frekja fer of langt,« sagði konungur, sem reiddist af því að Hakim var farinn að tala í háum og nærri skipandi róm. »Við höfum ráðið yður fyrir Iækni en eigi sem ráðgjafa, eða samviskusorgara vorn.« Við þessi orð varð gagngerð breyting á Hakim. Auðmýktar- og undirgefnishamurinn féll af honum og hann mælti þóttalega og með mikillæti: »Er það á þennan hátt að hinn nafn- kunni konungur Englands endurgeldur velgerðir og góðverk? Sé svo, læt eg þig vita, að eg auglýsi það fyrir öllum jjjóðhöfðingjum í Ev- rópu og Asíu, fyrir herforingjum kristnum jafnt og Múhamedstrúar, fyrir riddurum jafnt og hefðarfrúm, og alstaðar þar sem harpa hljómar og sverðakliður hevrist, alstaðar þar sem sæmd er metin og vansæmd fyrirlitin. í einu orði um víða veröld mun eg ásaka þig, Ríkarður kon- ungur, sem vanþakklátan og harðsvíraðan kon- ung, og sé eitthvert land, sem frægðarorð þitt hefur enn ekki borist til, skal þó fregnin nm smán þína og níðingskap ná þangað.« »Leyfir þú þér að tala þannig við mig, vantrúaði garmur,« hrópaði konungur og óð í reiði sinni að lækninum, »eða ertu orðinn leið- ur á lifinu?« »Láttu bara höggið ríða,« sagði Hakim ró- legur. »Verknaður þinn mun þá sýna, að þú ert langt um verri maður en orð mín hafa lýst þér, þótt þér þyki þau full beisk.« Konungur sneri sér nú frá lækninum. Hann var orðinn mjög æstur í skapi og skálmaði fram og aftur um tjaldið. Eftir litla stund nam hann staðar og mælti: »Vanþakklátur og tilfinningarlaus? Rá er eins gott að vera talinn trúlaus og varmenni, Ha- kim, þú hefur nú sjálfur ákveðið hverra launa þú æskir, og enda þótt eg fremur hefði vilj- að að þú krefðist gimsteinanna úr kórónu minni, get eg þó sem konungur eigi neitað þér um það, sem þú ferð fram á. Farðu því með þennan Skota. Hann skal vera eign þín. Böðull- inn afhendir þér hann eftir þessari skipun minni.« Svo rispaði hann nokkur orð á bókfell og afhenti lækninum og mælti: »Hafðu hann sem þjón eða þræl, og hafðu þau not af honum sem þú getur. En lát hann gæfa þess vel, að verða eigi framar á vegi mínum.« »Þjónn þinn skilur til hlýtar þín konung- legu orð,« sagði hinn spaki læknir og var nú aftur hinn auðmjúkasti. »Eg hefi heyrt skipun og boð herra míns og að heyra hana, er sama og hlýða henni.« »Gott er það, en viljir þú hafa líf hans IrygL há lát hann eigi verða á vegi mínum. Er það svo nokkuð annað, sem eg get gert fyrir þig?« »Gjafmildi konungsins hefur fylt bikar minn á barma, já, það freyðir út yfir barmana eins og uppsprettan, sem freyddi fram í tjöldum ísraelsbarna i eyðimöikinni, þegar Móses snart bergið með staf sínum.« »SnjöIl samlíking,« sagði konungur bros- andi. »Enn þurftu þung högg eins og í eyði- mörkinni til þess að fá fram hið eftirþreyða. En víst vildi eg láta þér í té væri það fleira, sem eg gæti gert þér til gleði.« »Lofaðu mér að snerta þina sigursælu hönd,« bað hinn spaki læknir, »til merkis um, að ef Hakim þarf einhverntíma að biðja hinn mikla konung Englands um greið vikni eða velgern- ing, þá megi hann eiga von á bænheyrslu.* 11

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.