Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Qupperneq 17
KYNJALYFIÐ.
70
KYNJALYFIÐ.
Saga frá krossferðatímunum.
(Eftir Walter Scott.)
SEXTÁNDI KAPÍTULI.
Munkurinn fór á eftir kvennaskaranum út
úr tjaldi Ríkarðar konungs og var sem skugg-
inn fylgdi þar sólinni. En í dyrunum sneri
hann sér þó við og um leið og hann ógnandi
lyfti höndunum, mælti hann til konungs: »Bö!v-
un yfir þann, sem ekki hirðir um aðvörun
kirkjunnar, en hlustar á fánýtar ráðleggingar
vantrúaðra manna. En vita skalt þú, Ríkarður
konungur, að eg yfirgef ekki herþúðir krossfar-
anna nú þegar. Við eigum eftir að sjást, því
sverðið fellur enn ekki, þótt það hangi á veik-
um þræði.«
»Pú ert drambsamari, prestur, í þínum geit-
arskinnsstakki en þjóðhöfðingjar skýddir purp-
ura og dýru lini,« sagði konungur.
Einbúinn hvarf síðan út úr tjaldinu. En
konungur sneri sér að Arabbanum og mæiti:
»Tala prestar ykkar Austurlandabúa eins djarft
og óhikað við þjóðhöfðingja sína og þessi
munkur, lærði Hakim?«
»Munkur þessi mun annaðhvort vera vitr-
ingur eða geðveikur, um það vitnar alt fram-
ferði hans. Sé hann það fyrnefnda, veit hann
hvað hann má bjóða sér og við á, en sé hann
geðveikur, verður hann eigi krafinn ábyrgðar á
háttalagi sínu.«
»Mér virðist að munkar vorir leggi sig sér-
staklega eftir því að haga sér sem geðveikir
menn. En sleppum því. Með leyfi að spyrja,
hvaða greiða get eg gert þér, læknir góður?*
»Mikli konungur,« sagði læknirinn oghneigði
sigdjúpteftirsiðvenjum Austurlandabúa. »Leyfðu
þjóni þínum að segja fáein orð og þó að halda
lífi. — Eg vil minna þig á, að þú skuldar
mér ekki lífgjöf, heldur öndum þeim, sem eg
er lítilmótlegt verkfæri fyrir, og sem þeir vinna
með velgjörðarverk á jarðríki meðal dauðlegra
manna.«
»Svo munt þú vilja fá anr.að líf í staðinn
fyrir lífgjöf mína?« greip konungur fram í.
»Já, það er auðmjúk bæn mín til hins mikla
konungs. Eg bið um lífgjöf hins göfuga ridd-
ara. Bið fyrir honum, sem dæmdur er til dauða,
einungis fyrir samskonar misgerðir, sem Adam,
faðir okkar allra gerði sig sekan í.«
»Svo ættir þú að minnast þess, að Adam
varð að deyja fyrir yfirsjón sína,« sagði kon-
ungur stuttur í spuna. Síðan fór hann að ganga
með ákefð aftur og fram í hinu takmarkaða
tjaldrúmi og tautaði við sjálfan sig: »Guð líti
í náð sinni til okkar. Mig grunaði erindi hans
jafnskjótt og hann kom inn í tjaldið. Hér snýst
alt uin líf eins auðnuleysingja, sem réttilega er
dæmdur til dauða og eg, konungur og her-
maður, sem með boðum mínum hefi orðið
þúsundum að bana, og með eigin hendi lagt
að velli fleiri tugi manna; eg á nú ekki að fá
að hafa ráð á lífi þessa manns, enda þótt fáni
minn, vopn mín, eg sjálfur og drotningin hljóti
vanvirðu af háttalagi þessa lánleysingja. Pað
veit sá heilagi Georg, að þetta næstum ætlar
að verða hlægilegt og minnir mig á æfintýris-
höllina, þar sem valinn riddari átti að verja
innganginn og varð þar að heyja stríð við als-
konar óvini í ýmsum myndum, og jafnskjótt
og hann hafði yfirstígið einn óvininn kom ann-
ar fram jafnhættulegur. Alveg eins er þetta hér,
fyrst kemur drotningin, svo mín stórláta frænka,
þá einbúinn og nú að síðustu Hakim. Jafn-
skjótt og sá eini er hrakinn á flótta, er annar
kominn í hans stað. Og eg einn míns liðs
verð að heyja stríð við þetta fjölmenni, ha,