Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Síða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Síða 9
HETJAN í KLONDYKE. 71 Harnish mundi þar kominn áður en dagur rynni. Það var líka hún, sem manna fyrst heyrði hundgána. »Heyrið till« mælti hún hátt. »Lofteldur er að koma,« Allir skunduðu til dyra, en í því var hurð- inni hrundið upp og fólkið hopaði snögglega á hæli. Hundarnir geltu glaðlega. Pað small i svipunni, en yfir tóku eggjunarorð Loftelds. Hann lét hundana binda enda á sitt strit með því að draga sleðann inn í veitingasalinn. Þeir fóru geyst og toguðu fast í taugarnar. ísköld vindstroka stóð af þeim. Kalda loftið varð að gufu og hún vafðist svo um hundana, að ekki sást nema ofan á hausana og bökin. Var því líkast sem þeir væru að synda í á. Á eftir þeim kom Lofteldur. Hann hélt um stjórnvöl- inn og óð mökkinn upp að hnjám. Já víst var hann þar kominn alskapaður, en magur var hann orðinn og allþreytulegur, en þó ennþá fráneygðari en áður. Hann bar yfir sér kufl síðann gjörðan úr baðmullarvoð. Var kuflinn dreginn upp yfir höfuðið líkt og munka- kápu og tók niður á kné. Var kuflinn óhreinn mjög og á honum brunablettir allvíða. Mátti því sjá á kuflinum, að kempan mundi í krapp- an dans komist hafa. Hann var alskeggjaður og skeggið flókið mjög. Hafði andgufan frá vitum hans frosið í skegginu og setið þar ó- hreyft síðasta áfangann, er var sjötíu mílna langur. Koina hans var áhrifamikil eins og söng- leikur og hann fann það sjálfur. Svona var líf hans — þetta líkaði honum vel. Félagar hans litu upp til hans. Hann var hetjan þeirra norð- ur þar. Hann miklaðist af því og í hans aug- um var þetta hátíðleg stund, er hann kom þjótandi inn í gildaskálann, að lokinni þús- und mílna sleðaferð, með hunda og sleða, póstsendingarnar, Indíánann og annað fargóss. Enn hafði hann unnið afreksverk, er halda mundi á lofti nafni hans langa hríð þar um slóðir. Hann, Lofteldur, konungur allra ferða- manna og hunda-ökuþóra. Honum hlýnaði um hjartaræturnar þegar hann heyrði fagnaðarópin og sá alla þessa menn og hluti, er hann þekti svo vel, hið langa veit- ingaborð alsett flöskum, spilaborðið, stóra ofn- inn, vogarmanninn við gullvogina, hljóðfæra- leikarana, karlmannahópinn og stúlkurnar þrjár, jómfrúna, Sillu og Nillu, Don Mac Donald, Bettles, Billy, Rawlins, Ólaf Henderson, Doc Watson og alla hina. Alt var eins og þegar hann fór. Engar breytingar höfðu á orðið í fjærveru hans. Þessi hvíldarlausa tveggja mán- aðar sleðaför yfir hvítu auðnina dróst snögg- lega saman i endurminningunni á líkan hátt og þegar kíkir er dreginn saman og það rúm, er hún skipaði í tímatali hans varð harla lítið. Pað var augnablik, tilviljun. Hann hafði rofið múr þagnarinnar og haldið út í auðnina og gegnum múr þagnarinnar var hann aftur kom- inn eftir nokkur augnablik — fanst honum — og var nú umkringdur af ærslaseggjum og hljóðabelgjum þarna í gildaskálanum. Hann varð að líta á sleðann og póstpok- ana, til þess að taka af allan efa um, að þessi tveggja mánaða sleðafcr yfir hjarnið hefði ver- ið veruleiki, en ekki draumórar einir. Hann þrýsti öllum þeim höndum, er fram voru rétt- ar eins og í draumi. Hann varð frá sér num- inn af fögnuði. Lifið var dásamlegt. Hann elskaði það í öllum myndum þess. Heitar mannúðar og bræðralagstilfinningar náðu tök- um á honum. Þetta fólk var alt »fólkið hans« — alt af sama kynstofni. Rað var ákaflega stór- kostlegt, það var tröllaukið. Hann fann heitan straum leggja að hjarta sér og hann langaði til að taka í hönd þeirra allra og faðma þau að sér fast og lengi. Hann dróg djúpt andann og mælti: »Sig- urvegarinn borgar. Eg er sigurvegarinn, er það ekki rétt? Komið hingað Lápar og Skrápar og segið hvers þið viljið neyta! Rarna eru bréfin og sendingarnar ykkar frá Dyea. Pað kemur beina leið frá Saltavatni, og er Iaust við allar »hundakúnstir«. Leysið böndin og skoðið skranið.« Tíu hendur voru réttar fram og tóku þær

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.