Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Síða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Síða 33
LITLI PÍSLARVOTTURINN. 95 niður og síðan hneig höfuðið að brjósti prins- sessunnar. Prinsinn riðaði við. Andlitið var skyndi- lega orðið ellilegt og hrukkótt. Hann rétti fram hendurnar og mælti hásum rómi: »Eg skal bera hana.« »Nei, nei,« sagði hún og þrýsti dökka hrokkinhærða kollinum að brjósti sér. Pað varð að taka barnið af henni með valdi og síðan fjell hún í ómegin. Pegar hún raknaði við, var hún leidd inn í stóru gestastofuna, sem var til hliðar við vinnu- stofu prinsins. Hún skalf af krampagráti. »Ó, Ouð minn góður! Hún deyr, eða er, ef til vill dáin. Ó, barnið mitt! Elsku litla Ketty mín!« Höfuð hennar hneig niður á hand- legginn og hún stundi í örvæntingu. Læknirinn kom akandi í bifreið. Prinsinn tók á móti honum í andyrinu og fóru þeir svo inn til litlu stúlkunnar og lokuðu dyrunum á eftir sér. Pegar prinssessan heyrði til læknisins, fór hún út í anddyrið og þar hné hún niður á stól. Tíminn var Iengi að líða. Svo kom önnur bifreið og nam staðar fyrir hallardyrunum. Pað heyrðist mannamál og inn kom hár maður fríður sýnum, en augnaráðið bar vott um þunglyndi. Hann nam staðar í dyrunum, þegar hann sá hennar konunglegu hátign. Svo breiddi hann út faðminn og gekk hvatlega til hennar. »írena, vesalings vina mín! Þetta er hræði- legt. *Blessað barnið! Hintz, herbergisþjónn hans konunglegu há- tignar hafði skýrt þéssum inanni frá því, er komið hafði fyrir, jafnskjótt og hann kom. Hennar konunglega tign leit upp. Hið fagra andlit hennar var þrútið af gráti Svo spratt hún á fætur, og færði sig nær dyrunum á herbergi sjúklingsins, eins og hún væri að að forðast komumann og mælti hásum rómi: »Farðu, farðu burt! Eg vil ekki sjá þig framar.« »írena!« En hann færði sig ekki nær. Pau stóðu um stund og horfðu hvort á annað og brann eldur úr augum þeirra. Svo -sneri hertoginn af Bels sér seinlega við og gekk til dyra. Hann mætti prinsinum í andyrinu. Peir litu þeg- jandi hvor á annan. Svo vatt prinsinn sér til hliðar og lét sem hann hefði ekki séð komu- mann og hertoginn af Bels skundaði út og settist í bifreið sína. Dyrnar voru opnar, svo prinssessan sá þeg- ar þeir hittust. Pegar prinsinn kom inn hrað- aði hún sér á móti honum. »Ketty?« »Hún er mikið veik en læknirinn gefur von um bata.« Hennar konunglega tign fór að hágráta. »Ó, eghefi altaf elskað hana« sagði hún snökt- andi. »Eg hefi oft reynt að gleyma henni, en aldrei tekist það. Nú kemur hegningin. Eg verðskulda ekki að hafa hana ’njá mér. Eg var ákveðin í að segja skilið við hertogann í kvöld. Eg hefi ekki lifað eina einustu hamingju eða ánægjustund síðan — síðan þetta kom fyrir Mér hefir í rauninni aldrei þótt vænt um hann. En eg mátti til að hafa einhvern þann í návist minni sem unni mér. Pú varst orðinn svo breyttur í framkomu þinni við mig. Eg hugði að þér þætti ekkert vánt um mig nú orðið.« Pað var barið að dyrum. »Hennar hátign er að spyrja eftir yðar kon- konunglegu hátign,« sagði þjónn sá er inn kom við prinsinn og hneigði sig. Augu prinssessunnar leyftruðu af afbrýðis- semi. »Eg vil koma inn til hennar. Hún er dóttir mín.« Aftur var drepið á dyr. Pjónnninn opnaði. »Hennar hátign óskar að fá að sjá hennar konunglegu hátign.« . Pjónninn beið augnablik. Svo fór hann og lokaði dyrunum hljóðlega. Prinssessan gekk að dyrunum og var all óstyrk. Prinsinn hreyfði sig ekki. Prinssessan tók um húninn á hurðinni, sneri sér síðan við og leit á hann. »Æ, getum við ekki orðið samferða inn til hennar?* mælti hún í bænarróm,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.