Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Qupperneq 21

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Qupperneq 21
KYNJALYFIÐ. 83 ið um bráðabyrgðarfrið, og vafalaust vilja þeir að því fylgl algerður friður. Hefur þú ekki tekið eftir, að allir þessir krossfararhöfðingjar hafa eitthvert markmið, sem þeir keppa að, og eg hef líka mitt markmið, sem er að vinna mér sæmd og góðan orðstýr, því er eg hing- að kominn. Og geti eg ekki unnið hann í viðureigninni við þá vantrúuðu, þá vil eg þó ekki missa neitt af heiðri mínum fyxir þessum ófyrirleitna hertoga; jafnvel þótt allir krossfar- arhöfðingjarnir kunni að fylgja honum að málum.« Tómas barón sneri sér að dyrunum til þess að fara með erindi herra síns, en ypti þó öxl- um til þess að láta með því í Ijósi, að þessi erindisrekstur væri honum mjög á móti skapi. í þessum svifum gekk fram einbúinn frá Engaddi með því látbragði, að auðsætt var, að hann þóttist hafa áríðandi mál að flytja, sem sendimaður þess, sem stendur yfir öllum jarðneskum þjóðhöfðingjum. Hann var mjög einkennilegur til að sjá, þarna sem hann stóð frammi fyrir Ríkarði konungi í sínum loðna skinnfeldi með úfið og mikið hár og skegg, hár og horaður með voðalega loðnar brýr. Undir þeim brúnum tindruðu augun hvöss og ægileg, svipað og í brjáluðum manni. Hann var sönn ímynd hinna gömlu einsetumanna, sem þóttust hafa spádómsgáfu og andlegt vald að fara með og birtust stundum hinum fornu höfðingjum ísraelsmanna og skutu þéim skelk í bringu, með því að hóta þeim reiði himna- föðursins fyrir misgerðir þeirra og syndugt líferni. Prátt fyrir sjálfbyrgingsskap og stórlæti, virti þó Ríkarður konungur mikils kristna kirkju og þjóna hennar, og jafnvel þótt honum mis- líkaði að þessi einsetumaður svona fyrirvara- laust óð inn í tjald hans, heilsaði hann þó munknum kurteislega, en gaf honum jafnframt bendingu um að hraða sér að afljúka erindinu. Einbúinn fórnaði höndum ægilegur og ógnandi, svo jafnvel Tómasi barón stóð beig- ur af manninum. Hann tók svo til máls með valdsmanns raust: »í nafni guðs og hins heilaga föðurs, sem er forseti kirkju Krists á jörðunni, banna eg og fyrirbýð slíka ósæmilega, vanheilaga og ó- guðlega hótun og hólmgönguáskorun milli tveggja kristinna þjóðhöfðingja, sem bera kross- ins helga merki á öxlum sér og sem þeir hafa svarið bróðurhug og velvild hvor til annars. Bölvun yfir þann, sem fyrstur brýtur þann eið. Sem kirkjunnar þjónn, býð eg Ríkarði Eng- landskonungi að kalla aftur fyrirskipanir þær, sem hann hefur gefið þessum herra. Hættur og dauði nálgast þig, og rýtingnum er þegar miðað að brjósti þínu.« »Hætta og dauði eru leiksystkini Ríkarðar,« svaraði konungur drembilega. »Og hann hefur boðið byrginn alt of mörgum sverðalögum til þess að óttast eitt rýtingslag.« »Hættan og dauðinn eru í nánd,« endur- tók munkurinn með lágri en drynjandi raust, »og eftir dauðann kemur dómurinn!« »HeiIagi faðir,« sagði konungur, »eg heiðra þig og--------« »Heiðraðu ekki mig!« greip einbúinn fram í, »þú gætir fremur heiðrað það aumasta skor- kvikindi, sem skríður á ströndum dauða hafs- ins, en heiðraðu hann, sem sendi mig, hann hvers gröf þú hefur heitið að vinna aftur, heiðraðu þann bróðerniseið, sem þú hefur unnið og rífðu ekki sundur það einingarinnar band með hverju þú hefur sjálfur knýtt þig við hina aðra krossfararhöfðingja.* »Góði faðir,« tók nú konungur til máls, »þótt þér og þínum líkum leyfist að flytja mál ykkár óhindrað, þá dylst mér ekki, að þið miklist meir en góðu hófi gegnir af hinni helgu stöðu ykkar. Eg vil ekki fást um, þótt þið viljið bera umhyggju fyrir samvisku okkar; en mér finst þið ættuð að Iofa okkur að vera einum um að vernda æru okkar.« »Að miklast, væri ósæmilegt fyrir mig,« sagði einbúinn. »Eg sem einungis er klukkan, sem hlýði hönd hringjarans, eða lúðurinn sem þegir, nema þegar í hann er blásið. Og sjáðu til, eg varpa mér til jarðar og bið þig eins 11*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.