Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Qupperneq 31

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Qupperneq 31
LITLI PÍSLARVOTTURINN. 93 »Eg frétti að þú værir komin og mig lang- aði til að sjá þig.« Barnið leit ástríkum aug- um á móður sína og þessi augu mintu prins- essuna á bónda sinn, eins og hann hafði ver- ið fyrstu hjúskaparár þeirra, svo blíður og ást- úðlegur. Ketty hafði augun hans föður síns. En slíkar minningar höfðu skamma dvöl í huga hennar. Pað komu hörkudrættir í kringum fall- ega munninn hennar. Hún slepti barninu og tók hárduftskúfinn, sem hún hafði lagt frá sér þegar litla stúlkan kom inn. »Flýttu þér nú til herbergja þinna, Ketty,« sagði hún. En litla stúlkan hreyfði sig ekki úr sporunum. »Pabbi ætlar til Parísar.* Pað var svo mik- ill sorgarhreimur í rödd barnsins, er hún mælti þessi fáu orð, að prinsessan sneri sér aftur að henni. »Pú ert skrítið barn! Nú jæja. Hvað gjörir það til þó hann fari burt?« »Já, en mig langar mikið til þess, að hann fari ekki.« Hennar konunglega hátign hló, en það var uppgjörðar hlátur. »Pú ættir að spyrja hann, hvort hann vildi vera kyr heima,« sagði hún. »Eg gerði það.« »Nú, nú?« Prinsessan sneri sér til hliðar. »Og hvað sagði hann?« Stóru gráu augun fyltust tárum. Litlu barns- varirnar titruðu. »Hann sagði nei.« Pað varð stutt þögn. »ViIt þú ekki biðja hann þess?« hvíslaði hún lágt. Hennar konunglega tign lét hendur falla í kjöltu sér. Hana furðaði stórum framkoma dótt- ur sinnar. »Hversvegna langar þig til þess að hann verði kyr heima?« spurði hún. »Pykir þér — þykir þér ákaflega vænt um hann?« »Já.« Litla stúlkan þurkaði af sér tárin. — »Pykir þér það ekki líka?« Pað varð löng og óþægileg þögn. Prinsessan tók að fitla við langa festi, setta gimsteinum, er hún bar um hálsinn. Hún and- varpaði og horfði hugsandi á hið fagra andlit sitt í stóra speglinum. Hún hafði ekki séð prinsinn, eða talað við hann síðasta missirið — nema einu sinni í sal troðfullum af fólki. Pá hafði hann svarað tilliti hennar með því að hneigja sig og verið mjög alvarlegur. Og einu sinni unnust þau hugástum og giftust þess- vegna!! Tilhugalíf þeirra hafði verið jafn æfinlýra- kent eins og meðal lægri stéttarinnar og hvað var svo orðið af allri þessari sælu? Hversvegna var alt gjörbreytt? Hennar konunglega hátign var illa við alt, sem olli sársauka, bæði líkamlega og andlega. Henni var illa við að verða andvaka um næt- ur og vera ein með hugsanir sínar. Henni geðjaðist ekki að horfa í skæru og ástríku aug- un hennar Ketty litlu. Og Hún tók til máls, og kendi óþolinmæði í röddinni : »Vertu nú ekki einþykk, Ketty. Flýttu þér nú til fóstru þinnar. Mig furðar á, að hún skyldi ekki gæta þín betur. Nú, nú, flýttu þér! Heyrirðu það?« Litla stúlkan hlýddi og gekk út. Fótatak hennar heyrðist ekki á þykku gólfábreiðunni. Hennar konunglega hátign hrökk við, þegar hurðin féll hægt að stöfum. »En sú meinloka!« tautaði hún hálfreiðu- lega. »En hún hefir ætíð verið undarlegt barn.« Hún hringdi á þernuna, en hún gat ekki gleymt þessum gráu, ástríku augum, — þess- um augum, sem mintu hana svo ákaflega á hinn göfuga bónda hennar. Svo hún sveik þá Iíka síðasta vonin. Litla prinsessan lét hin þungu flauelstjöld niður falla að baki sér. Hún nam staðar og horfði urn hríð yfir hinn breiða gangstall og upp í stigann. Nú fanst henni hún vera munaðarleysingi. Prinsinum þótti ekkert vænt um hana og prins- essunni ekki heldur. í dag var tíu ára afmælið hennar og hvor- ugt þeirra vildi veita henni þessa einu, litlu

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.