Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Qupperneq 20

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1918, Qupperneq 20
82 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. »Hér er hönd mín og fylgir henni fyrirheit um verðskuldaða greiðvikni, geti eg hana i té látið,« sagði konungur klökkur. ^En eitt vil eg biðja þig um, sem er, að þegar þú ert að bjarga nauðsynlegri tölu mannslífa til þess að varðveita verkanir verndargrips þíns, reynir að gera það á annan hátt en að biðja þeim glæpa- mönnum mínum lífs, sem verðskulda dauða- hegningu, því eg kýs heldur á annan hátt að endurgjalda mér auðsýnd góðverk.« »Verði þér langra lífdaga auðið,« sagði Ha- kim og laut konungi með venjulegri lotningu 'og yfirgaf hann. Konungur horfði á eftir honum og var auð- séð á svip hans, að hann var eigi sem best ánægður yfir að hafa orðið að láta undan þess- um vitra lækni. »En hvað þessi lækni er einkennilegur,« tautaði hann við sjájfan sig, »og undarlegt er, með hve miklu harðfylgi hann beitti sér til þess að bjarga Iífi þessa Skota, sem sannarlega verðskuldaði dauðahegningu. Nú jæja, Iátum hann þá lifa, það er þá einum hraustum dreng fleira ofanjarðar. En svo er bezl að taka fyrir mál þessa austurríska oflátungs. Halló — er baróninn frá Gílslandi þarna?« Hinn risavaxni skrokkur barónsins fylti þeg- ar upp tjalddyrnar og þegar á eftir honum kom einbúinn frá Engaddi inn í tjaldið. Hann hafði eigi beðið um inngönguleyfi eða koma hans verið kynt, en enginn tálmaði honum inngöngu. Án þess að gefa einbúanum nokkurn gaum, mælti konungur með hárri rödd til barónsins: »Herra Tómas frá Gilslandi, farðu nú þegar til tjalda hins svonefnda Austurríkishertoga og hafðu með þér kallara og trumbuslagara. Gakk þú fyrir hann, þegar hann situr undir torðum með riddurum sínum og lénsmönnum, sem mun vera um þetta leyti dags. Talaðu við þennan þokkapilt, með ekki of mikilli virð- irigu, og berðu á hann þær sakir í nafni Eng- lands konungs, að hann í nótt hafi stolið fána Englands, annaðhvort sjálfur eða fyrir milli- göngu annara. Ennfremur tilkynnir þú honum, að það sé vilji vor og boð, að hann innan klukkustundar eftir að hann fær þessa tilkynn- ingu, setji fánann aftur á þann stað, þar sem hann var og að sú athöfn fari hátíðlega fram og að hann og fyrirmenn hans standi í kring auðmjúkir og berhöfðaðir á meðan fáninn er dreginn á stöng. Skamt frá fána vorum, ber honum að setja niður fána Austurríkis og láta fánastöug hans vera á höfði, svo hann hangi niður við jörð, éins og þeim fána ber, sem svívirtur hefur verið með þjófnaði og skálka- pörum. Þar hjá ber honum að setja á staur hausinn af þeim óþokka, se.n hefur verið hjálp- armaður hans við þetta níðingsverk á fána vor- um. Svo mátt þú segja honum, að þegar öllu þessu sé lokið nákvæmlega eftir þessari vorri fyrirsögn, munum vér með tilliti til heita vorra og sameiginlegs áhuga að vinna landið helga, fyrirgefa honum þessar hans glæpsamlega yfir- sjónir.« »En neiti nú hertoginn því að vera valdur að þessu skammarlega verki?* svaraði Tómas barón. »Segðu honum, að það muni verða sann- að með heiðarlegri hólmgöngu og það muni koma harðast niður á hans eigin skrokk. Hon- um er velkomið að hafa með sér tvo af sín- um hraustustu hermönnum, til þess að fást við oss einan, hvort heldur hann vill á fæti eða hesti. Og honum veiti eg rétt til að ákveða með hvaða vopnum er á hólmi mætt og á hvaða stað.« »Konungur minn og lénsherra,« sagði bar- óninn. »Athugið að friður Guðs og kirkjunnar á að ríkja milli þeirra þjóðhöfðingja, sem hafa sameinað sig til hinnar helgu krossfarar.« »Barón minn og lénsmaður! Gefið gaum að því hvernig þú best getur afgreitt erindi mitt. Sumir halda að þeir geti haft þau áhrif á mig, að eg breyti áformum mínum, sem hrekist fyrir hverjum goluþyt. Þú talar um kirkjunnar frið, en hver er það, sem hugsar nú um kirkjunnarfrið. Kirkjunnarfriður milli kross- fararanna er sama sem ófriður við Saraceana, en við þá hafa höfðingjar krossfararinnar sam-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.