Tjaldbúðin - 01.01.1899, Page 15

Tjaldbúðin - 01.01.1899, Page 15
-13- fyrir íslaÆid” (1878—1880) voru fyrirmynd hennar. Fyrsta ritnefnd “Sam.” var B. L. Baldvinsson, sjera Jón Bjarnason (ritstjóri), Friðjón Friðriksson og P&ll S. Bardal (fjehirðir). Sjera Hans varð vegna “heimilisástæðna ” að fara af kirkjuþinginu, áður en kosning em- bættismanna fór fram. Kosningin fór & þessa leið .- “ Formaður sjera -lón Bjarnason, vara- formaður Magnfts Pálsson, skrifari Friðjón Frið- riksson, varaskrifari Stefán Guðmundsson, fje- hirðir Arni Friðriksson og varafjehirðir Sig- urður Mýrdal. ANNAÐ KIRKJUÞINGiÐ varhaldið í júnímánuði 1886áGarðar í Noi'ður- Dakota.—Sjera Hans B. Thoi'grimsen var þ& fluttur burtu frá íslenzku söfnuðunum í Dakota. Og sjera Friðrik J. Bergmann orðinn prestur í stað hans. Á kirkjuþingi þessu voru rædd ýms mál og gjörðar ýmsar fundarsamþykktir. En fremur reyndust þær samþykktir þýðingar- litlar, eins og venja er til með samþykktir kirkjuþingsins. Á kirkjuþingi þessu naut bindindismálið meiri hylli, en á seinni þingum kirkjufjelagsins.—Á kirkjuþingi þessu mættu erindsrekar frá 14 söfnuðum, eius og árið áður, og t.veir prestar: sjera Jón Bjarnason og sjera Friðrik J. Bergmann.

x

Tjaldbúðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.