Tjaldbúðin - 01.01.1899, Síða 23

Tjaldbúðin - 01.01.1899, Síða 23
—21— Með fram átti þá að minnast framfara þeirra, er orðið hafa á íslandi, síðan þingbundin stjórn komst þar á, En brátt sáu formenn kirkjufje- lagsins, að þetta hátíðahald 2. ágúst kom í bága við þessa kenning þeirra: “Island er að blása upp, bæði landið sjálft og þjóðin í öllum skiln- ingi.” Þeir hafa þess vegna reynt til, að fá há- tíðardeginum breytt og hátíðahald þetta sett í samband við kirkjuþingin. Eptir nokkra vafninga hafa þeir valið l7. júní fyrir þjóðhá- tíðardag. Það er fæðingardagur Jóns Sigurðs- sonar, og auk þess ef til vill sá dagur, er al- þing Islendinga í fornöld var sett í fyrsta sinni. I Winnipegbæ virðast fieiri íslendingar vera með 2. ágúst. En í nýlendum íslendinga úti á landi eru fiestir með 17. júní. Það ltemur af því, að bændum er hagkvæmara, vegna upp- skeruanna sinna, að halda hátíð þessa í júní- mánuði en ágústmánuði. Það er vonandi, að Vestur-Islendingar komi sjer saman um annan- hvorn þessara daga, áður en langt líður. En líklegast verður það samt eigi fýrr, en einhver fastákveðinn þjóðhátíðardagur kemst á fót lieima á íslandi. Sá dagur mundi óefað einnig verða þjóðhátíðardagur Vestur-íslendinga. SJÖUNDA ICIRKJ UÞINGIÐ var haldið í Winnipeg í júním. 1891. Á þessu kirkjuþingi mættu 4 prestar (sjera Jón, sjera

x

Tjaldbúðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.