Tjaldbúðin - 01.01.1900, Qupperneq 6

Tjaldbúðin - 01.01.1900, Qupperneq 6
4 um kirkjufjelögum. Að því er ytri guðsdýrkun snertir og öll fjelagsmál safnaðanna, þá taka þeir upp frá öðrum kirkjufjelögum allar þær tilbreyt- ingar, sem hafa sýnt krapt sinn í því að vekja og glæða, efla og styrkja kirkju- og trúarlífið. Einnig taka þeir upp mörg nýmæli, að því er snertir fjelagsmál og ytri guðsdýrkun þeirra. Og auðvitað er öllum þeim nýmælum haldið, sem við reynsluna sýna krapt sinn í því að efla kirkju- legt og trúarlegt líf. I’cssir Tjaldbúðarsöfnuðir verða venjulega fyrir miklum ofsóknum frá öðr- um kirkjufjelögum, er misskilja nýmæli þeirra. Og auk þess spretta ofsóknirnar af því, að söfnuðir þessir hljóta að standa einir sins liðs, meðan þeir eru að ryðja þeim sannleika braut, er þeir flytja. En leikslokin verða ávallt þessi: Mótstöðumenn Tjaldbúðarsafnaða taka sjálfir smátt og smátt upp nýmæli þeirra að meira eða minna leyti. Pannig verður starfsemi Tjaldbúðarsafnaða til heilla og blessunar mótstöðumönnum þeirra. Tjaldbúðarsöfnuður Winnipegbæjar (The Winnipeg Tabernacle) fylgir sömu játningarritum og lúterska kirkjan á íslandi og í Danmörku. Hann er eini Tjaldbúðarsöfnuðurinn, sem mjer vitanlega hefur komizt á fót í Canada. Fyrirmynd hans var »Tjaldbúðarsöfnuður höfuðborgarinnar« (The Metropolitan Tabernacle) í Lundúnaborg. Auð- vitað ætti mál hans að vera ensk tunga, þar sem

x

Tjaldbúðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.