Tjaldbúðin - 01.01.1900, Blaðsíða 6

Tjaldbúðin - 01.01.1900, Blaðsíða 6
4 um kirkjufjelögum. Að því er ytri guðsdýrkun snertir og öll fjelagsmál safnaðanna, þá taka þeir upp frá öðrum kirkjufjelögum allar þær tilbreyt- ingar, sem hafa sýnt krapt sinn í því að vekja og glæða, efla og styrkja kirkju- og trúarlífið. Einnig taka þeir upp mörg nýmæli, að því er snertir fjelagsmál og ytri guðsdýrkun þeirra. Og auðvitað er öllum þeim nýmælum haldið, sem við reynsluna sýna krapt sinn í því að efla kirkju- legt og trúarlegt líf. I’cssir Tjaldbúðarsöfnuðir verða venjulega fyrir miklum ofsóknum frá öðr- um kirkjufjelögum, er misskilja nýmæli þeirra. Og auk þess spretta ofsóknirnar af því, að söfnuðir þessir hljóta að standa einir sins liðs, meðan þeir eru að ryðja þeim sannleika braut, er þeir flytja. En leikslokin verða ávallt þessi: Mótstöðumenn Tjaldbúðarsafnaða taka sjálfir smátt og smátt upp nýmæli þeirra að meira eða minna leyti. Pannig verður starfsemi Tjaldbúðarsafnaða til heilla og blessunar mótstöðumönnum þeirra. Tjaldbúðarsöfnuður Winnipegbæjar (The Winnipeg Tabernacle) fylgir sömu játningarritum og lúterska kirkjan á íslandi og í Danmörku. Hann er eini Tjaldbúðarsöfnuðurinn, sem mjer vitanlega hefur komizt á fót í Canada. Fyrirmynd hans var »Tjaldbúðarsöfnuður höfuðborgarinnar« (The Metropolitan Tabernacle) í Lundúnaborg. Auð- vitað ætti mál hans að vera ensk tunga, þar sem

x

Tjaldbúðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tjaldbúðin
https://timarit.is/publication/530

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.